Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

415. fundur 19. desember 2007
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  415 - 19. desember 2007
 
Ár 2007, miðvikudaginn 19. desember kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Páll Dagbjartsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi og Gunnar Bragi Sveinsson
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Stjórn starfsm.fél.Hólum - beiðni um hærri brennustyrk
 
 
Mál nr. SV070622
 
Lagt fram bréf Starfsmannafélagsins á Hólum, dagsett 10. desember 2007 varðandi ósk um hærri styrk vegna flugeldasýningar og áramótabrennu.  Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs kom inn á fundinn til viðræðu undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs að ræða við viðkomandi um þetta mál og afgreiða í samræmi við umræður á fundinum. Í þeim viðræðum sem framundan eru við björgunarsveitir í Skagafirði um styrkveitingar, verði samkomulag gert m.a. um framkvæmd og umsjón flugeldasýninga og áramótabrenna í sveitarfélaginu.
 
 
2.
FNV viðbygging - Bréf frá menntamálaráðuneyti
 
 
Mál nr. SV070191
 
Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 7. desember 2007, þar sem ráðuneytið fer þess á leit að þau sveitarfélög sem aðild eiga að skólanum tilnefni tvo fulltrúa í starfshóp, sem hafi það hlutverk að undirbúa gerð viðbyggingar við verknámshús skólans.
Byggðarráð samþykkir að skipa Guðmund Guðlaugsson sveitarstjóra í starfshópinn og felur honum að hafa samband við hin aðildarsveitarfélögin um skipan hins fulltrúans.
 
 
3.
Hólavellir, Fljótum
 
 
Mál nr. SV070609
 
Lagður fram tölvupóstur frá Rúnari Númasyni, dagsettur 3. desember 2007, þar sem hann innir eftir þeim möguleika á að kaupa jörðina Hólavelli í Fljótum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til landbúnaðarnefndar til umsagnar.
 
 
4.
UMSS söguritun - styrkbeiðni
 
 
Mál nr. SV070497
 
Lagt fram bréf frá Ungmennasambandi Skagafjarðar, dagsett 1. október 2007, þar sem óskað er eftir styrk til ritunar sögu sambandsins í tilefni af 100 ára afmæli þess árið 2010.  Óskað er eftir 500 þús. kr. á ári tímabilið 2008-2010.  Áður á dagskrá byggðarráðs 18. október 2007.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu menningar- og kynningarnefndar.
 
 
5.
Sögusetur ísl.hestsins - umsókn um  fjárframlag
 
 
Mál nr. SV070543
 
Lagt fram bréf frá Sögusetri íslenska hestsins ses dagsett 30. október 2007, þar sem óskað er eftir fjárframlagi til að fjármagna starfsemi setursins á árinu 2008.  Áður á dagskrá byggðarráðs 13. nóvember sl.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Sögusetrið um kr. 1.500.000 vegna rekstrar árið 2008.  Fjárframlagið verður tekið af málaflokki 21890.
 
 
6.
Frumvarp til umsagnar - frv um framhaldsskóla
 
 
Mál nr. SV070632
 
Lagt fram bréf frá menntamálanefnd Alþingis, dagsett 12. desember 2007, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um framhaldsskóla, 286. mál, heildarlög, og frumvarp til laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 288. mál, kröfur til kennaramenntunar ofl.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar fræðslunefndar, stjórnenda grunn- og leikskóla sveitarfélagsins og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.  Svar berist fyrir 15. janúar 2008.
 
 
7.
Frumvörp til umsagnar - Grunnskólar, Leikskólar
 
 
Mál nr. SV070633
 
Lagt fram bréf frá menntamálanefnd Alþingis, dagsett 12. desember 2007, þar sem óskað er umsagnar um eftirtalin frumvörp: Grunnskólar, 285. mál (heildarlög) og leikskólar, 287. mál (heildarlög).
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar fræðslunefndar og stjórnenda grunn- og leikskóla sveitarfélagsins.  Svar berist fyrir 15. janúar 2008.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
8.
Fjarskiptasjóður - háhraðatengingar
 
 
Mál nr. SV070330
 
Lagt fram til kynningar bréf frá samgönguráðuneytinu, dagsett 5. desember 2007 og tölvupóstur frá 13. desember sl., varðandi undirbúning útboðsgagna vegna útboðs fjarskiptasjóðs á háhraðatengingum.
Byggðarráð samþykkir að fela Áskeli Heiðari Ásgeirssyni sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs að fara yfir meðfylgjandi gögn.
 
 
9.
Félag eldri borgara
 
 
Mál nr. SV060244
 
Lagt fram til kynningar bréf frá meirihluta stjórnar Félags eldri borgara í Skagafirði þar sem tekið er undir samþykkt er fram kom á aðalfundi Búhölda 27. október sl. varðandi andstöðu við ætlun sveitarfélagsins um að koma félagsmiðstöð aldraðra fyrir í Sæmundargötu 7, en byggja þess í stað á lóð austan Forsætis og sunnan sjúkrahúss.
 
 
10.
Beiðni Menntamálarn. um reglugerð Tónlsk.Skagafj.
 
 
Mál nr. SV070623
 
Lagt fram til kynningar bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 10. desember 2007, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið sendi ráðuneytinu reglugerð fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar til staðfestingar, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 75/1985 um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla.
 
 
11.
Helluland - tilk. um sölu 212709
 
 
Mál nr. SV070624
 
Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 12. desember 2007, varðandi sölu á Hellulandi, land 21,1 ha, landnúmer 212709.  Seljandi Ólafur Jónsson  og kaupandi Jóhann M. Jóhannsson.
 
 
12.
Helluland - tilk. um sölu 212710
 
 
Mál nr. SV070625
 
Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 12. desember 2007, varðandi sölu á Hellulandi, land 110,0 ha, landnúmer 212710.  Seljandi Ólafur Jónsson  og kaupendur Sólveig Arna Ingólfsdóttir og Andrés Geir Magnússon.
 
 
13.
Fasteignafélag sveitarfélaga
 
 
Mál nr. SV070611
 
Lagt fram til kynningar bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett 28. nóvember 2007 varðandi stofnun fasteignafélags sveitarfélaga.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 10:35
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar