Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

754. fundur 28. ágúst 2016 kl. 15:00 - 16:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sameiginlegur fundur með fræðslunefnd.

1.Húsnæðismál leikskólans á Hofsós,

Málsnúmer 1608197Vakta málsnúmer

Komið hefur í ljós að myglusveppur og raki hafa myndast undir þaki leikskólans Barnaborgar á Hofsósi. Óværan er í þeim mæli að ekki er talið forsvaranlegt að starfrækja leikskólann þar á meðan málið er skoðað nánar og vandinn leystur með öruggum hætti.
Byggðarráð og fræðslunefnd samþykkja að engin starfsemi verði í húsnæðinu þar til vandinn hefur verið leystur. Foreldrum verði boðið að nýta sér leikskólapláss á Hólum. Jafnframt verði leitað að hentugu bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskólann á Hofsósi.

Fundi slitið - kl. 16:15.