Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
BYGGÐARRÁÐ
FUNDUR NR.2– 15.06.98
Ár 1998, mánudaginn 15. júní, kom byggðarráð saman til fundar í Stjórnsýsluhúsi kl. 13.oo.
Mættir voru undirritaðir.
Dagskrá:
- Samþykktir um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði.
- Tillaga.
- Tillaga.
Afgreiðslur:
- Farið yfir drög að samþykktum um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði og þær tillögur að breytingum sem gerðar hafa verið. Byggðarráð samþykkir að leggja drögin eins og þau nú eru fyrir sveitarstjórn til fyrri umræðu.
2. Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn feli Byggðarráði afgreiðslu brýnna mála þar til fastanefndir
hafa verið kosnar.
3. Byggðarráð leggur til að kjörnir endurskoðendur þeirra sveitarfélaga sem sameinuðust 6. júní s.l.
annist endurskoðun ársreikninga sveitarfélaganna fyrir árið 1997.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Elsa Jónsdóttir, ritari.
Herdís Á. Sæmundardóttir
Snorri Björn Sigurðsson.
Elinborg Hilmarsdóttir
Ingibjörg Hafstað
Gísli Gunnarsson
Páll Kolbeinsson