Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 46 – 08.04.1999
Ár 1999, fimmtudaginn 8. apríl kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 815.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundard., Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Elinborg Hilmarsdóttir, Páll Kolbeinsson og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
- Viðræður við atvinnumálanefnd um málefni Sjávarleðurs hf.
- Viðræður við Einar Gíslason.
- Bréf frá SÍS.
- Aðalfundur Rarik.
- Opnunarhátíð Atvinnuþróunarfélags.
- Umsókn um tækifærisvínveitingaleyfi.
- Viðræður við stjórn Sjávarleðurs hf. og framkv.stjóra.
- Viðræður við fulltrúa VÍS.
AFGREIÐSLUR:
1. Fulltrúar atvinnumálanefndar, Stefán Guðmundsson, Pétur Valdimarsson, Brynjar Pálsson, Einar Gíslason og Sveinn Árnason auk Orra Hlöðverssonar framkv.stj. Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar hf. komu til fundar við byggðarráð vegna málefna Sjávarleðurs hf.
2. Einar Gíslason annar fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn SSNV kynnti niðurstöðu fundar SSNV sem haldinn var í gær um yfirfærslu málefna fatlaðra. Byggðarráð samþykkir að skrifa undir samning við SFNV um yfirfærslu málefna fatlaðra.
3. Lagt fram til kynningar bréf frá Samb. ísl.sveitarfélaga, dags. 26. mars 1999, um farandsölu.
4. Lagt fram til kynningar bréf frá Rarik dags. 30.03.1999, um ársfund Rafmagnsveitna ríkisins 21. maí 1999.
5. Kynnt opnunarhátíð Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar hf. sem fram fer í dag.
6. Umsókn um tækifærisvínveitingaleyfi 17.04.1999. Byggðarráð samþykkir það.
Ásdís Guðmundsdóttir vék nú af fundi.
7. Á fundinn komu stjórnarmenn og framkv.stjóri Sjávarleðurs hf., Finnur Árnason, Einar Einarsson og Friðrik Jónsson auk framkv.stj. Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar hf. Orra Hlöðverssonar. Kynnt var staða Sjávarleðurs hf. og ákveðið að mynda starfshóp um lausn á málefnum félagsins.
8. Fulltrúar Vátryggingafélags Íslands, Pétur Már Jónsson og Sigurbjörn Bogason komu á fundinn til þess að ræða tryggingamál sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Herdís Á. Sæmundard. Margeir Friðriksson, ritari
Elinborg Hilmarsdóttir Snorri Björn Sigurðsson
Ingibjörg Hafstað
Páll Kolbeinsson
Ásdís Guðmundsdóttir