Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

704. fundur 30. júlí 2015 kl. 12:00 - 12:57 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson varam.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Undirbúningur mögulegrar álframleiðslu og úrvinnsluiðnaðs við Hafursstaði, A-Hún.

Málsnúmer 1507164Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að gerast aðili að Samkomulagi milli Byggðarsamlags um menningu og atvinnumáli í Austur- Húnavatnssýslu f.h. sveitarfélaganna í Austur- Húnavatnssýslu og Klappa Development ehf. til að undirbúa mögulega álframleiðslu og úrvinnsluiðnað ásamt uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum á iðnaðarsvæðinu við Hafurstaði í sveitarfélaginu Skagabyggð. Verður þetta gert með sérstökum viðauka við fyrrgreint samkomulag og felur byggðarráð formanni þess að undirrita viðaukann fyrir hönd sveitarfélagsins.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
Þar sem ekkert kostnaðarmat liggur fyrir óska ég eftir að taka fram að ég samþykki viðaukann á þeim forsendum að munnlega hefur komið fram við kynningu á viðaukanum við Samkomulagið að áætlaður kostnaður Sveitarfélagsins Skagafjarðar er eingöngu vegna sameiginlegra funda vegna verkefnisins. Mikilvægt er, ef áframhald verður á verkefninu að aðildarsveitarfélög Samkomulagsins geri með sér samning sem taki meðal annars á og skýri áætlaðan kostnað og kostnaðarskiptingu þeirra á milli.

Bjarni Jónsson óskar bókað:
Mikilvægt er að vinna að fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi vestra og veitir orka Blönduvirkjunar margvísleg tækifæri í þeim efnum sem stjórnvöldum ber að skoða að með heimamönnum. Vonandi mun sú vinna sem framundan er skila okkur fram veginn í þeim efnum.
Heimafólk hefur lagt áherslu á þá eðlilegu kröfu að orka Blönduvirkjunar verði nýtt til margvíslegrar atvinnuuppbyggingar á svæðinu. Alþingi samþykkti 15. janúar 2014 þingsályktunartillögu um átak til atvinnusköpunar á svæðinu með nýtingu raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun. Er það í samræmi við markmið um sjálfbæra nýtingu auðlinda að hlutaðeigandi byggðarlög fái notið þeirra eins og kostur er. Tillagan var samþykkt með 38 atkvæðum og mótatkvæðalaust og mælti atvinnuveganefnd með að tillagan yrði samþykkt óbreytt sem og varð. Formaður nefndarinnar skrifaði efstur á það nefndarálit. Síðan hafa iðnaðarráðherra og margir stjórnarliðar keppst um að tala orku Blönduvirkjunar burtu af svæðinu.
VG og óháðir setja alla fyrirvara við þetta mál, ekki síst í ljósi framgöngu margra forsvarsmanna stjórnarmeirihlutans á alþingi í umræðu um öflun raforku til stóriðju, þar sem þeir hafa hafnað því að heimamenn fái notið orku Blönduvirkjunar sem skuli fremur verða nýtt á suðvesturhorninu. Jafnframt er unnið að því af hálfu stjórnvalda að gera nýja langtímasamninga sem treysta þá ráðstöfun í sessi. Þetta fólk hefur svo jafnframt haldið uppi þeim málflutningi að fórna verði Jökulsánum í Skagafirði, ef einhver atvinnuuppbygging á að verða á svæðinu sem krefst umtalsverðrar raforku. VG og óháðir hafna þeirri orðræðu og það hafa heimamenn sem vinna að verkefninu einnig gert og lagt áherslu á réttmæta kröfu um nýtingu Blönduvirkjunar til atvinnuuppbyggingar á Norðurlandi vestra.

Fundi slitið - kl. 12:57.