Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð
Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 13 – 06.08.98
Ár 1998, fimmtudaginn 6. ágúst, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000 .
Mætt voru: Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Páll Kolbeinsson og Árni Egilsson auk sveitarstjóra, Snorra Björns Sigurðssonar.
Dagskrá:
- Fundargerð skólanefndar frá 31. júlí sl.
- Kjaramál kennara.
- Tilboð í jarðvegsskipti í Gilstúni.
- Nefndalaun.
- Ráðning sveitarstjóra.
- Aðalfundur Mjölverksmiðjunnar hf.
- Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
- Fundargerð bygginganefndar leikskólans í Varmahlíð.
- Landamerkjabréf v. Héraðsdals og Héraðsdals II.
- Afsal v. Steinhóls í Flókadal.
Afgreiðslur:
1. Lögð fram fundargerð skólanefndar frá 31. júlí sl. Gerði formaður grein fyrir fyrsta lið fundargerðarinnar, sem fjallar um umsókn um starf skólastjóra Grunnskóla Hofsóss og afgreiðslu málsins.
Þá gerði formaður grein fyrir fjórða lið fundargerðarinnar, þar sem skólanefnd leggur til að veitt verði heimild til að ráða skólaritara í 100% starf við Grunnskóla Sauðárkróks frá og með næsta skólaári.
Byggðarráð leggur til að umbeðin fjárveiting verði veitt.
Loks gerði formaður grein fyrir fimmta lið fundargerðarinnar, þar sem skólanefnd leggur til að Grunnskólanum á Sauðárkróki verði veitt aukafjárveiting vegna sameiningar skólanna á Sauðárkróki.
Byggðarráð leggur til að umbeðin fjárveiting verði veitt. Samtals er um að ræða kr. 2.500.000 vegna beggja liðanna.
2. Byggðarráð felur formanni að boða fulltrúa kennara í skólum í Skagafirði til viðræðna um kjaramál.
3. Miðvikudaginn 29. júlí sl., kl. 10,00, voru opnuð tilboð í jarðvegsskipti og lagnir í Gilstúni.
Tvö tilboð bárust:
Frá Króksverki hf kr. 7.658.280
Frá Firði sf - 7.621.900
Byggðarráð samþykkir að lægra tilboðinu verði tekið og að verkið verði hafið nú þegar.
4. Lagðar fram tillögur að reglum um laun sveitarstjórnarfulltrúa og þeirra, sem starfa í nefndum.
Frestað til næsta fundar.
5. Byggðarráð felur formanni byggðarráðs og forseta sveitarstjórnar að gera ráðningarsamning við Snorra Björn Sigurðsson um starf sveitarstjóra.
6. Lagt fram fundarboð v. aðalfundar Mjölverksmiðjunnar hf, sem haldinn verður þriðjudaginn 18. ágúst n.k. kl. 16,00 á Hvammstanga.
7. Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dags. 27. júlí sl., þar sem fjallað er um álagningu fasteignaskatta á gististaði.
8. Lögð fram fundargerð byggingarnefndar leikskólans í Varmahlíð, dags. 26. júlí sl.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við fundargerðina.
9. Lagt fram landamerkjabréf fyrir skipti á óskiptu landi og óskiptum byggingum jarðanna Héraðsdals og Héraðsdals II í Dalsplássi. Er bréfið dags. 28. júlí sl.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir.
10. Lagt fram afsal v. Steinhóls í Flókadal, dags. 28. júlí sl. Afsalsgjafi er Gréta Jóhannsdóttir og afsalshafar Sverrir Júlíusson, Svala Guðbjörg Lúðvíksdóttir, Benedikt O. Benediktsson og Ragnheiður Inga Arnardóttir.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Herdís Á. Sæmundard. Snorri Björn Sigurðsson
Elinborg Hilmarsdóttir
Ingibjörg Hafstað
Árni Egilsson
Páll Kolbeinsson