Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 29 – 10.12.98
Ár 1998, fimmtudaginn 10. desember, kom Byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 8.00.
Mættir voru: Herdís Á. Sæmundard., Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað og Páll Kolbeinsson ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
Dagskrá:
- Álagning fasteignagjalda 1999.
- Niðurfelling fasteignaskatts elli og örorkulífeyrisþega 1999.
- Bréf frá Sigrúnu Erlu Vilhjálmsdóttur.
- Bréf frá Alþingi.
- Bréf frá Sýslumanni.
- Bréf frá kennurum við Grunnskólann á Sauðárkróki.
- Bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga.
- Bréf frá Atvinnu- og ferðamálanefnd.
Afgreiðslur:
1. Byggðarráð samþykkir að álagningarreglur fasteignagjalda í Skagafirði árið 1999 verði sem hér segir:
Sauðárkrókur:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,43%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,58%
Lóðarleiga íbúðarlóða 1% af fm.
Lóðarleiga atv.lóða 2% af fm.
Lóðarleiga ræktunarlands kr. 0,55m2
Holræsagjöld 0,18%
Sorphirðugjöld á ílát kr. 5000
Hofsós og Varmahlíð:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,43%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,05%
Lóðarleiga íbúðarlóða 1,0%
Lóðarleiga atvinnulóða 2,0%
Holræsagjöld 0,18%
Sorphirðugjald á ílát kr. 5000
Sorphirðugjald á ílát sumarhús kr.1700
Dreifbýli:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,40%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,05%
Gjalddagar fasteignagjalda verða 7, 15. hvers mánaðar, jan.-júlí.
2. Byggðarráð samþykkir að tekjutenging niðurfellingar fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega verði eftirfarandi: Fasteignaskattur verður eingöngu felldur niður af því húsnæði elli- og örorkulífeyrisþega sem þeir búa í sjálfir.
1) Fasteignaskattur lækki um kr. 30.000.- hjá:
a) Einstaklingum með tekjur allt að 20% yfir óskerta tekjutryggingu og heimilisuppbót.
b) Hjónum eða fólki í sambúð, með tekjur allt að 20% yfir óskertra tekjutryggingu.
2) Fasteignaskattur lækki um kr. 15.000.- hjá:
a) Einstaklingum með tekjur allt að 50% yfir óskerta tekjutryggingu og heimilisuppbót.
b) Hjónum eða fólki í sambúð, með tekjur allt að 50% yfir óskertri tekjutryggingu.
3. Lagt fram bréf frá Sigrúnu Erlu Vilhjálmsdóttur dags. 1.des sl. Í bréfinu segir hún upp starfi sínu á skrifstofu sveitarfélagsins með löglegum uppsagnarfresti.
4. Lagt fram bréf frá Alþingi, allsherjarnefnd, dags. 24.nóv sl. Með bréfinu er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998-2001.
Byggðarráð tekur heilshugar undir þau sjónarmið sem fram koma í tillögunni og leggur áherslu á að hún verði afgreidd á þessu þingi.
5. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki dags. 4.des sl. Í bréfinu er þess farið á leit að hún tilnefni einn mann í samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga um málefni lögreglunnar.
Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn kjósi þennan fulltrúa á næsta fundi sveitarstjórnar.
6. Lagt fram bréf frá kennurum við Grunnskólann á Sauðárkróki dags. 1.des sl. Í bréfinu vekja kennarar athygli á því að kennsluaðstaða til sunds er mjög ófullnægjandi hér á Sauðárkróki.
7. Lagt fram bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga dags. 1.des sl. Í bréfinu er óskað eftir því að Skagafjörður styrki fóðurstöð K.S. á árinu 1998 um ca. kr. 2.000.000.-
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
8. Lagt fram bréf frá Atvinnu- og ferðamálanefnd dags. 20.nóv sl. þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn Skagafjarðar taki þátt í stofnun atvinnuþróunarfélags í Skagafirði en stofnfundur verður í kvöld.
Byggðarráð samþykkir að sveitarsjóður leggi fram kr. 3.000.000 á ári sem hlutafé næstu 4 árin í Atvinnuþróunarfélagi Skagafjarðar hf. Jafnframt samþykkir byggðarráð að byggðarráðsfólk fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum, hlutfallslega.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið.
Herdís Á. Sæmundard. Snorri Björn Sigurðsson
Páll Kolbeinsson
Gísli Gunnarsson
Elinborg Hilmarsdóttir
Ingibjörg Hafstað