Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

41. fundur 05. mars 1999 kl. 10:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  41 – 05.03.99

 

            Ár 1999, föstudaginn 5. mars kom byggðarráð saman til fundar á skrif­stofu sveitarfélagsins kl. 1000.

            Mætt voru:  Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Páll Kolbeinsson, Gísli Gunnarsson, Snorri Styrkársson og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Málefni Loðskinns hf.
  2. Bréf frá Kristnihátíðarnefnd Skagafj. próf.dæmis.
  3. Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki.
  4. Tillaga frá Snorra Styrkárssyni.
  5. Fundargerð Starfskjaranefndar 4. mars 1999.
  6. Niðurfellingar.
  7. Fjárhagsáætlun 1999.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Málefni Loðskinns hf. rædd.  Byggðarráð samþykkir samkomulag við Búnaðarbanka Íslands hf. um rekstur Loðskinns hf. tímabilið 1. janúar til 31. maí 1999.  Snorri Styrkársson mun gera grein fyrir afstöðu sinni á sveitarstjórnarfundi.


2. Lagt fram bréf frá Braga J. Ingibergssyni form. Kristnihátíðarnefndar Skagafj. próf.dæmis, dags. 25. febrúar 1999, varðandi styrkumsókn vegna verkefnis í tilefni 1000 ára afmælis kristnitöku á Íslandi.  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar- íþr.- og æskul.nefndar.

 

3. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dags. 26. febrúar 1999 til umsagnar um umsókn Svanfríðar Ingvadóttur um leyfi til að reka hótel að Lindargötu 3, Skr. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tækninefndar.

 

4. Snorri Styrkársson kynnti tillögu sína um Fjárfestingarfélag Skagafjarðar.  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnumálanefndar sem og til fulltrúa sveitarfélagsins í atv.málanefnd SSNV.


5. Lögð fram fundargerð Starfskjaranefndar frá 4. mars 1999.


6. Byggðarráð samþykkir niðurfellingu fasteignaskatts ál. 1999 skv. framkomnun umsóknum.  Sjá trúnaðarbók.


7. Lagðar fram fjárhagsáætlanir sveitarsjóðs, hafnarsjóðs, Vatnsveitna Skagafjarðar, Hitaveitu Skagafjarðar og Rafveitu Sauðárkróks.  Byggðarráð samþykkir að vísa þeim ásamt breytingartillögum til síðari umræðu í sveitarstjórn.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþ. Fundi slitið.

 

Herdís Á. Sæmundard.                                            Margeir Friðriksson, ritari

Elinborg Hilmarsdóttir                                              Snorri Björn Sigurðsson

Snorri Styrkársson

Gísli Gunnarsson

Páll Kolbeinsson