Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
BYGGÐARRÁÐ
FUNDUR NR.5– 23.06.98
Ár 1998, þriðjudaginn 23. júní, kom byggðarráð saman til fundar í Stjórnsýsluhúsi kl. 10.oo.
Mættir voru; Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Ásdís Guðmundsdóttir og Páll Kolbeinsson, auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.
Dagskrá:
- Samþykktir um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags.
- Erindi til Bygginganefndar.
- Erindi frá Sigurbjörgu Bjarnadóttur - frestað 12. júní.
- Starfslokasamningur við skólastjóra.
- Ráðningarsamningur.
- Bréf frá Sigurði Þorsteinssyni á Skúfsstöðum.
- Máefni Minjahússins á Sauðárkróki.
- Bréf frá Umhverfisráðuneyti.
- Bréf frá Ó.G.Gámaþjónustu, sorphirðu.
- Sorphirða í héraðinu.
- Bréf frá Magnúsi Daníelssyni.
Afgreiðslur:
- Farið yfir Samþykktir um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags. Byggðarráð samþykkir að vísa Samþykktum um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags eins og þær liggja nú fyrir, til Sveitarstjórnar til síðari umræðu.
- Erindi til Bygginganefndar;
a) Umsókn um leyfi til að byggja bílgeymslu úr steinsteypu á lóðinni nr. 7 við Hólaveg samkv. teikn. Mikaels Jóhannessonar dags. í maí 1997 - Sigurður Björnsson.
Samþykkt.
b) Umsókn um leyfi til að byggja bílgeymslu úr steinsteypu á lóðinni nr. 9 við Hólaveg samkv.
teikn. Mikaels Jóhannessonar dags. í maí 1998 - Guðmann Tobíasson.
Samþykkt.
c) Umsókn um leyfi til að útbúa sýningarglugga til bráðabirgða að Borgarteigi 9b, með því að
setja gler í hurðargat - Baldur Heiðdal.
Samþykkt.
3. Byggðarráð samþykkir að Ferðaþjónustan á Bjarnargili fái leigt hús B á Lambanesreykjum frá 1. júní - 30. september 1998. Leigugjald skal vega 20% af leigutekjum. Þá samþykkir Byggðarráð að greiða Ferðaþjónustunni á Bjarnargili kr. 25.000.- vegna notkunar á húsbúnaði í húsi A. Ferðaþjónustan á Bjarnargili tekur að sér að hafa umsjón með húsunum frá 1. júlí - 30. september 1998.
4. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera tillögu að starfslokasamkomulagi við fyrrverandi skólastjóra Barna- og Gagnfræðaskóla Sauðárkróks og leggja fyrir Byggðarráð.
5. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá ráðningarsamningi við skólastjóra Grunnskóla Sauðárkróks.
6. Lagt fram bréf frá Sigurði Þosteinssyni á Skúfsstöðum, varðandi vegarlögn á lögbýli hans. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til væntanlegrar Umhverfis- og tækninefndar.
7. Byggðarráð samþykkir að greiða Kristjáni Runólfssyni styrk að upphæð kr. 300 þúsund til að hægt sé að hafa Minjahúsið á Sauðárkróki opið eins og auglýst hefur verið.
8. Lagt fram bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 15. júní 1998, varðandi lög um hollustuhætti og mengunarvarnir.
9. Lagt fram bréf frá Ó.K.Gámaþjónustu, sorphirðu, þar sem óskað er eftir framlengingu á samkomulagi varðandi urðun á sorpi frá Siglufirði. Byggðarráð samþykkir að framlengja samkomulagið um eitt ár, eða til júlí 1999.
10. Byggðarráð samþykkir að vísa því til væntanlegrar Umhverfis- og tækninefndar að skoða sem fyrst skipulag sorphirðu í héraðinu þ.m.t. svokallað landbúnaðarplast og gjaldskrár fyrir sorphirðu.
11. Lagt fram bréf frá Magnúsi Daníelssyni varðandi öryggisþjónustu á Sauðárkróki.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Elsa Jónsdóttir, ritari.
Snorri Björn Sigurðsson
Herdís Á. Sæmundardóttir
Elinborg Hilmarsdóttir
Ingibjörg Hafstað
Ásdís Guðmundsdóttir
Páll Kolbeinsson