Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

40. fundur 25. febrúar 1999 kl. 10:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  40 – 25.02.99

 

            Ár 1999, fimmtudaginn 25. febrúar kom byggðarráð saman til fundar á skrif­stofu sveitarfélagsins kl. 10.00.

            Mætt voru:  Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Páll Kolbeinsson, Gísli Gunnarsson og Ingibjörg Hafstað.

 

DAGSKRÁ:

  1. Viðræður við Einar Gíslason og Árna Egilsson varðandi  umdæmisbókasafn og atvinnuþróunarfélag.
  2. Bréf frá Skógræktarfélagi Skagfirðinga.
  3. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
  4. Bréf frá Trausta Sveinssyni.
  5. Bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni.
  6. Bréf frá Landvara.
  7. Bréf frá Ómari Kjartanssyni og Birni Mikaelssyni.
  8. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
  9. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
  10. 10.Málefni Loðskinns hf.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Einar Gíslason kynnti hugmyndir um umdæmisbókasafn sem hugsanlega yrði staðsett hér á Sauðárkróki.  Einnig voru málefni Atvinnuþróunarfélags rædd sem og samvinna við aðra aðila sem vinna að sömu verkefnum í kjördæminu.  Upplýstu þeir Einar og Árni Egilsson síðan um ýmis önnur mál innan SSNV.  Þakkaði form. þeim fyrir og viku þeir af fundi.

 
2. Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Skagfirðinga dags. 12. febr. sl. um ósk að fá að senda fulltrúa sína á fund byggðarráðs.  Samþykkt að verða við þeirri ósk.

 
3. Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 8. febr. 1999, varðandi breytingar á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 105/1996.


4. Lagt fram bréf frá Trausta Sveinssyni, dags. 28.01.1999, varðandi tillögur hans um jarðgöng á Tröllaskaga. Erindinu vísað til umhverfis- og tækninefndar til skoðunar. Einnig vísað til fulltrúa sveitarfélagsins í svokölluðum Lágheiðarhóp.

 
5. Lagt fram bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni, dags.11. feb. 1999, varðandi sölu jarðarinnar Illugastaða í fyrrum Skefilsstaðahreppi. Páll kolbeinsson vék áður af fundi.

Byggðarráð samþykkir að neyta ekki forkaupsréttar.

Páll Kolbeinsson kom nú aftur til fundarstarfa.

 
6. Lagt fram bréf frá Landvara, félagi ísl. vöruflytjenda, dags. 4. feb. 1999, varðandi upplýsingar um þungaskattsmál.

 

7. Lagt fram bréf frá Ómari Kjartanssyni og Birni Mikaelssyni, dags. 17. feb. sl., varðandi væntanlega hljóðsendingu frá Útvarpi Kántrýbæjar um Skagafjörð. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra málið til skoðunar.


8. Lagt fram til kynningar bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dags. 12. febrúar 1999, um skipun eftirlitsnefndar skv. 74. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, sem hefur það hlutverk að fylgjast með fjármálum sveitarfélaga.


9. Lagt fram til kynningar bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dags. 16. feb. 1999, um áætlaða úthlutun þjónustuframlags á árinu 1999. Áætlað þjónustuframlag er kr. 24.869.027 til Skagafjarðar.


10. Málefni Loðskinns hf rædd.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Herdís Á. Sæmundard.                      Margeir Friðriksson, ritari

Elinborg Hilmarsdóttir

Ingibjörg Hafstað

Gísli Gunnarsson

Páll Kolbeinsson.