Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Rætur bs. aðalfundur 30.september 2014
Málsnúmer 1407179Vakta málsnúmer
2.Rafmagnsleysi á Sauðárkóki 14.ágúst s.l.
Málsnúmer 1408102Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. ágúst 2014 frá Ástu Pálmadóttur, sveitarstjóra til Tryggva Þórs Haraldssonar, forstjóra RARIK varðandi ótryggt rafmagnsöryggi íbúa og fyrirtækja á Sauðárkróki.
3.Raforkumál í Skagafirði
Málsnúmer 1408084Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 14. ágúst 2014 frá Kaupfélagi Skagfirðinga varðandi raforkumál í Skagafirði. Lagt er til að Sveitarfélagið Skagafjörður hafi forgöngu um boðun fundar hagsmunaaðila um raforkumál í héraðinu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa fund og boða til hans.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa fund og boða til hans.
4.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Málsnúmer 1408075Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn dagsett 14. ágúst 2014, frá stjórn Villa Nova ehf. um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr., 5. gr. laga nr. 4/1995.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk sem nemur 30% af fasteignaskatti ársins 2014 skv. 5. gr. reglna sveitarfélagins um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk sem nemur 30% af fasteignaskatti ársins 2014 skv. 5. gr. reglna sveitarfélagins um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
5.Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki
Málsnúmer 1403170Vakta málsnúmer
Byggðarráð ítrekar bókun sína frá 667. fundi þann 11. júlí 2014:
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar ítrekar mótmæli sín og harmar setningu reglugerðar heilbrigðisráðherra um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Sameiningin er þvert gegn vilja íbúa Skagafjarðar, enda er algjör óvissa um hvaða þjónustu ný stofnun mun veita þeim.
Sveitarfélagið Skagafjörður er í viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um yfirtöku á rekstri Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki með samningi við Sjúkratryggingar Íslands og mikilvægt er að setning reglugerðarinnar hafi ekki áhrif á þær viðræður, sem er ekki lokið.
Byggðarráð brýnir fyrir stjórnvöldum að hlusta á og virða vilja íbúa við setningu laga og reglugerða.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar ítrekar mótmæli sín og harmar setningu reglugerðar heilbrigðisráðherra um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Sameiningin er þvert gegn vilja íbúa Skagafjarðar, enda er algjör óvissa um hvaða þjónustu ný stofnun mun veita þeim.
Sveitarfélagið Skagafjörður er í viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um yfirtöku á rekstri Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki með samningi við Sjúkratryggingar Íslands og mikilvægt er að setning reglugerðarinnar hafi ekki áhrif á þær viðræður, sem er ekki lokið.
Byggðarráð brýnir fyrir stjórnvöldum að hlusta á og virða vilja íbúa við setningu laga og reglugerða.
6.Suðurbraut 27, Prestbakki - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1407130Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 16. júlí 2014, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Valgeirs Þorvaldssonar, kt. 020760-5919, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Prestbakka, Suðurbraut 27, 565 Hofsósi. Gististaður. Flokkur II - gistiheimili.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
7.Suðurbraut 8, Sunnuberg - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1407129Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 16. júlí 2014, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Valgeirs Þorvaldssonar, kt. 020760-5919, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Sunnuberg, Suðurbraut 8, 565 Hofsósi. Gististaður. Flokkur II - gistiheimili.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
8.Tilkynning um framlengt leyfi Melmis efh til málmleitar
Málsnúmer 1408088Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar afrit af bréfi dagsettu 14. ágúst frá Orkustofnun til Melmis ehf. um framlengingu á leyfi Melmis ehf., dagsettu 23. júní 2004, til leitar og rannsókna á málmum, með síðari breytingum.
9.Mat á tilfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga
Málsnúmer 1404214Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar skýrsla KPMG ehf. frá júní 2014; Tilfærsla á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Könnun meðal stjórnenda sveitarfélaga.
10.Landsfundur jafnréttisnefnda 19. september í Reykjavík - Fyrsta tilkynning
Málsnúmer 1407049Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 14. ágúst 2014 frá Jafnréttisstofu til sveitastjórna varðandi skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum nr. 10/2008.
Fundi slitið - kl. 10:02.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórn að Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur undanskilinni, Sigurjón Þórðarson og Halla Ólafsdóttir varamenn í sveitarstjórn og Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri verði fulltrúar sveitarfélagsins á fundinum.