Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
BYGGÐARRÁÐ
FUNDUR NR.1– 12.06.98
Ár 1998, föstudaginn 12. júní, kom nýkjörið byggðarráð sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði saman til fundar í Stjórnsýsluhúsi kl. 09.oo.
Mættir voru undirritaðir.
Dagskrá:
1. Kosningar;
a) Formaður.
b) Varaformaður.
2. Samþykktir fyrir sveitarfélagið.
3. Byggingamál leikskóla á Hólum og í Varmahlíð, svo og bygging
grunnskóla á Sauðárkróki - tilhögun stjórnar á verki.
4. Erindi frá Sigurbjörgu Bjarnadóttur.
5. Erindi frá Agli Erni Arnarsyni.
6. Bréf frá Sniglunum.
7. Ályktanir frá Félagi ísl. leikskólakennara.
8. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 15. maí.
9. Bréf frá Launanefnd sv.félaga og Samfloti.
10. Bréf frá Þjóðhátíðarsjóði dags. 4. júní.
11. Bréf frá Samb.ísl.sveitarfélaga dags. 5. júní.
12. Bréf frá Jafnréttisráðgjafa Norðurl.vestra dags. 10.júní.
13. Bréf frá Vegagerð ríkisins dags. 3. júní.
14. Þrjú bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki.
15. Málefni Loðskinns h.f.
16. Launaútreikningur vinnuskólans á Hofsósi.
Afgreiðslur:
1. Snorri Björn Sigurðsson lýsti eftir tilnefningu formanns Byggðarráðs. Fram kom tillaga um Herdísi Sæmundardóttur. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Herdís því rétt kjörin.
Tók Herdís þá við fundarstjórn og lýsti eftir tilnefningu varaformanns Byggðaráðs. Fram kom tillaga um Pál Kolbeinsson. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Páll því rétt kjörinn.
2. Rætt var um þau drög að Samþykktum fyrir nýtt sveitarfélag sem fyrir liggja. Samþykkt var að drögin verði tekin til umræðu aftur í Byggðarráði n.k. mánudag og síðan lögð fyrir Sveitarstjórn til fyrri umræðu á þriðjudag.
3. Snorri Björn skýrði frá stöðu mála varðandi byggingu leikskóla á Hólum. Rætt var um tilhögun áframhalds þeirrar framkvæmdar svo og framkvæmdar við byggingu leikskóla í Varmahlíð. Samþykkt var að þær nefndir sem hafa haft umsjón með þessum framkvæmdum gerið það áfram þar til framkvæmdum er lokið. Þá var einnig rætt um framkvæmdir við byggingu grunnskólans á Sauðárkróki og var samþykkt að bygginganefnd grunnskóla haldi áfram störfum þar til annað verður ákveðið.
4. Lagt fram erindi frá Sigurbjörgu Bjarnadóttur, Bjarnargili, varðandi ferðaþjónustu í Fljótum og leigu á húsnæði að Lambanesreykjum. Byggðarráð frestar afgreiðslu erindisins og felur sveitarstjóra og formanni Byggðarráðs að kynna sér málið nánar.
5. Lagt fram bréf frá Agli Erni Arnarsyni varðandi endurnýjun upplýsinga- og þjónustuskilta við Sauðárkrók svo og enduruppbyggingu slíks skiltis við Varmahlíð. Byggðarráð frestar afgreiðslu erindisins og felur sveitarstjóra að vinna að málinu.
6. Lagt fram bréf frá Sniglunum þar sem sótt er um leyfi til að halda Enduro-aksturskeppni í landi Helgustaða í Fljótum þann 3. júní n.k. Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að veita umbeðið leyfi.
7. Lagðar fram ályktanir 10. fulltrúaráðsþings Félags ísl. leikskólakennara sem haldið var 15. og 16. maí s.l.
8. Lögð fram fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 15. maí s.l. varðandi kröfur kennara um sérsamninga heima í héraði. Jafnframt var tekið til umræðu bréf kennara við Barna- og Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki varðandi launamál. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um launamál kennara og jafnframt að kanna aðstæður og kjör kennara í héraðinu.
9. Lagt fram bréf frá Launanefnd sv.félaga og Samfloti til allra aðildarsveitarfélaga varðandi námskeið fyrir starfsmenn í bæjarstarfsmannafélögum.
10. Lagt fram bréf frá Þjóðhátíðarsjóði þar sem tilkynnt er að stjórn sjóðsins hafi ekki séð sér fært að verða við beiðni Sauðárkróksbæjar um styrk úr sjóðnum, en sótt hafði verið um styrk vegna endurbyggingar Gamla Barnaskólans.
11. Lagt fram bréf frá Samb.ísl. sveitarfélaga varðandi Norrænu sveitarstjórnarráðstefnuna en hún verður haldin í Álasundi 23. - 25. ágúst n.k.
12. Lagt fram bréf frá Bjarnheiði Jóhannsdóttur jafnréttisráðgjafa fyrir Norðurland vestra. Þar kemur m.a. fram að Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verður haldinn á Sauðárkróki 28. - 29. ágúst n.k. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hafa samband við Bjarnheiði og óska eftir því að hún aðstoði við skipulagningu og undirbúning vegna fundarins.
13. Lagt fram bréf frá Vegagerð ríkisins varðandi endurbyggingu Þverárfjallsvegar og Skagavegar frá Skagastrandarvegi til Sauðárkróks.
14. Lögð fram þrjú bréf frá Sýslumanningum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um;
1. Umsókn Péturs H. Stefánssonar f.h. Kaupfélags Skagfirðinga um endurnýjun
leyfis fyrir veitingastað til áfengisveitinga í Varmahlíð.
2. Umsókn Sigurðar H. Friðrikssonar um endurnýjun á leyfi fyrir veitingastað til
áfengisveitinga að Bakkaflöt.
3. Umsókn Jóns Snæbjörnssonar um endurnýjun á leyfi fyrir veitingastað til
áfengisveitinga að Lónkoti (Sölvabar).
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að umbeðin leyfi verði veitt.
15. Á fundinn komu Finnur Árnason framkv.stjóri Loðskinns h.f. og Bjarni Ragnar Brynjólfsson fulltrúi Sauðárkróks í stjórn Loðskinns h.f. Skýrðu þeir Byggðarráðsmönnum frá stöðu fyrirtækisins.
16. Borist hefur ósk um það frá Hofsósi að Sauðárkrókur taki að sér launaútreikning vegna vinnuskóla á Hofsósi. Samþykkt að verða við því og jafnframt að fela sveitarstjóra að kanna með vinnuskóla annarsstaðar í héraðinu.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Elsa Jónsdóttir, ritari.
Snorri Björn Sigurðsson.
Herdís Á. Sæmundardóttir
Elinborg Hilmarsdóttir
Ingibjörg Hafstað
Gísli Gunnarsson
Páll Kolbeinsson