Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

48. fundur 15. apríl 1999 kl. 10:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  48 – 15.04.1999

 

            Ár 1999, fimmtudaginn 15. apríl kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1000.

            Mætt voru:  Páll Kolbeinsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Stefán Guðmundsson og Gísli Gunnarsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Bréf frá SÍS.
  2. Samningur við Akrahrepp um samstarf.
  3. Aðalfundarboð Mjölverksmiðjunnar hf.
  4. Málefni Hannesar Friðrikssonar.
  5. Erindi varðandi forkaupsrétt sveitarfélagsins að Hofi í Vesturdal.
  6. Snyrtiaðstaða á Hofsósi.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 7. apríl sl. varðandi ferðir unglinga með varðskipum.  Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa því til skólanefndar.

 

2. Byggðarráð leggur áherslu á að samninganefnd sveitarfélagsins hraði samningagerð við Akrahrepp um þá málaflokka sem ekki hefur þegar verið samið um.

 

3. Lagt fram bréf frá Mjölverksmiðjunni hf. á Hvammstanga dags. 3. apríl 1999, um aðalfund félagsins þann 20. apríl nk.  Byggðarráð samþykkir að fulltrúi sveitarfélagsins sæki fundinn.

 

4. Málefni Hannesar Friðrikssonar og fyrirtækis hans rædd.  Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi við Hannes Friðriksson um afnot hans á vélum Vöku ehf.

 

5. Lagður fram kaupsamningur vegna Hofs í Vesturdal.  Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsréttinn.


6. Samkvæmt samningi frá 9. mars 1993 ber sveitarfélaginu ekki að greiða fyrir afnot af salernisaðstöðu á jarðhæð hússins Baldurshaga umfram það sem í samkomulaginu stendur.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið.

 

Páll Kolbeinsson                                                        Margeir Friðriksson, ritari

Gísli Gunnarsson

Elinborg Hilmarsdóttir

Ingibjörg Hafstað

Stefán Guðmundsson