Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Aðalfundarboð
Málsnúmer 1403067Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf, dagsett 28. febrúar 2014 um aðalfund sjóðsins 2014 vegna ársins 2013. Fundurinn verður haldinn 27. mars 2014, kl. 14:00 á Grand hóteli Reykjavík. Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagins á fundinum.
2.Framboð í stjórn
Málsnúmer 1403066Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf, dagsett 28. febrúar 2014, þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
3.Beiðni um vinnustofu í gamla barnaskóla
Málsnúmer 1402329Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Sigurlaugi Elíassyni, dagsett 24. febrúar 2014, þar sem hann óskar eftir að leigja húsnæði í gamla Barnaskólahúsinu við Freyjugötu undir vinnustofu. Afgreiðslu frestað.
4.Afgirt hundasvæði
Málsnúmer 1403071Vakta málsnúmer
Hrefna Gerður Björnsdóttir, fulltrúi Frjálslyndra- og óháðra leggur fram tillögu um að útbúinn verði sérstakur hundagarður/ar í Sveitarfélaginu Skagafjörður í ljósi þess mikla fjölda hundaeigenda í sveitarfélaginu. Á síðustu árum hefur þeim fjölgað mikið en ekkert skilgreint svæði er til í sveitarfélaginu sem leyfir lausagöngu hunda. Önnur sveitarfélög hafa í stigvaxandi mæli verið að útbúa slík svæði, bæði stór og smá. Gott væri að hafa innan bæjarmarka lítið afgirt svæði en einnig væri sniðugt að hafa stærra svæði sem gæti þá verið utan bæjarmarka. Byggðarráð tekur vel í erindið og felur umhverfis- og samgöngunefnd að vinna málið í samráði við hlutaðeigandi nefndir.
5.Skipulagsmál tengd Blöndulínu 3
Málsnúmer 1402270Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Landsneti, dagsett 19. febrúar 2014 varðandi skipulagsmál tengdum Blöndulínu 3. Byggðarráð þakkar erindið og ítrekar að stefnt er að fundi vegna málsins í mars.
6.Brennigerði - Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis
Málsnúmer 1402390Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 27. febrúar 2014, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Margrétar Stefánsdóttur, kt. 250142-7069 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Brennigerði, 551 Sauðárkróki. Gististaður, flokkur I - heimagisting.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
7.Gil land 203243 - Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis
Málsnúmer 1402391Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 27. febrúar 2014, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Pálínu Skarphéðinsdóttur, kt. 181244-2919 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Gil, 551 Sauðárkróki. Gististaður, flokkur I - heimagisting.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Fundi slitið - kl. 09:45.