Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð
Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 17 – 10.09.98
Ár 1998, fimmtudaginn 10. september, kom Byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1500.
Mættir voru; Herdís Sæmundardóttir, Gísli Gunnarsson, Ingibjörg Hafstað, Páll Kolbeinsson og Elinborg Hilmarsdóttir, auk sveitarstjóra Snorra B. Sigurðssonar.
Dagskrá:
- Bréf frá Fjárlaganefnd.
- Bréf frá Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000.
- Bréf frá Agli Þórarinssyni.
- Viðræður við skipulagsstjóra FSNV.
- Viðræður við Friðrik Jónsson v/Sjávarleðurs.
- Bréf frá Skagafjarðarprófastsdæmi.
- Málefni Loðskinns hf.
- Landamerkjabréf.
- Bréf frá undirbúningsnefnd að stofnun Íbúðalánasjóðs.
- Erindi til Launanefndar sv.félaga.
- Fundur með Efnahags- og viðsk.nefnd Alþingis.
Afgreiðslur:
1. Lagt fram bréf frá Fjárlaganefnd Alþingis, þar sem fram kemur að sveitarstjórnarmönnum gefst kostur á að hitta nefndina 21.- 24. sept. n.k. Sveitarstjóri hefur pantað viðtal 24. sept. kl. 830.
Byggðarráð samþykkir að oddvitar framboðslista í sveitarstjórn, auk sveitarstjóra, fari á fund nefndarinnar.
2. Lagt fram bréf frá Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000, varðandi samvinnu M2000 við sveitarfélög.
Byggðarráð vísar bréfinu til Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
3. Lagt fram bréf frá Agli Þórarinssyni, varðandi kaup hans á jörðinni Narfastöðum af Viðvíkurhreppi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða við viðkomandi aðila um málið.
4. Á fundinn kom Anna Kristín Gunnarsdóttir, skipulagsstjóri Farskóla Norðurlands vestra. Skýrði hún Byggðarráðsmönnum frá stöðu og horfum í málefnum skólans. Þá lagði hún fram beiðni um fjárframlag frá sveitarfélaginu til reksturs skólans.
5. Á fundinn kom Friðrik Jónsson til viðræðna við Byggðarráð um málefni Sjávarleðurs, en fyrirtækið hafði óskað eftir ábyrgð sveitarfélagsins v/yfirdráttarheimildar í Búnaðarbanka Íslands samanber 3. lið fundargerðar Byggðarráðs frá 3. sept. sl.
Afgreiðslu frestað.
6. Lagt fram bréf frá Skagafjarðarprófastsdæmi varðandi hátíðahöld árið 2000, þegar þess verður minnst að þúsund ár verða liðin frá kristnitöku á Íslandi.
Byggðarráð vísar bréfinu til Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
7. Lagðir voru fram pappírar varðandi fjárhagslega endurskipulagningu Loðskinns ehf. Sveitarstjóri fór yfir framlagða pappíra og skýrði nánar.
Byggðarráð samþykkir að ganga til fjárhagslegrar endurskipulagningar Loðskinns hf á grundvelli fyrirliggjandi gagna og felur sveitarstjóra að leita eftir lántöku í því skyni og þá jafnframt vegna kaupa á Sjávarleðri.
8. Lagt fram landamerkjabréf v/jarðarinnar Ásgarðs í Viðvíkursveit í Skagafirði.
9. Lagt fram bréf frá undirbúningsnefnd að stofnun Íbúðalánasjóðs, dags. 28.08.98.
10. Byggðarráð samþykkir að óska eftir því við Launanefnd sveitarfélaga að nefndin annist f.h. Sameinaðs sv.félags í Skagafirði kjarasamningagerð við stéttarfélag þroskaþjálfa.
11. Kl. 1645 fór Byggðarráð niður á Sæm.götu 7, “Strönd”, þar sem Sveitarstjórn átti fund með Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.
Fleira ekki gert. Fundi slitið.
Herdís Á. Sæmundard. Elsa Jónsdóttir, ritari
Gísli Gunnarsson Snorri Björn Sigurðsson
Elinborg Hilmarsdóttir
Ingibjörg Hafstað
Páll Kolbeinsson