Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

10. fundur 23. júlí 1998 kl. 10:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Byggðarráð 

Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur 10 – 23.07.98

 

            Ár 1998, fimmtudaginn 23. júlí, kom Byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 10,00. Mætt voru: Herdís Sæmundardóttir, Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Snorri Styrkársson og Páll Kolbeinsson auk sveitarstjóra, Snorra Björns Sigurðssonar.

 

Dagskrá:

  1. Umsókn um leyfi til áfengisveitinga. Hótel Varmahlíð – Ásbjörg Jóhannsdóttir.
  2. Umsókn um leyfi til áfengisveitinga. Sigurður H. Friðriksson.
  3. Umsókn um leyfi til áfengisveitinga. K.S., Varmahlíð – Pétur H. Stefánsson.
  4. Umsókn um leyfi til áfengisveitinga. Hótel Mælifell – Guðmundur Tómasson.
  5. Bréf frá SÍS v. lífeyrissjóðs.
  6. Endurskoðun.
  7. Bókun frá Snorra Styrkárssyni.
  8. Bókun frá Herdísi Sæmundardóttur.

 

Afgreiðslur:

 

1. Lögð fram umsókn um leyfi til áfengisveitinga, dags. 23. júní sl. v. Hótel Varmahlíð, Ásbjörg Jóhannsdóttir. Um er að ræða endurnýjun á eldra leyfi.            

Fyrir liggur umsögn sýslumanns og umhverfis- og tækninefndar. Umsögn hefur ekki borist frá heilbrigðisnefnd.

Þar eð umsögn hefur ekki borist frá heilbrigðisnefnd leggur byggðarráð til að veitt verði bráðabirgðaleyfi í einn mánuð, til 1. september.


2. Lögð fram umsókn um leyfi til áfengisveitinga, dags. 3. júní sl., frá Sigurði H. Friðrikssyni. Um er að ræða endurnýjun á eldra leyfi.

Fyrir liggur umsögn sýslumanns og umhverfis- og tækninefndar. Umsögn hefur ekki borist frá heilbrigðisnefnd.

Þar eð umsögn hefur ekki borist frá heilbrigðisnefnd leggur byggðarráð til að veitt verði bráðabirgðaleyfi í einn mánuð, til 1. september.


3. Lögð fram umsókn um leyfi til áfengisveitinga, ódags., frá Kaupfélagi Skagfirðinga, Varmahlíð, Pétur H. Stefánsson. Um er að ræða endurnýjun á eldra leyfi.

Fyrir liggur umsögn sýslumanns og umhverfis- og tækninefndar. Umsögn hefur ekki borist frá heilbrigðisnefnd.

Þar eð umsögn hefur ekki borist frá heilbrigðisnefnd leggur byggðarráð til að veitt verði bráðabirgðaleyfi í einn mánuð, til 1. september.

 

4. Lögð fram umsókn um leyfi til áfengisveitinga, dags. 1. júní sl., frá Hótel Mælifelli, Guðmundi Tómassyni. Um er að ræða endurnýjun á eldra leyfi.

Fyrir liggur umsögn sýslumanns og umhverfis- og tækninefndar. Umsögn hefur ekki borist frá heilbrigðisnefnd. 

Þar eð umsögn hefur ekki borist frá heilbrigðisnefnd og vegna athugasemdar frá sýslumanni leggur byggðarráð til að veitt verði bráðabirgðaleyfi í einn mánuð, til 1. september.

 

5. Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. júlí sl., varðandi stofnun lífeyrissjóðs. Þá er og meðfylgjandi stofnsamningur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga.

Byggðarráð leggur til að Sameinað sveitarfélag í Skagafirði verði aðili að lífeyrisjóðnum í stað Sauðárkrókskaupstaðar.

 
6. Rætt um endurskoðun hjá sveitarfélaginu og fyrirkomulag þeirra mála í framtíðinni.

 
7. Snorri Styrkársson lagði fram eftirfarandi bókun:

“Undirritaður harmar það tómlæti, sem meirihluti sveitarstjórnarfulltrúa, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, sýna málefnum sveitarfélagsins og hlutverki sveitarstjóra með því að ganga ekki frá ráðningu sveitarstjóra eins og meirihlutinn hefur áður lýst yfir. Sérstaklega er þetta ámælisvert gagnvart þeim einstaklingi, sem í hlut á, því hann á að starfa á grundvelli 66. gr. samþ. sveitarstjórnar og 55. gr. laga nr. 45/1998. Fulltrúum í sveitarstjórn hefur nú verið bent á þennan annmarka oftar en einu sinni á umliðnum mánuðum. Um ástæður eða afleiðingu þessarar tregðu á ráðningu sveitarstjóra verður ekki fjölyrt hér.”

8. Herdís Sæmundardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

“Vegna bókunar Snorri Styrkársson vill undirrituð taka fram að ekki er um að kenna tómlæti meirihluta sveitarstjórnar gagnvart málefnum sveitarstjórnar og hlutverki sveitarstjóra, heldur er ástæðan sú að á svo skömmum tíma, sem liðinn er síðan ný sveitarstjórn tók til starfa, hefur ekki verið unnt að hnýta alla lausa enda. Mörg brýn og erfið mál, s.s. atvinnumál, hafa haft algeran forgang í vinnu sveitarstjórnarfulltrúa. Það skal þó tekið fram að þessa dagana er verið að ganga frá ráðningarsamningi v. sveitarstjóra sem og tillögum að þóknun f. vinnu í þágu sveitarfélagsins.”

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Snorri Björn Sigurðsson

Herdís Á. Sæmundard.

Gísli Gunnarsson

Elinborg Hilmarsdóttir

Snorri Styrkársson

Páll Kolbeinsson