Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

33. fundur 14. janúar 1999 kl. 10:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  33 – 14.01.99

 

            Ár 1999, fimmtudaginn 14. janúar, kom Byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 10.00.

            Mætt voru: Herdís Á. Sæmundard., Gísli Gunnarsson,  Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað og Páll Kolbeinsson ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.

 

Dagskrá:

  1. Viðræður við formann og varaformann umhverfis- og tækninefndar.
  2. Mál vísað frá sveitarstjórn.
    a)    1. og 2. liður skólanefndar frá 22. des. sl.
    b)   Tillaga varðandi greiðslur fyrir námskeið.
  3. Erindi frá sýslumanni.
  4. Bréf frá Loðskinni hf.
  5. Viðræður sv.stjóra við Magnús Daníelsson.
  6. Laun leikskólastjóra.
  7. Bókun.

 

Afgreiðslur:

1. Á fundinn komu formaður og varaformaður umhverfis- og tækninefndar, Stefán Guðmundsson og Sigrún Alda Sighvats, til viðræðna við byggðarráð um byggingamál aldraðra.  Byggðarráð samþykkir að vinna áfram að málinu í samvinnu við umhverfis- og tækninefnd og felur sveitarstjóra að svara þeim erindum sem borist hafa um þetta mál.

 

2. a)  1. og 2. liður skólanefndar frá 22. des. sl. þessir liðir bornir upp og samþ. samhljóða. 

    b)   Byggðarráð vísar til bókunar sv.stjórnarfundar 12. jan sl. og samþykkir umrædda tillögu
              samhljóða.

3. Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn tilnefni tvo úttektarmenn og tvo til vara fyrir hið nýja sv.félag.  Byggðarráð samþ. að leggja til við sveitarstjórn að kosnir verði úttektarmenn fyrir Skagafjörð.


4. Lagt fram bréf frá Loðskinni hf. þar sem óskað er eftir því, í samræmi við samþykktir stjórna Loðskinns hf. og Sútunar ehf. frá 18. desember sl., að Skagafjörður sem hluthafi í Sútun ehf. samþykki yfirtöku Loðskinns hf. á hlut sv.félagsins í Sútun ehf.  Byggðarráð samþykkir það samhljóða.

 

5. Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við Magnús Daníelsson.  Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Magnús um gæslu í nokkrum stofnunum sveitarfélagsins.


6. Rætt um laun leikskólastjóra.  Byggðarráð felur skólamálastjóra að gera tillögur um yfirvinnugreiðslur til leikskólastjóra.

 
7. Byggðarráð Skagafjarðar fagnar hugmyndum Ríkisstjórnar Íslands um byggingu menningarhúsa á landsbyggðinni.  Starfsemi slíkra húsa getur tvímælalaust orðið til að efla menningarstarf á landsbyggðinni.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Páll Kolbeinsson                                                      Elsa Jónsd., ritari

Elinborg Hilmarsdóttir                                              Snorri Björn Sigurðsson

Gísli Gunnarsson

Herdís Á. Sæmundard.

Ingibjörg Hafstað