Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
BYGGÐARRÁÐ
FUNDUR NR.4– 22.06.98
Ár 1998, mánudaginn 22. júní, kom byggðarráð saman til fundar í Stjórnsýsluhúsi kl. 10.oo.
Mættir voru; Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Ásdís Guðmundsdóttir og Páll Kolbeinsson, auk sveitarstjóra Snorri Björns Sigurðssonar.
Dagskrá:
- Fjármál
- Samþykktir um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags.
- Viðræður við fulltrúa Bygginganefndar Grunnskóla á Sauðárkróki.
- Málefni Loðskinns h.f.
Afgreiðslur:
- Rætt var um fjármál sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að leita eftir lántöku að upphæð 150 millj.kr. vegna sveitarsjóðs.
- Farið yfir og rætt um samþykktir um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags.
- Á fundinn komu fulltrúar bygginganefndar Grunnskóla á Sauðárkróki, þeir Reynir Kárason og Hallgrímur Ingólfsson. Kynntu þeir fyrir byggðarráðsmönnum teikningar að viðbyggingu við Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki. Ljóst er að frestun verður á þeim framkvæmdum frá því sem upphaflega var ákveðið.
- Á fundinn kom Bjarni Ragnar Brynjólfsson stjórnarmaður í Loðskinni h.f. Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri og Bjarni Ragnar kynntu byggðarráðsmönnum stöðu mála hjá fyrirtækinu.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Elsa Jónsdóttir, ritari.
Herdís Á. Sæmundardóttir
Snorri Björn Sigurðsson
Elinborg Hilmarsdóttir
Ingibjörg Hafstað
Ásdís Guðmundsdóttir
Páll Kolbeinsson