Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

21. fundur 15. október 1998 kl. 10:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð 

Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur  21 – 15.10.98

 

            Ár 1998, fimmtudaginn 15. október, kom Byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 10,00.

            Mætt voru: Herdís Sæmundardóttir, Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað og Páll Kolbeinsson.

 

Dagskrá:

  1. Ársreikningar Skefilsstaða-, Fljóta- og Viðvíkurhr. árið 1997 – síðari umræða. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti um þetta efni.
  2. Fundur með þingmönnum kjördæmisins.
  3. Erindi Egils Arnar Arnarsonar – frestað á síðasta fundi.
  4. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti.
  5. Umsókn um tækifærisvínveitingaleyfi.
  6. Bréf frá Heilbrigðisráðuneytinu.
  7. Bréf frá Verkal.félaginu Fram.
  8. Bréf frá Starfsmannafélagi Sauðárkróks – 2 bréf.
  9. Bréf frá SSNV.
  10. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
  11. Bréf frá Ágúst Jónssyni.
  12. Bréf frá stjórn Skarðsárnefndar.

 

Afgreiðslur:

1. Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneyti varðandi undirskrift ársreikninga Skefils­staða-, Fljóta- og Viðvíkurhreppa, en fyrrverandi sveitarstjórnir höfðu undirritað þessa ársreikninga en þær undirskriftir ekki gildar.

Byggðarráð vísar ársreikningum Skefilsstaða-, Fljóta- og Viðvíkurhreppa til sveitar­stjórnar til síðari umræðu og undirritunar.

 

2. Fundur Sveitarstjórnar Skagafjarðar með þingmönnum kjördæmisins verður haldinn 28. október n.k.


3. Tekið fyrir erindi Egils Arnar Arnarsonar, sem frestað var á síðasta fundi, þ.e. styrkbeiðni vegna forvarnartónleika 31. október n.k.

Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið með því að greiða húsaleigu og gæslu á tónleikunum og kr. 50 þúsund að auki.


4. Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneyti, þar sem gerð er grein fyrir helstu framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstunni.

 
5. Lagt fram bréf frá Heilbr.stofnuninni á Sauðárkróki þar sem óskað er eftir tækifæris­vínveitingaleyfi vegna árshátíðar starfsfólks stofnunarinnar í Bifröst 7. nóvember n.k.

Byggðarráð samþykkir að veita umbeðið leyfi.

 

6. Lagt fram bréf frá Heilbrigðis- og tr.ráðuneyti sem er svar við innsendum fjárveit­ingabeiðnum sameinaðs sv.félags í Skagafirði vegna fjárlaga 1999.

 

7. Lagt fram bréf frá Verkal.félaginu Fram, þar sem óskað er eftir viðræðum við fulltrúa sveitarfélagsins varðandi málefni starfsfólks sveitarfélagsins, sem er í Verkal.fél. Fram og Verkakv.félaginu Öldunni.

Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með þeim aðilum, sem hlut eiga að máli.

 

8. Lagt fram bréf frá Starfsmannafélagi Sauðárkróks, þar sem fram kemur að á fram­haldsaðalfundi félagsins 30. sept. sl. hafi verið samþykkt að breyta nafni félagsins í Starfsm.félag Skagafjarðar. Þá var einnig lagt fram bréf frá starfsm.félaginu þar sem tilkynnt er um kjör í nefndir félagsins.

 

9. Lagt fram bréf frá SSNV varðandi málefni fatlaðra ásamt afriti af bréfi Félagsmála­ráðuneytisins til SSNV og drögum að samningi um málefni fatlaðra milli þessara aðila.

Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með fagfólki sveitarfélagsins í þessum málefnum.

 

10. Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu ásamt nýrri fyrirmynd að samþykktum um stjórn og fundarsköp sveitarfélaga.

 
11. Lagt fram bréf frá Ágúst Jónssyni, þar sem spurst er fyrir um hvort sveitarfélagið muni láta leggja götulýsingu heim að lögbýli hans, Ytra-Skörðugili III.

Byggðarráð upplýsir að það sé ekki á áætlun hjá sveitarfélaginu að kosta götulýsingu heim að bæjum.

 

12. Lagt fram bréf frá stjórn Skarðsárnefndar, þar sem kynntar eru hugmyndir þeirra um að útbúa á Skarðsá minningarreit og setja upp einfaldan minnisvarða til að heiðra minningu merkra ábúenda jarðarinnar.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Herdís Á. Sæmundard.                      Elsa Jónsdóttir, ritari

Gísli Gunnarsson

Páll Kolbeinsson

Ingibjörg Hafstað

Elinborg Hilmarsdóttir