408. fundur
02. nóvember 2007
Byggðarráð SkagafjarðarFundur 408 - 2. nóvember 2007 Ár 2007, föstudaginn 2. nóvember kl. 13:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Fundinn sátu: Páll Dagbjartsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri. Fundarritari var Margeir Friðriksson Erindi til afgreiðslu
|
|
1.
| Erindi frá Dögun ehf
|
| Mál nr. SV070519
|
Lagt fram bréf frá Dögun ehf. dagsett 19. október 2007, þar sem starfsemi fyrirtækisins er kynnt. Fulltrúum sveitarfélagsins er boðið í heimsókn í fyrirtækið til þess að skoða verksmiðjuna og ræða óskir sem fram koma í bréfinu og snúa að mestu að skiplags-, frárennslismálum, svo og tryggu varaafli í rafmagnsleysi.Byggðarráð þekkist boðið og óskar eftir því við tæknideild sveitarfélagsins að taka saman upplýsingar varðandi erindi Dögunar ehf.
|
|
2.
| Frumvarp v.Stjr.Ísl.- umsagnarbeiðni
|
| Mál nr. SV070520
|
Lagt fram bréf frá allsherjarnefnd Alþingis, dagsett 22. október 2007, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tilfærslu verkefna inna Stjórnarráðs Íslands, 130. mál, breyting ýmissa laga. Óskað er svara eigi síðar en 9. nóvember 2007.Byggðarráð tekur ekki efnislega afstöðu til einstakra þátta frumvarpsins, en leggur áherslu á að breytingar hverju nafni sem nefnast og gripið er til af hálfu ríkisvalds, megi ekki verða til þess að veikja sveitarstjórnarstigið eða samskipti ríkis og sveitarfélaga.Bjarni Jónsson óskar bókað:Ég samsinni bókun byggðarráðs en geri ennfremur alvarlegar athugasemdir við ákveðna hluta frumvarpsins m.a. flutning á málefnum sveitarfélaga til samgönguráðuneytisins, landbúnaðarskólanna frá landbúnaðarráðuneyti til menntamálaráðuneytis og Landgræðslunnar frá landbúnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytis. Undirritaður mun gera frekari grein fyrir athugasemdum á næsta sveitarstjórnarfundi.
|
|
3.
| Gríma ehf, Shell Sport - umsagnarbeiðni
|
| Mál nr. SV070531
|
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 25. október 2007, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Grímu ehf um rekstrarleyfi til að reka veitingaverslun að Skagfirðingabraut 29, Skr., Shell Sport.Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
|
|
4.
| Aðalgata 23, Villa Nova - umsókn um rekstrarstyrk
|
| Mál nr. SV070148
|
Umsókn dagsett 28. febrúar 2007, frá Villa Nova ehf., Sauðárkróki um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Áður á dagskrá byggðarráðs 7. mars 2007. Byggðarráð samþykkir að veita félaginu styrk sem nemur 70#PR af fasteignaskatti hluta hússins, þ.e. kr. 27.258. Jafnframt er óskað eftir nánari upplýsingum um endurbætur hússins.
|
|
5.
| Lánstilboð 40 millj. v. hitaveituframkvæmda
|
| Mál nr. SV070537
|
Lagt fram lánstilboð frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna hitaveituframkvæmda á Hofsósi.Byggðaráð samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 40.000.000 kr. til 10 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til hitaveituframkvæmda, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.Jafnframt er Guðmundi Guðlaugssyni sveitarstjóra, kt. 140259-4899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
|
|
6.
| Sauðárkrókshöfn - dýpkun og útboð
|
| Mál nr. SV070538
|
Lagt fram erindi sem vísað var til byggðarráðs frá umhverfis- og samgöngunefnd 31. október 2007; verksamningur við Björgun ehf um dýpkun í Sauðárkrókshöfn. Samningsupphæð kr. 19.312.275. Hlutur sveitarfélagsins er 25#PR.Byggðarráð samþykkir verksamninginn.
|
|
7.
| Sauðárkrókshöfn - bygging fyrirstöðugarðs
|
| Mál nr. SV070539
|
Lagt fram erindi sem vísað var til byggðarráðs frá umhverfis- og samgöngunefnd 31. október 2007; útboðs- og verklýsing á byggingu fyrirstöðugarðs.Byggðarráð samþykkir að byggður verði fyrirstöðugarður skv. fyrirliggjandi gögnum og verkið verði hafið samhliða dýpkun hafnarinnar. Fjármögnun framkvæmdarinnar vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.
|
|
8.
| Ársfundur Samt.sveitarfél. á köldum svæðum
|
| Mál nr. SV070540
|
Lagt fram fundarboð ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, sem verður haldinn 6. nóvember nk. í Reykjavík.Byggðarráð samþykkir að þeir fulltrúar sveitarfélagsins sem sjá sér fært að mæta á fundinn sitji sem fullrúar þess.
|
|
9.
| Kynning á RAMSA verkefninu
|
| Mál nr. SV070535
|
Fulltrúar Náttúrustofu Norðurlands vestra og Umhverfisstofnunar óska eftir að fá að kynna fyrir fulltrúum sveitarfélagsins RAMSAR verkefnið og möguleika Skagafjarðar í þeim efnum.Byggðarráð samþykkir að settur verði upp fyrirlestur um RAMSAR verkefnið fyrir sveitarstjórn, umhverfis- og samgöngunefnd, og skipulags- og bygginganefnd. Sveitarstjóra falið að finna tímsetningu sem hentar.
|
|
10.
| Framlög til stjórnmálasamtaka
|
| Mál nr. SV070536
|
Lög nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka. Útdeiling á framlögum til stjórnmálasamtaka í Skagafirði árið 2007 frá sveitarfélaginu sbr. 5.gr.Byggðarráð samþykkir að úthluta til viðkomandi stjórnmálasamtaka í sveitarfélaginu kr. 400.000 í samræmi lög 162/2006. Gert er ráð fyrir þessum útgjöldum í fjárhagsáætlun ársins.
|
|
11.
| Fasteignagjaldaálagning
|
| Mál nr. SV070541
|
Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2007 ræddar m.t.t. afslátta á árinu og gerðar fjárhagsáætlunar 2008.Byggðarráð samþykkir að tekjumörk og afsláttarupphæð vegna álagningar fasteignaskatta 2007 standi og verði endurskoðuð við gerð fjárhagsáætlunar 2008.
|
|
12.
| Niðurfelling fasteignaskatts
|
| Mál nr. SV070542
|
Lagt fram erindi á fundinum um niðurfellingu fasteignaskatts.Sjá trúnaðarbók. Lagt fram til kynningar
|
|
13.
| Litla-Gröf land - tilk.um sölu
|
| Mál nr. SV070532
|
Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 22. okt. 2007, þar sem tilkynnt er um sölu á 102 ha úr landi Litlu-Grafar, landnr 145986. Seljendur eru Guðlaug Arngrímsdóttir kt. 140129-2329, Bjarki Sigurðsson kt. 060544-4099 og Elín Haraldsdóttir kt. 260350-2859. Kaupandi er Hrossatröð ehf kt. 530907-1710.
|
|
14.
| Steintún land - tilk.um sölu
|
| Mál nr. SV070533
|
Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 24. okt. 2007, þar sem tilkynnt er um sölu á 12,5 ha spildu úr landi Steintúns, landnr 199118. Seljandi er Quality á Íslandi ehf kt. 460502-4540 og kaupandi Skagafjarðarveitur ehf kt. 691097-2509.
|
|
15.
| Steinavellir - tilk.um sölu
|
| Mál nr. SV070534
|
Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 24. okt. 2007, þar sem tilkynnt er um sölu á jörðinni Steinavöllum, landnr 146901. Seljendur eru Jarðasjóður og Ríkissjóður Íslands (kt. 540269-6459 og kaupandi Héðinshöfði ehf kt. 580180-0439. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:45Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar