Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 6 – 03.07.98
Ár 1998, föstudaginn 3. júlí, kom Byggðarráð saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu kl. 10,00. Mættir voru: Páll Kolbeinsson, Elínborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Gísli Gunnarsson og Stefán Guðmundsson auk sveitarstjóra, Snorra Björns Sigurðssonar.
Dagskrá:
- Bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga.
- Bréf frá Landsbanka Íslands.
- Bréf frá SSNV.
- Bréf frá Sjóvá Almennum.
- Bréf frá Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki.
- Útskr. úr fundarg. Launan. sveitarfélaga.
- Bréf frá Blindrafélaginu.
- Bréf frá Highland Games á Íslandi.
- Málefni Loðskinns hf.
- Bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar.
Afgreiðslur:
1. Lagt fram bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga, þar sem fulltrúum í nýkjörinni sveitarstjórn er boðið í kynningarheimsókn til Kaupfélagsins.
Byggðarráð þakkar gott boð og felur sveitarstjóra að finna heppilegan tíma í samráði við kaupfél.stjóra.
2. Lagt fram bréf frá Landsbanka Íslands, dags. 25.6.98. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með fulltrúum Landsbankans þann 12. júní s.l. um bankaviðskipti og fjármögnun nýs sveitarfélags í Skagafirði, en efni framlagðs bréfs fjallar um það efni.
Byggðarráð frestar að taka afstöðu til málsins að svo stöddu.
3. Lagt fram bréf frá SSNV, þar sem tilkynnt er ákvörðun stjórnar um að halda 6. ársþing SSNV 21. og 22. ágúst á Siglufirði.
4. Lagt fram bréf frá Sjóvá / Almennum varðandi tryggingamál.
5. Lagt fram bréf frá Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki varðandi tilboð í byggingu endurhæfingarhúss við Heilbrigðisstofnunina. Fram kemur að tilboð í verkið er u.þ.b. 7% hærra en sú kostnaðaráætlun, sem fjármögnun verksins byggir á. Það kostnaðarbil, sem brúa þarf frá fjárhæð í samningi og endanlegu tilboði, er um 7 millj. kr. Óskað er eftir því að Sveitarstjórn Skagafjarðar ábyrgist þann mismun.
Byggðarráð samþykkir að verða við þeirri ósk.
6. Lögð fram útskrift úr fundargerð stjórnar Launanefndar sveitarfélaga frá 16. júní sl.
7. Lagt fram bréf frá Blindrafélaginu varðandi endurnýjun og breytingar á þeim skiltum, sem félagið setti upp 1996. Óska þeir eftir samstarfi við Sveitarstjórn Skagafjarðar um verkefnið. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið.
8. Lagt fram bréf frá Highland Games á Íslandi, þar sem fram kemur að ætlunin er að Hálandaleikarnir og Bylgjulestin verði á Sauðárkróki 25. júlí n.k. Sveitarstjóra falið að afgreiða málið.
9. Rætt um málefni Loðskinns hf.
10. Lagt fram bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar þar sem óskað er eftir heimild til að halda Rallí á Þverárfjalli og í Skagafirði þann 11. júlí n.k. Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að veita umbeðið leyfi.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Páll Kolbeinsson Elsa Jónsdóttir, ritari
Elínborg Hilmarsdóttir
Ingibjörg Hafstað
Gísli Gunnarsson
Stefán Guðmundsson.