Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

405. fundur 04. október 2007
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 405 - 4. október 2007
 
Ár 2007, fimmtudaginn 4. október kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
 
Fundinn sátu:
Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Páll Dagbjartsson og Bjarni Jónsson, áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
 
 
Lagt fram
 
1.
Ungmennafélagið Tindastóll
 
 
Mál nr. SV070494
 
Gunnar Gestsson formaður Umf. Tindastóls og Viggó Jónsson starfsmaður skíðadeildar félagsins komu á fund byggðarráðs og kynntu framkvæmdir á skíðasvæði félagsins í Tindastóli. Lögðu fram Rekstrar- og framkvæmdaáætlun (2007-2012) fyrir skíðasvæðið. Viku þeir síðan af fundi.
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
2.
Merking reiðvega
 
 
Mál nr. SV070391
 
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 27. september 2007 varðandi merkingu reiðvega og bann við akstri vélknúinna ökutækja á þeim. Áður á dagskrá byggðarráðs 24. júlí sl.
Byggðarráð samþykkir að beina því til embættis lögreglustjórans á Sauðárkróki að umferð vélknúinna ökutækja um reiðvegi verði bönnuð og reiðvegir merktir í samræmi við það.
 
 
3.
Deiliskipulag á Hofsósi
 
 
Mál nr. SV070495
 
Lögð fram drög að deiliskipulagi þriggja lóða sunnan við hús Kaupþings, vestan Suðurbrautar á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti og beinir því til Skipulags- og byggingarnefndar að hraða vinnu við deiliskipulagið eins og kostur er.
 
Lagt fram til kynningar
 
4.
Bréf frá Menningarráði Nl.v.- áætl.um framlög
 
 
Mál nr. SV070485
 
Lagt fram til kynningar bréf frá Menningarráði Norðurlands vestra, dagsett 24. september 2007, þar sem kynnt er áætlun um framlag frá sveitarfélögunum vegna menningarsamnings á Norðurlandi vestra árin 2008 og 2009.  Reiknað er með að Sveitarfélagið Skagafjörður greiði 3,7 mkr. árið 2008 og 5,7 mkr. árið 2009 eða 54,75#PR hlut sveitarfélaganna.
 
 
5.
Hagvöxtur á Nordurlandi vestra - áætlun
 
 
Mál nr. SV070484
 
Lagt fram til kynningar minnisblað Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá september 2007 um áætlaðan hagvöxt í einstökum hlutum Norðurlands vestra frá 1998 - 2005.
Byggðarráð telur framsetningu minnisblaðsins ófullnægjandi.
 
 
6.
Ráðgjöf v.Staðardagskrár 21
 
 
Mál nr. SV070489
 
Lagt fram til kynningar bréf frá Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 á Íslandi, dagsett 25. september 2007, varðandi ráðgjöf vegna Staðardagskrá 21.
 
 
7.
Vänortsmöte i Esbo 11-14.6.08
 
 
Mál nr. SV070490
 
Lagt fram til kynningar bréf frá vinabæ Sveitarfélagins Skagafjarðar, Esbo, Finnlandi, dagsett 24. september 2008, þar sem boðað er til vinabæjamóts 11.-16. júní 2008.
 
 
8.
Valadalur - tilk. um sölu 60 #PR
 
 
Mál nr. SV070491
 
Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 27. sept. 2007, þar sem tilkynnt er um sölu á 60#PR af jörðinni Valadal. Landnúmer 146074.  Seljendur eru Valdís Gissurardóttir, Jón Gissurarson og Friðrik Gissurarson.  Kaupandi er Eiríkur Kristján Gissurarson.
 
 
9.
Norræn lýðheilsuráðstefna - bréf
 
 
Mál nr. SV070492
 
Lagt fram til kynningar bréf frá Lýðheilsustöð, dagsett 25. september 2007 varðandi 9. norrænu lýðheilsuráðstefnuna, 10.-13. júní 2008 í Svíþjóð.
 
 
10.
Áhættuskoðun í lögregluumdæmum
 
 
Mál nr. SV070493
 
Lagt fram til kynningar bréf frá Ríkislögreglustjóranum, dagsett 26. september 2007 varðandi áhættuskoðun í lögregluumdæmum.
 
 
11.
Rekstrartölur janúar - ágúst 2007
 
 
Mál nr. SV070496
 
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um stöðu rekstrar fyrir tímabilið janúar-ágúst 2007, úr bókhaldi sveitarfélagsins.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:57.  Engilráð Margrét Sigurðardóttir, ritari fundargerðar