Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

30. fundur 17. desember 1998 kl. 10:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  30 – 17.12.98

 

            Ár 1998, fimmtudaginn 17. desember, kom Byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 10.00.

            Mætt voru: Herdís Á. Sæmundard., Gísli Gunnarsson,  Einar Gíslason, Ingibjörg Hafstað og Ásdís Guðmundsdóttir ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.

 

Dagskrá:

  1. Bréf frá Samb. ísl. sv.félaga v/2000 vandam.
  2. Bréf frá Samb. ísl. sv.félaga um samkomulag við leikskólakennara.
  3. Bréf frá Elíasi Guðmundssyni.
  4. Drög að samn. við Vegagerðina um þjóðv.hald.
  5. Bréf frá SSNV ásamt drögum að þjónustusamningi um málefni fatlaðra.
  6. Bréf frá Rökkurkórnum.
  7. Bréf frá Kvennaathvarfinu.
  8. Bréf frá Flugbjörgunarsv. í Varmahlíð.
  9. 2 bréf frá Samb. ísl. sv.félaga v/staðgr. 1999.
  10. Viðræður við fulltrúa heilbr.eftirlits Nl.v.
  11. Viðræður við Gunnar Guðmundsson umd.verkfræðing Vegag. ríkisins.
  12. Könnun á geymslurými fyrir Héraðsskjalasafnið.
  13. Þóknun til fjallskilastjóra og nefnda.
  14. Erindi frá K.S. – Frestað 10. desember.

 

Afgreiðslur:

1. Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á nauðsyn þess að tölvu og tækjakostur verði vel búinn undir aldamóta árið 2000.


2. Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt samkomulagi sem Launanefnd sv.félaga hefur gert við Fél. ísl. leikskólakennara um að mat á námskeiðum og framhaldsnámi leikskólakennara fari fram hjá sv.félögunum en ekki samstarfsnefnd.

 

3. Lagt fram bréf frá Elíasi Guðmundssyni þar sem óskað er eftir niðurfellingu fasteignagjalda v/Aðalgötu 20a.  Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 

4. Lögð fram drög að samningum við Vegagerðina um þjóðvegahald.  Byggðarráð samþykkir framlögð drög fyrir sitt leyti.  Einar Gíslason situr hjá við afgreiðslu þessa.

 

5. Lagt fram bréf frá SSNV, ásamt drögum að þjónustusamningi um málefni fatlaðra.  Byggðarráð samþykkir framlögð drög fyrir sitt leyti.

 

6. Lagt fram bréf frá Rökkurkórnum þar sem óskað er eftir styrk á árinu 1999.  Byggðarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 1999.

 

7. Lagt fram bréf frá Kvennaathvarfinu þar sem óskað er eftir endurnýjun á þjónustusamningi um rekstrarstyrk.  Byggðarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 1999.

 

8. Lagt fram bréf frá Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð, þar sem óskað er eftir styrk á árinu 1999.  Byggðarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 1999.

 

9. Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarfélaga ásamt leiðréttingu á staðgreiðsluáætlun fyrir árið 1999.


10. Á fundinn kom Sigurjón Þórðarson heilbr.fulltrúi.  Skýrði hann fyrir byggðarráði fjárhagsáætlun heilbr.eftirlits Norðurlands vestra fyrir árið 1999.  Þá voru rædd ýmis atriði varðandi rekstur heilbr.eftirlitsins.

 
11. Á fundinn kom Gunnar Guðmundsson umdæmisverkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins.  Skýrði hann fyrirhugaðar framkvæmdir við veg að skíðasvæði Skagfirðinga í Tindastóli.

 

12. Lagt fram bréf frá Magnúsi Sigurjónssyni og Unnari Ingvarssyni, varðandi könnun á mögulegu geymslurými fyrir Héraðsskjalasafnið.  Þar er lagt til að keyptar verði hillur í skjalageymslur sem sv.félagið hefur á leigu að Borgartúni 8.  Byggðarráð samþykkir að það verði gert.  Öðrum tillögum um skipulag safnamála í sveitarfélaginu sem fram koma í bréfinu, er vísað til menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar.  Jafnframt samþykkir byggðarráð að láta skoða hvaða húsnæði í eigu sveitarfélagsins sé möguleiki að nota sem geymsluhúsnæði fyrir skjöl o.þ.h. í framtíðinni.

 

13. Byggðarráð samþykkir þóknun til fjallskilastjóra og nefndarmanna í fjallskilanefndum sem samþykktar voru í landbúnaðarnefnd á fundi þann 11. des. sl.

 

14. Byggðarráð Skagafjarðar treystir sér ekki til að verða við beiðni Kaupfélags Skagfirðinga um niðurfellingu gjalda allt að tveimur milljónum króna, en hvetur til þess að vandi loðdýraræktenda verði ræddur í atvinnu- og ferðamálanefnd og landbúnaðarnefnd.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Herdís Á. Sæmundard.                                              Elsa Jónsdóttir, ritari.

Gísli Gunnarsson                                                       Snorri Björn Sigurðsson

Einar Gíslason

Ingibjörg Hafstað

Ásdís Guðmundsdóttir