Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 412 - 5. desember 2007
Ár 2007, miðvikudaginn 5. desember kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Páll Dagbjartsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi og Gunnar Bragi Sveinsson.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Stjórn og veitustjóri Skagafjarðarveitna mætti á fund byggðarráðs til að fara yfir málefni fyrirtækisins.
Málin rædd almennt um verkefni fyrirtækisins nú og til framtíðar. Einnig rætt um að skoða möguleika á að Skagafjarðarveitur ehf yfirtaki fráveitu sveitarfélagsins.
Á fundi byggðarráðs 29. nóv. s.l. var tekið fyrir bréf frá óbyggðanefnd, dagsett 26. nóvember 2007, varðandi frest fjármálaráðherra til að lýsa hugsanlegum þjóðlendukröfum á vestanverðu Norðurlandi. Landbúnaðarnefnd ásamt Sigurði Haraldssyni og Jóni Erni Berndsen sviðsstjóra tæknisviðs mættu á fund ráðsins kl. 10:00 til að fjalla um þetta mál.
Byggðarráð ályktar eftirfarandi:
Fyrir síðustu alþingiskosningar töluðu forsvarsmenn og frambjóðendur allra flokka um mikilvægi þess að breyta vinnulagi óbyggðanefndar og fjármálaráðuneytis við kröfugerð varðandi þjóðlendur. Byggðarráð telur afar mikilvægt að staðið verði við gefin fyrirheit og vinnulagið endurskoðað.
Byggðarráð samþykkir að hafa forystu um að gæta hagsmuna sveitarfélagsins og íbúa þess varðandi hugsanlegar kröfur í þjóðlendur og felur sveitarstjóra að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Lagðar fram til kynningar tölur úr bókhaldi sveitarfélagsins yfir rekstur tímabilsins janúar til og með október 2007.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:05
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar
Fundur 412 - 5. desember 2007
Ár 2007, miðvikudaginn 5. desember kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Páll Dagbjartsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi og Gunnar Bragi Sveinsson.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Önnur mál | |||
1. | Skagafjarðarveitur ehf. | Mál nr. SV070592 |
Málin rædd almennt um verkefni fyrirtækisins nú og til framtíðar. Einnig rætt um að skoða möguleika á að Skagafjarðarveitur ehf yfirtaki fráveitu sveitarfélagsins.
2. | Óbyggðanefnd - þjóðlendukröfur | Mál nr. SV070589 |
Byggðarráð ályktar eftirfarandi:
Fyrir síðustu alþingiskosningar töluðu forsvarsmenn og frambjóðendur allra flokka um mikilvægi þess að breyta vinnulagi óbyggðanefndar og fjármálaráðuneytis við kröfugerð varðandi þjóðlendur. Byggðarráð telur afar mikilvægt að staðið verði við gefin fyrirheit og vinnulagið endurskoðað.
Byggðarráð samþykkir að hafa forystu um að gæta hagsmuna sveitarfélagsins og íbúa þess varðandi hugsanlegar kröfur í þjóðlendur og felur sveitarstjóra að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Lagt fram til kynningar | |||
3. | Yfirlit yfir stöðu rekstrar janúar - október 2007 | Mál nr. SV070593 |
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:05
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar