Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 37 – 11.02.99
Ár 1999, fimmtudaginn 11. febrúar, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 10.00.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundard., Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Snorri Styrkársson og Páll Kolbeinsson auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.
Dagskrá:
- Viðræður við forráðamenn Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki.
- Bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu.
- 2 bréf frá Íbúðalánasjóði.
- Bréf frá Fagráði textíliðnaðarins.
- 2 bréf frá Þel ehf.
- Bréf frá menntamálaráðherra.
- Niðurfellingar fasteignagjalda.
- Bréf frá Siglufjarðarkaupstað.
- Fjárhagsáætlun 1999.
Afgreiðslur:
1. Rætt við framkvæmdastjóra og formann stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki um stöðu mála varðandi byggingu endurhæfingahúss. Birgir Gunnarsson framkv.stj. skýrði fjármögnun verksins. Byggðarráð samþykkir að ganga til viðræðna við félagsmálaráðherra og formann fjárlaganefndar um leiðir til fjármögnunar byggingarinnar.
2. Lagt fram bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu dags. 4. feb. 1999, varðandi ósk Þorbjörns S. Jónssonar og Eyrúnar Þorleifsdóttur um að leysa til sín hlut Eysteins Jónssonar í jörðinni Þönglaskálum. Hagsmunir sveitarfélagsins krefjast ekki innlausnar.
3. Lögð fram bréf frá Íbúðalánasjóði dags. 21. jan. 1999 og 5. febr. 1999, varðandi veitingu lána úr sjóðnum á árinu 1999. Veitt er heimild til veitinga viðbótarlána úr Íbúðarlánasjóði að fjárhæð kr. 14.700.000.- og að auki allt að kr. 12.600.000.- til veitingu lána úr Íbúðalánasjóði til leiguíbúða fyrir árið 1999. Byggðarráð samþykkir að vísa erindum þessum til húsnæðisnefndar sveitarfélagsins.
4. Lagt fram bréf frá Fagráði textíliðnaðarins dags. 29. jan. 1999, varðandi beiðni um styrk. Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
5. Lagt fram bréf frá Þel ehf. dags. 3. feb. 1999, varðandi álagningu A-gatnagerðargjalds v/nýbyggingar loðdýraskála á Gránumóum. Auk þess bréf dags. sama dag varðandi álagningu fasteignagjalda 1999 og fyrr á Þel ehf. Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málanna.
6. Bréf frá menntamálaráðherra, dags. 5. feb. 1999, lagt fram, um stuðning vegna menningarhúsa á landsbyggðinni.
7. Byggðarráð samþykkir niðurfellungu fasteignaskatts ál. 1999 samkv. framkomnum umsóknum. Sjá trúnaðarbók.
8. Lagt fram bréf frá Siglufjarðarkaupstað dags. 5. feb. 1999, varðandi kynningarátak vegna jarðgangamála.
Gísli Gunnarsson vék nú af fundi.
9. Rætt um fjárhagsáætlun 1999.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Elinborg Hilmarsdóttir Margeir Friðriksson, ritari
Herdís Á. Sæmundard. Snorri Björn Sigurðsson
Snorri Styrkársson
Páll Kolbeinsson
Gísli Gunnarsson