Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð
Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 22 – 22.10.98
Ár 1998, fimmtudaginn 22. október, kom Byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 10,00.
Mættir voru: Herdís Sæmundardóttir, Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Snorri Styrkársson og Páll Kolbeinsson.
Dagskrá:
- Bréf frá Öryggisþjónustu Sauðárkróks – Viðræður við Magnús Daníelsson.
- Viðræður við fulltrúa félags eldri borgara í Skagafirði.
- Bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga.
- Bréf frá grunndeildum raf- og málmiðna við Fjölbrautaskóla Nl.vestra.
- Bréf frá Kristnihátíðarnefnd.
- Bréf frá Samb. ísl. sveitarfélaga.
- Útskrift úr fundarg.bók stjórnar SÍS.
Afgreiðslur:
1. Á fundinn kom Magnús Daníelsson til að fylgja eftir bréfi sínu til Byggðarráðs varðandi öryggisgæslu á eignum sveitarfélagsins.
Skýrði hann fyrir byggðarráðsmönnum í hverju sú þjónusta, sem hann býður, er fólgin.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða málið nánar við Magnús.
2. Á fundinn komu fulltrúar félags eldri borgara í Skagafirði, þau Friðrik Jónsson, Árni Blöndal, Fjóla Þorleifsdóttir, Solveig Arnórsdóttir og Guðmundur Márusson, til viðræðna við Byggðarráð um félagsaðstöðu fyrir eldri borgara í Skagafirði.
Samþykktu aðilar að koma á fót vinnuhópi skipuðum fulltrúum sveitarfélagsins og fulltrúum félags eldri borgara, til að skoða þá möguleika sem hugsanlegir væru til úrbóta varðandi félagsaðstöðu fyrir eldri borgara í Skagafirði.
3. Lagt fram bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga þar sem óskað er eftir framlengingu leigusamnings vegna gömlu verkstæðishúsanna neðan Freyjugötu.
Byggðarráð samþ. að óska eftir nánari uppl. varðandi tímalengd framlengingar leigunnar.
4. Lagt fram bréf frá grunndeildum málm- og rafiðna við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, þar sem óskað er eftir styrk vegna ferðar til Köge í mars n.k.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 1999.
5. Lagt fram bréf frá Kristnihátíðarnefnd, dags. 12. október, varðandi þúsund ára afmæli kristnitöku á Íslandi árið 2000.
6. Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarfélaga ásamt bréfi ríkislögreglustjóra til Sambandsins.
Byggðarráð samþykkir að vísa bréfinu til félagsmálanefndar og menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar til umfjöllunar.
7. Lögð fram til kynningar útskrift úr fundargerðarbók stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Páll Kolbeinsson
Snorri Styrkársson
Elsa Jónsd., ritari
Elinborg Hilmarsdóttir
Gísli Gunnarsson
Herdís Á. Sæmundard.