Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

43. fundur 24. mars 1999 kl. 10:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  43 – 24.03.99

 

            Ár 1999, miðvikudaginn 24. mars kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1000.

            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundard., Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Páll Kolbeinsson og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Viðræður við fulltrúa eldri borgara sem hyggjast byggja á Sauðárhæðum.
  2. Bréf frá SSNV.
  3. Bréf frá A og P lögmönnum.
  4. Bréf frá Sigurði Sigurðssyni.
  5. Bréf frá Víðimelsbræðrum ofl.
  6. Bréf frá VÍS.
  7. Bréf frá arkitektum heimavistarnýbyggingar.
  8. Viðræður við fulltrúa eldri borgara sem hyggjast byggja á Flæðum.
  9. Uppkast að samningi við Byggðasamlag um málefni fatlaðra í Norðurlandskjördæmi vestra. Uppkast að samningi Félagsmála­ráðuneytis og  Byggðasamlags um málefni fatlaðra í Norðurl. kjördæmi vestra.
  10. Tölvuskráning fundargerða.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Fulltrúar eldri borgara sem hyggjast byggja á Sauðárhæðum kynntu sín mál.  Þeir voru Þórður Eyjólfsson og Kári Þorsteinsson.  Formaður þakkaði þeim fyrir og véku þeir af fundi.  Byggðarráð samþykkir að fela tæknideild að hefja undirbúning framkvæmda.


2. Lagt fram bréf frá SSNV dags. 9. mars 1999, um stofnun eignarhaldsfélags í Norðurlands kjördæmi vestra.


3. Lagt fram bréf frá A&P lögmönnum dags. 16. mars 1999, um afstöðu sveitarstjórnar til beiðnar um innlausn á hluta jarðarinnar Þönglaskála, Skagafirði.  Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara bréfinu.

 
4. Lagt fram bréf frá Sigurði Sigurðssyni, dags. 19. mars 1999, um beiðni til jarðvegsskipta og stéttargerð við Laugarból 14 að Steinsstöðum.  Byggðarráð samþykkir að fela tæknifræðingi að kanna málið.

 
5. Lagt til kynningar bréf frá Víðimelsbræðrum ehf., Firði sf. og Norðurtaki ehf. dags. 18. mars 1999.  Byggðarráð samþykkir að fela tæknideild að afla umbeðinna upplýsinga.

 

6. Lagt fram til kynningar bréf frá Vátryggingafélagi Íslands hf. dags. 22. mars 1999, varðandi vátryggingavernd Skagafjarðar.  Byggðarráð samþykkir að bjóða Pétri Má Jónssyni framkv.stj. VÍS til viðræðu um tryggingamál Skagafjarðar.


7. Lagt fram bréf frá arkitektum að nýju heimavistarhúsnæði fjölbrautaskólans, dags. 17. mars 1999, varðandi áframhald hönnunar byggingarinnar.  Sveitarstjóra er falið að hafa samband við þá.


8. Fulltrúar eldri borgara sem hyggjast byggja á Flæðum, Árni Blöndal og Friðrik Jónsson kynntu sín mál.  Formaður þakkaði þeim fyrir og véku þeir af fundi.

 

9. Lagt fram uppkast að samningi við Byggðasamlag um málefni faltaðra í Norðurlandskjördæmi vestra sem og uppkast að samningi Félagsmálaráðuneytis og Byggðasamlags um málefni fatlaðra í Norðurlandskjördæmi vestra.  Sveitarstjóra, Elinborgu Hilmarsdóttur og Árna Egilssyni er falið að ræða við framkv. stj. SSNV.


10. Byggðarráð samþykkir að heimila skráningu fundagerða byggðarráðs og sveitarstjórnar beint í tölvu við fyrstu hentugleika.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Herdís Á. Sæmundard.                                            Margeir Friðriksson, ritari

Elinborg Hilmarsdóttir                                              Snorri Björn Sigurðsson

Ingibjörg Hafstað

Páll Kolbeinsson

Gísli Gunnarsson