Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

671. fundur 11. september 2014 kl. 09:00 - 10:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Ósk um viðræður vegna Leikborgar

Málsnúmer 1409040Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 3. september 2014 frá Bjarna Haraldssyni, kt. 140330-2139, þar sem hann óskar eftir viðræðum um kaup á fasteigninni Aðalgötu 22b á Sauðárkróki (Leikborg).
Byggðarráð samþykkir að óska eftir upplýsingum frá starfsmanni eignasjóðs um ástand fasteignarinnar og frekari upplýsingum frá bréfritara um áform hans.

2.Lóð 42 á Nöfum, landnúmer 143935 - Umsókn um kaup eða leigu.

Málsnúmer 1409076Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 2. september 2014 frá Guðjóni Magnússyni, kt. 250572-4929, þar sem hann óskar eftir lóð nr. 42 á Nöfum, landnúmer 143935 til kaups eða leigu.
Byggðarráð samþykkir að lóð nr. 42 á Nöfum verði ekki leigð eða seld og synjar því erindinu.

3.Lóð 42 á Nöfum, landnúmer 143935 - Umsókn um lóð.

Málsnúmer 1409042Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 31. ágúst 2014 frá Sigurbirni Pálssyni, kt. 260347-7219 og Jóni Geirmundssyni, kt. 160756-2339, þar sem þeir óska eftir að fá lóð nr. 42 á Nöfum, landnúmer 143935 til leigu.
Byggðarráð samþykkir að lóð nr. 42 á Nöfum verði ekki leigð eða seld og synjar því erindinu.

4.Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki

Málsnúmer 1403170Vakta málsnúmer

Málefni og framtíð Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki rædd.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir að fá fund við fyrsta tækifæri með Jóni Helga Björnssyni, nýjum forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

5.Fundagerðir stjórnar SSNV 2014

Málsnúmer 1401014Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar SSNV frá: 28. apríl 2014, 16. júní, 7. og 15. júlí, tvær frá 23. júlí, 30. júlí og 21. ágúst, lagðar fram til kynningar á 671. fundi byggðarráðs þann 11. september 2014.

6.Rekstrarupplýsingar 2014

Málsnúmer 1405044Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-júlí 2014.

Fundi slitið - kl. 10:15.