Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Rýming húsnæðis
Málsnúmer 1406140Vakta málsnúmer
Sjá trúnaðarbók.
2.Safnahús - lyfta
Málsnúmer 1402260Vakta málsnúmer
Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson komu á fund ráðsins og kynntu væntanlegar breytingar á Safnahúsinu vegna byggingar lyftuhúss og endurbóta innanhúss.
Byggðarráð samþykkir að heimila að heildarverkið verði boðið út samkvæmt fyrirliggjandi útboðsgögnum. Ekki er gert ráð fyrir allri framkvæmdinni á fjárhagsáætlun 2014, en það sem út af stendur verður sett á framkvæmdaáætlun ársins 2015. Ekki er þörf á að breyta þriggja ára áætlun 2015-2017 vegna þessa.
Byggðarráð samþykkir að heimila að heildarverkið verði boðið út samkvæmt fyrirliggjandi útboðsgögnum. Ekki er gert ráð fyrir allri framkvæmdinni á fjárhagsáætlun 2014, en það sem út af stendur verður sett á framkvæmdaáætlun ársins 2015. Ekki er þörf á að breyta þriggja ára áætlun 2015-2017 vegna þessa.
3.Styrkbeiðni - Hrókurinn
Málsnúmer 1406125Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Skákfélaginu Hróknum, dagsett 11. júní 2014, þar sem óskað er eftir stuðningi við starf Hróksins í þágu barna og ungmenna á Grænlandi og Íslandi.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið, getur ekki að sinni stutt við verkefnið.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið, getur ekki að sinni stutt við verkefnið.
Fundi slitið - kl. 10:35.