Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 28 – 3.12.98
Ár 1998, fimmtudaginn 3. desember, kom Byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 10.00.
Mættir voru: Herdís Á. Sæmundard., Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað og Páll Kolbeinsson ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
Dagskrá:
- Útsvarsprósenta fyrir árið 1998.
- Útsvarsprósenta fyrir árið 1999.
- Fasteignagjöld 1999.
- Erindi frá Birni Bjarnasyni.
- Bréf frá Jóni Bjarnasyni.
- Bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki.
- Bréf frá Atvinnu- og ferðamálanefnd.
Afgreiðslur:
1. Byggðarráð samþykkir að útsvarsprósenta fyrir árið 1998 verði 12,04%.
2. Byggðarráð samþykkir að útsvarsprósenta fyrir árið 1999 verði 12,04%.
3. Lögð fram drög að álagningarreglum fasteignagjalda fyrir árið 1999.
4. Kynnt erindi frá Birni Bjarnasyni varðandi vörubílaakstur.
5. Lagt fram bréf frá Jóni Bjarnasyni f.h. Nemendagarða Hólaskóla. Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið greiði 3,5% af byggingarkostnaði 3ja íbúða í nemendagörðum á Hólum. Framlag þetta kemur til greiðslu á árinu 1999, en lánveiting úr Byggingasjóði verkamanna til þessarar framkvæmdar er bundin því skilyrði að sveitarfélagið greiði þetta framlag.
6. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem í fyrsta lagi er bent á vandamál varðandi göngustíginn frá Skagf.braut að Strandvegi, sbr. bréf Vegagerðarinnar til sýslumannsembættisins. Byggðarráð vísar málinu til Umhverfis- og tækninefndar. Þá er í öðru lagi bent á nauðsyn þess að semja nýja lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélagið.
7. Lagt fram bréf frá formanni Atvinnu- og ferðamálanefndar, varðandi stofnun Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar h.f.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Herdís Á. Sæmundard. Elsa Jónsdóttir, ritari.
Gísli Gunnarsson
Elinborg Hilmarsdóttir
Ingibjörg Hafstað
Páll Kolbeinsson