Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð
Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 25 – 12.11.98
Ár 1998, fimmtudaginn 12. nóvember, kom Byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 10.00.
Mættir voru: Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Snorri Styrkársson, Ásdís Guðmundsdóttir og Páll Kolbeinsson auk sveitarstjóra Snorri Björn Sigurðsson.
Dagskrá:
1. Viðræður við formann stjórnar Náttúrustofu.
2. Samkomulag við grunnskólakennara.
3. Viðræður við útgáfustjórn Byggðasögu.
4. Bréf frá Rotaryklúbbi Sauðárkróks.
5. Bréf frá Landvara.
6. Bréf frá Samb. Ísl. sveitarfélaga.
7. Fundargerð Launanefndar sv.félaga.
8. Umsókn um starf fjármálastjóra.
9. Bréf frá Agli Bjarnasyni.
10. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga.
11. Málefni fatlaðra.
Afgreiðslur:
1. Á fundinn kom form. stjórnar Náttúrustofu Norðurl. vestra, Guðrún Sighvatsdóttir. Rætt var um væntanlega starfsemi sem fyrirhugað er að hefjist fljótlega eftir n.k. áramót.
2. Lagt fram samkomulag Skagafjarðar og kennara við grunnskóla í sveitarfélaginu um launamál. Byggðarráð samþykkir framlagt samkomulag fyrir sitt leyti. Ásdís Guðmundsdóttir situr hjá við þessa afgreiðslu.
3. Á fundinn komu fulltr. stjórnar Byggðasögu Skagfirðinga, þeir Hjalti Pálsson, Egill Bjarnason og Þorsteinn Ásgrímsson. Skýrðu þeir stöðu verkefnisins, ritun Byggðasögu Skagfirðinga, svo og ástæður fyrir erindi um viðbótarfjárstyrk samanber 6. lið fundargerðar Byggðarráðs frá 29. okt. s.l.
4. Lagt fram bréf frá Jóhannesi Pálssyni f.h. Rotaryklúbbs Sauðárkróks þar sem óskað er eftir tækifærisvínveitingaleyfi v/árshátíðar klúbbsins 14. nóv. n.k. Byggðarráð samþykkir að veita umbeðið leyfi.
5. Lagt fram bréf frá Landvara varðandi hækkun þungaskatts og aðrar hækkanir á vöruflutninga.
6. Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarfélaga varðandi lífeyrissjóðsmál.
7. Lögð fram fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 16. október s.l.
8. Borist hafa 6 umsóknir um stöðu fjármálastjóra, frá: Jóhanni Einarssyni, Birni Hermannssyni, Þorsteini Ásgeirssyni, Margeiri Friðrikssyni, Lárusi D. Pálssyni og Hlyn Ó. Svavarssyni.
9. Lagt fram bréf frá Agli Bjarnasyni f.h. hlutaðeigandi, þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar fyrir því að skipta út landspildu í landi jarðarinnar Vatnsleysu í Viðvíkursveit, samkv. meðf. landamerkjabréfi og uppdrætti. Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
10. Byggðarráð samþykkir að Byggðarráðsmenn ásamt sveitarstjóra og bæjarritara sæki fjármálaráðstefnu Samb. ísl. sveitarfélaga en hún verður haldin 26. og 27. nóvember n.k.
11. Á fundinn komu sveitarstjórnarfulltrúar aðrir en byggðarráðsmenn: Sigrún Alda Sighvats., Stefán Guðmundsson, Pétur Valdimarsson, Sigurður Friðriksson, Árni Egilsson og Helgi Sigurðsson. Einnig mættu á fundinn Guðbjörg Ingimundard. félagsmálastjóri, Sigríður Sigurjónsdóttir sálfræðingur, Þuríður Ingvarsdóttir þroskaþjálfi og Árdís Antonsdóttir félagsráðgjafi.
Rætt var um samning SSNV um yfirtöku sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á málefnum fatlaðra.
Fleira ekki gert, fundarg. uppl. og samþykkt. Fundi slitið.
Herdís Á. Sæmundard.. Elsa Jónsdóttir, ritari.
Elinborg Hilmarsdóttir Snorri Björn Sigurðsson
Snorri Styrkársson
Ásdís Guðmundsdóttir
Páll Kolbeinsson