Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð
Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 9 – 16.07.98
Ár 1998, fimmtudaginn 16 júlí, kom Byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1130 .
Mætt voru; Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað og Árni Egilsson. Auk þeirra sat fundinn Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. Ársreikningar Sauðárkróksbæjar og stofnana hans árið 1997 – síðari umræða
2. Bréf frá SÍS varðandi landsþing
3. Bréf frá ÁTVR
4. Bréf frá Magnúsi K. Daníelssyni
5. Fundargerðir byggingarnefnda leikskólanna á Hólum og í Varmahlíð
6. Rekstur pylsuvagns í Varmahlíð
7. Sjávarleður
Afgreiðslur:
1. Lagðir fram ársreikningar Sauðárkróksbæjar og stofnana hans fyrir árið 1997. Hafa reikningarnir verið áritaðir af skoðunarmönnum án athugasemda.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningunum til síðari umræðu í sveitarstjórn.
2. Lagt fram bréf frá SÍS, dags. 9. júlí, þar sem boðað er til landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri 26.-28. ágúst.
3. Lagt fram bréf frá ÁTVR, dags. 6. júlí sl., þar sem sótt er um leyfi til rekstrar vínbúðar að Smáragrund 2, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að veita umbeðið leyfi.
4. Lagt fram bréf frá Magnúsi K. Daníelssyni, dags. 8. júlí sl., þar sem hann gerir grein fyrir öryggisþjónustu sem hann rekur. Býður hann fram þjónustu.
Byggðarráð tekur ekki afstöðu til málsins að svo stöddu .
5. Lagðar fram fundargerðir byggingarnefndar leikskóla á Hólum sem eru dagsettar 6. og 13. júlí. Einnig lögð fram fundargerð byggingarnefndar leikskólans í Varmahlíð dagsett 2. júlí.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við fundargerðirnar en óskar að lagðar verði fram kostnaðaráætlanir og framkvæmdaáætlanir.
6. Tekinn fyrir þriðji liður í fundargerð byggðarráðs frá 8. júlí sl., umsókn Heiðars Björnssonar um leyfi til að vera með sölu úr pylsuvagni í Varmahlíð, en því máli var frestað.
Lagt fram bréf frá Fosshótel Áningu, dags. 15. júlí sl., þar sem fram kemur að ekki er mælt gegn staðsetningu vagnsins á lóð sumarhótelsins í Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir að heimila rekstur pylsuvagnsins til reynslu til 1. september nk. og verði staðsetning á lóð sumarhótels Áningar. Rekstraraðili skal sjá um að þrífa rusl sem hlýst af starfseminni.
7. Byggðarráð felur sveitarstjóra að leita eftir kaupum á hlutafé Loðskinns hf. í Sjávarleðri ehf.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Snorri Björn Sigurðsson
Árni Egilsson
Elínborg Hilmarsdóttir
Ingibjörg Hafstað
Herdís Á. Sæmundard.