Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

410. fundur 22. nóvember 2007
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  410 - 22. nóvember 2007
 
Ár 2007, fimmtudaginn 22. nóvember kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
 
Fundinn sátu:
Páll Dagbjartsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi og Gunnar Bragi Sveinsson
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum
Tillögur um breytingar 
 
Mál nr. SV070567
 
 
Lögð fram tillaga um breytingar á Samþykktum um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem sveitarstjórn samþykkti í júní 2006. Samkvæmt ákvæði í þeim er byggðarráði gert að endurskoða þær við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert. Áætluð kostnaðaráhrif breytinga sem lagðar eru til eru viðbótarkostnaður sem nemur um 7 millj. króna á árinu 2008.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu með áorðnum breytingum.
 
 
2.
Fjárhagsáætlun 2008
 
 
Mál nr. SV070565
 
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2008 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.  Einnig tekin fyrir erindi frá nefndum sem hafa vísað breytingum á gjaldskrám og áætlunum vegna ársins 2008 til byggðarráðs.
Lagt er til að útsvarsprósenta verði 13,03#PR á árinu 2008.
Byggðarráð staðfestir framlagðar gjaldskrár fyrir sundlaugar, íþróttahús og hafnir sveitarfélagsins.  Varðandi gjaldskrá sundlauga þá taki breytingin ekki gildi fyrr en skýr útfærsla á framkvæmd liggur fyrir.
Byggðarráð samþykkir að útsvarsprósenta sveitarfélagsins verði 13,03#PR á árinu 2008.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun ársins 2008 til fyrri umræðu í sveitarstjórn með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
 
 
3.
Erindi frá Flugu hf v.rekstrar félagsins
 
 
Mál nr. SV070562
 
Lagt fram erindi frá Flugu hf, dagsett 12. nóvember 2007 varðandi samkomulag um afnot sveitarfélagsins af reiðhöllinni Svaðastöðum fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf. Einnig er þess óskað að álagning fasteignagjalda 2007 á fasteignina verði endurskoðuð m.t.t. að þar fer fram að stærstum hluta kennsla og íþróttaiðkun.
Byggðarráð samþykkir að taka upp samninginn og felur sveitarstjóra að vinna að málinu.
Byggðarráð samþykkir að breyta flokkun reiðhallarinnar Svaðastaða í fasteignagjaldaálagningu úr C flokki í B flokk frá og með 1. janúar 2007.
 
 
 
4.
Jörðin Mýrakot
 
 
Mál nr. SV070357
 
Erindi frá Ragnheiði Jónsdóttur, Mýrakoti, dagsett 17. júní 2007, þar sem hún óskar eftir meðmælum sveitarfélagsins til að fá keypta ábýlisjörð sína Mýrakot, landnúmer 146570.  Einnig lagt fram afrit af bréfi landbúnaðarráðuneytisins dagsett 11. október 2007 þar sem óskað eftir ítarlegri umsögn sveitarfélagsins.
Áður á dagskrá byggðarráðs 26. júní og 18. október 2007.
Á jörðinni Mýrakoti hefur ábúandi jarðarinnar Ragnheiður Jónsdóttir haft jörðina í ábúð um alllangt skeið.  Á hún þar  lögheimili og er búsett þar í dag.  Um árabil hafa dóttir hennar og tengdasonur aðstoðað og stundað sauðfjár- og kúabúskap með Ragnheiði.  Ástand mannvirkja og jarðarinnar verður að teljast gott. Jörðina hefur ábúandi setið vel og mælir byggðarráð með því að Ragnheiður fái jörðina keypta.
 
 
5.
Málefni Eignasjóðs - Austurgata 7, Hofsósi
Fyrirspurn um kaup. 
 
Mál nr. SV070295
 
 
Lagt fram erindi dagsett 17. október 2007 frá Brynhildi Bjarkadóttur og Hreini Þorgilssyni, þar sem þau óska eftir að fá fasteignina Austurgötu 7, Hfs. keypta.  Áður á dagskrá byggðarráðs 23. október sl.
Byggðarráð beinir því til félags- og tómstundanefndar og fræðslunefndar að meta þörf annars vegar að sveitarfélagið eigi húsnæði fyrir kennara og hins vegar félagslegt húsnæði á Hofsósi.
 
Lagt fram
 
6.
Trúnaðarmál
 
 
Mál nr. SV070569
 
Sjá trúnaðarbók.
 
Lagt fram til kynningar
 
7.
Fundarboð samráðsfundar 28.11.2007
 
 
Mál nr. SV070566
 
Lagt fram til kynningar fundarboð samráðsfundar SSNV vegna endurskoðunar á framtíðarskipan samstarfs sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
 
 
8.
Frá UMFÍ - hvatt til fegrunar umhverfis íþróttamannvirkja
 
 
Mál nr. SV070564
 
Lagt fram bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 14. nóvember 2007 þar sem kynnt er samþykkt frá 45. sambandsþingi UMFÍ þar sem fagnað er mikilli uppbyggingu á íþróttamannvirkjum um allt land og hvetur til markvissrar fegrunar á umhverfi þeirra, sem og eldri mannvirkja.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 12:45
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar