405. fundur
04. október 2007
Byggðarráð SkagafjarðarFundur 405 - 4. október 2007 Ár 2007, fimmtudaginn 4. október kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Fundinn sátu: Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Páll Dagbjartsson og Bjarni Jónsson, áheyrnarfulltrúi.Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri. Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir. Lagt fram
|
|
1.
| Ungmennafélagið Tindastóll
|
| Mál nr. SV070494
|
Gunnar Gestsson formaður Umf. Tindastóls og Viggó Jónsson starfsmaður skíðadeildar félagsins komu á fund byggðarráðs og kynntu framkvæmdir á skíðasvæði félagsins í Tindastóli. Lögðu fram Rekstrar- og framkvæmdaáætlun (2007-2012) fyrir skíðasvæðið. Viku þeir síðan af fundi. Erindi til afgreiðslu
|
|
2.
| Merking reiðvega
|
| Mál nr. SV070391
|
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 27. september 2007 varðandi merkingu reiðvega og bann við akstri vélknúinna ökutækja á þeim. Áður á dagskrá byggðarráðs 24. júlí sl.Byggðarráð samþykkir að beina því til embættis lögreglustjórans á Sauðárkróki að umferð vélknúinna ökutækja um reiðvegi verði bönnuð og reiðvegir merktir í samræmi við það.
|
|
3.
| Deiliskipulag á Hofsósi
|
| Mál nr. SV070495
|
Lögð fram drög að deiliskipulagi þriggja lóða sunnan við hús Kaupþings, vestan Suðurbrautar á Hofsósi.Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti og beinir því til Skipulags- og byggingarnefndar að hraða vinnu við deiliskipulagið eins og kostur er. Lagt fram til kynningar
|
|
4.
| Bréf frá Menningarráði Nl.v.- áætl.um framlög
|
| Mál nr. SV070485
|
Lagt fram til kynningar bréf frá Menningarráði Norðurlands vestra, dagsett 24. september 2007, þar sem kynnt er áætlun um framlag frá sveitarfélögunum vegna menningarsamnings á Norðurlandi vestra árin 2008 og 2009. Reiknað er með að Sveitarfélagið Skagafjörður greiði 3,7 mkr. árið 2008 og 5,7 mkr. árið 2009 eða 54,75#PR hlut sveitarfélaganna.
|
|
5.
| Hagvöxtur á Nordurlandi vestra - áætlun
|
| Mál nr. SV070484
|
Lagt fram til kynningar minnisblað Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá september 2007 um áætlaðan hagvöxt í einstökum hlutum Norðurlands vestra frá 1998 - 2005.Byggðarráð telur framsetningu minnisblaðsins ófullnægjandi.
|
|
6.
| Ráðgjöf v.Staðardagskrár 21
|
| Mál nr. SV070489
|
Lagt fram til kynningar bréf frá Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 á Íslandi, dagsett 25. september 2007, varðandi ráðgjöf vegna Staðardagskrá 21.
|
|
7.
| Vänortsmöte i Esbo 11-14.6.08
|
| Mál nr. SV070490
|
Lagt fram til kynningar bréf frá vinabæ Sveitarfélagins Skagafjarðar, Esbo, Finnlandi, dagsett 24. september 2008, þar sem boðað er til vinabæjamóts 11.-16. júní 2008.
|
|
8.
| Valadalur - tilk. um sölu 60 #PR
|
| Mál nr. SV070491
|
Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 27. sept. 2007, þar sem tilkynnt er um sölu á 60#PR af jörðinni Valadal. Landnúmer 146074. Seljendur eru Valdís Gissurardóttir, Jón Gissurarson og Friðrik Gissurarson. Kaupandi er Eiríkur Kristján Gissurarson.
|
|
9.
| Norræn lýðheilsuráðstefna - bréf
|
| Mál nr. SV070492
|
Lagt fram til kynningar bréf frá Lýðheilsustöð, dagsett 25. september 2007 varðandi 9. norrænu lýðheilsuráðstefnuna, 10.-13. júní 2008 í Svíþjóð.
|
|
10.
| Áhættuskoðun í lögregluumdæmum
|
| Mál nr. SV070493
|
Lagt fram til kynningar bréf frá Ríkislögreglustjóranum, dagsett 26. september 2007 varðandi áhættuskoðun í lögregluumdæmum.
|
|
11.
| Rekstrartölur janúar - ágúst 2007
|
| Mál nr. SV070496
|
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um stöðu rekstrar fyrir tímabilið janúar-ágúst 2007, úr bókhaldi sveitarfélagsins. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:57. Engilráð Margrét Sigurðardóttir, ritari fundargerðar