Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

411. fundur 29. nóvember 2007
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 411 - 29. nóvember 2007
 
Ár 2007, fimmtudaginn 29. nóvember kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
 
Fundinn sátu:
Páll Dagbjartsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Önnur mál
 
1.
Bréf frá sýslumanni v. embættisreksturs
 
 
Mál nr. SV070467
 
Ríkarður Másson, sýslumaður kemur á fundinn til viðræðu.  Bréf hans lagt fyrir fund byggðarráðs 20. september 2007.
Löggæslumál í Skagafirði rædd almennt.
 
Erindi til afgreiðslu
 
2.
Heilbrigðiseftirlit Nl.v. Fjárhagsáætlun f.2008
 
 
Mál nr. SV070561
 
Lögð fram fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra fyrir árið 2008.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti.
 
 
3.
Veiðifélagið Flóki - fundarboð almennt
 
 
Mál nr. SV070586
 
Lagt fram fundarboð Veiðifélagsins Flóka.  Fundurinn verður haldinn að Sólgörðum 1. desember nk.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til landbúnaðarnefndar og felur henni að tilnefna fulltrúa á fundinn.
 
 
4.
Bréf frá stjórn Skalla - félags smábátaeigenda
 
 
Mál nr. SV060442
 
Lagt fram bréf frá stjórn Smábátafélagsins Skalla, dagsett 21. nóvember 2007, varðandi dragnótaveiðar á Skagafirði.
Byggðarráð tekur undir sjónarmið Smábátafélagsins Skalla sem fram koma í bréfinu, að loka svæðinu innan línu sem dregin er úr Ásnefi í norðurenda Drangeyjar og þaðan í norðurenda Málmeyjar og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir við sjávarútvegsráðuneytið í samræmi við það sem rætt var á fundinum.
 
 
5.
Þriggja fasa rafmagn - vinnuhópur
 
 
Mál nr. SV070587
 
Lagt fram bréf frá iðnaðarráðuneyti, dagsett 20. nóvember 2007. Þar óskar vinnuhópur sem endurmeta á stöðuna á þörf á þriggja fasa rafmagni á landsbyggðinni, upplýsinga um hvar sé mest og brýnust þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn í viðkomandi sveitarfélagi og til hvaða starfsemi.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til landbúnaðarnefndar og atvinnu- og ferðamálanefndar til afgreiðslu.
 
 
6.
Fjárbeiðni Stígamóta 2008
 
 
Mál nr. SV070588
 
Lagt fram bréf frá Stígamótum, dagsett 15.11. 2007, þar sem óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi við rekstur samtakanna árið 2008.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu ásamt umsókn Aflsins sem tekin var fyrir í byggðarráði 18. október sl. til félags- og tómstundanefndar til afgreiðslu.
 
 
7.
Óbyggðanefnd - þjóðlendukröfur
 
 
Mál nr. SV070589
 
Lagt fram bréf frá óbyggðanefnd, dagsett 26. nóvember 2007, varðandi frest fjármálaráðherra til að lýsa hugsanlegum þjóðlendukröfum á vestanverðu Norðurlandi. Framhald mála, berist óbyggðanefnd slíkar kröfur.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir því að landbúnaðarnefnd og Jón Örn Berndsen sviðsstjóri tæknisviðs komi á næsta fund byggðarráðs til viðræðu um málefnið.
 
Lagt fram
 
8.
Fjárhagsáætlun 2008 - tekjuforsendur
 
 
Mál nr. SV070591
 
Gögn lögð fram á fundinum um tekjuforsendur vegna fjárhagsáætlunar 2008
Málin rædd og verða tekin fyrir aftur á næsta fundi.
 
Lagt fram til kynningar
 
9.
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki
 
 
Mál nr. SV070456
 
Lagt fram til kynningar bréf frá heilbrigðisráðuneytinu, dagsettt 17. nóvember 2007, þar sem ráðuneytið skýrir þær breytingar sem urðu á reglugerð 785/2007, um heilbrigðisumdæmi.  Sjá bókun byggðarráðs 20. september 2007.
 
 
10.
Þjónustu- og viðhorfskönnun SÍS
 
 
Mál nr. SV070590
 
Niðurstöður könnunar á viðhorfi til starfsem og þjónustu Sambands ísl. sveitarfélaga.
Skýrslan liggur frammi á fundinum.  Einnig er hægt að nálgast hana á þessari vefslóð: http://www.samband.is/news.asp?id=368&news_ID=1197&type=one;
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:43
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar