Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð
Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 18 – 18.09.98
Ár 1998, föstudaginn 18. september, kom Byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1115.
Mætt voru; Herdís Sæmundardóttir, Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað og Páll Kolbeinsson, auk sveitarstjóra Snorra B. Sigurðssonar.
Dagskrá:
- Fjárlagabeiðnir.
- Erindi vísað til Byggðarráðs frá Félagsmálanefnd og Skólanefnd.
- Fjármál.
- Bréf frá Byggðastofnun.
- Aðalfundur Loðskinns hf.
- Bréf frá Mjölverksmiðjunni hf.
- Erindi frá Ræðuklúbbi Sauðárkróks.
Afgreiðslur:
1. Lagðar voru fram fjárveitingabeiðnir vegna fjárlaga 1999.
Byggðarráð samþ. að leggja framlagðar beiðnir fyrir sveitarstjórn.
- Nú vék Páll Kolbeinsson af fundinum.
2. Tekið fyrir erindi sem vísað var til Byggðarráðs frá Sveitarstjórn og Félagsmálanefnd varðandi ráðningu ritara í 40% starf. - Afgreiðslu frestað.
Einnig tekið fyrir erindi sem vísað var til Byggðarráðs frá Sveitarstjórn og Skólanefnd varðandi ráðningu tómstundafulltrúa í 25% starf við Grunnskólann á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir erindið.
3. Rætt var um fjármál sveitarfélagsins og hugsanlegar lántökur.
4. Lagt fram bréf frá Byggðastofnun, þar sem fram kemur að stofnunin hefur samþykkt að selja Máka hf eignir þrotabús Miklalax hf.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki hugsanlegan forkaupsrétt sveitarfélagsins vegna umræddra eigna.
5. Lagt fram fundarboð á aðalfund Loðskinns hf og jafnframt á aðalfund Sútunar ehf, en þeir verða haldnir 30. september n.k.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórnarfulltrúar fari hlutfallslega með atkvæði sveitarfélagsins á þessum fundum.
6. Lagt fram bréf frá Mjölverksmiðjunni hf varðandi ákvörðun aðalfundar fyrirtækisins 1998 um heimild til stjórnar um aukningu hlutafjár.
Byggðarráð tekur ekki afstöðu til málsins að svo stöddu.
7. Kynnt erindi frá Ræðuklúbbi Sauðárkróks varðandi skýrslu Framtíðarnefndar.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Herdís Á. Sæmundard. Elsa Jónsdóttir, ritari
Gísli Gunnarsson Snorri Björn Sigurðsson
Elinborg Hilmarsdóttir
Ingibjörg Hafstað
Páll Kolbeinsson