Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

50. fundur 14. maí 1999 kl. 08:15 - 10:50 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð Skagafjarðar

Fundur  50 – 14.05. 1999

 

            Ár 1999, föstudaginn 14. maí kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 815.

            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Trúnaðarmál.
  2. Undirskriftarlisti vegna villikatta.
  3. Bréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins.
  4. Bréf frá Launanefnd sveitarfélaga.
  5. Bréf frá Jóni Eiríkssyni.
  6. Undirskriftarlisti frá íbúum í Varmahlíð.
  7. Forkaupsréttur vegna Háleggsstaða.
  8. Vinabæjasamskipti.
  9. Bréf frá skólamálastjóra.
  10. Forkaupsréttur vegna landsspildu úr landi Hellulands.

 

AFGREIÐSLUR:


1. Trúnaðarmál.  Sjá trúnaðarbók.


2. Lagður fram undirskriftarlisti frá nokkrum íbúum á Sauðárkróki varðandi ósk um fækkun villikatta í bænum, sem og setningu reglna um kattahald á Sauðárkróki.  Byggðarráð samþykkir að kanna reglugerðarsetningu um kattahald í þéttbýli.

 

3. Lagt fram bréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsett 27. apríl 1999 varðandi drög að samningi um gerð deiliskipulags fyrir lóð Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra (FNV) og um hönnun nýrrar heimavistar FNV.  Byggðarráð samþykkir að málið verði kannað nánar.

 

4. Lagt fram til kynningar bréf frá Launanefnd sveitarfélaga, dagsett 29. apríl 1999 varðandi breytingu á tengingu starfsmats við launaflokka.


5. Lagt fram bréf frá Jóni Eiríkssyni, Fagranesi, dagsett 3. maí 1999 varðandi ósk um endurnýjun á samningi um nýtingu Drangeyjar á Skagafirði og eftirlit með henni.  Byggðarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Jón Eiríksson.  Jafnframt vísar Byggðarráð því til Atvinnu- og ferðamálanefndar að nefndin taki til umfjöllunar hvernig málefnum eyjunnar verði best fyrirkomið.


6. Lagður fram undirskriftarlisti frá íbúum í Varmahlíð vegna nokkurra mála sem þeir telja vera ábótavant þar í hverfinu og óska eftir úrbótum.  Byggðarráð samþykkir að vísa 1.-3. lið til Umhverfis- og tækninefndar.


7. Lagt fram bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni hdl., dagsett 7. maí 1999 varðandi forkaupsrétt sveitarfélagsins í tilefni af sölu jarðarinnar Háleggsstaða.  Byggðarráð samþykkir neyta ekki forkaupsréttar síns.

 
8. Vinabæjasamskipti.  Byggðarráð samþykkir að óska eftir því að Sveitarfélagið Skagafjörður taki sæti Sauðárkrókskaupstaðar í vinabæja-samskiptum.

 

9. Lagt fram til kynningar bréf frá skólamálastjóra, dagsett 5. maí 1999 varðandi erindisbréf fyrir skólanefnd Sv.fél. Skagafjarðar og skólastjóra í Skagafirði.

 
10. Lagt fram bréf frá Birgi R. Rafnssyni, dagsett 11.05. 1999 varðandi forkaupsrétt á landsspildu úr landi Hellulands í Hegranesi.  Byggðarráð samþykkir að neyta ekki forkaupsréttar síns.  Erindinu einnig vísað til Umhverfis- og tækninefndar.

 

 

Fleira ekki gert.  Fundargerðin upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:50.

 

Herdís Á. Sæmundard.                                            Margeir Friðriksson, ritari

Elinborg Hilmarsdóttir                                              Snorri Björn Sigurðsson

Gísli Gunnarsson

Páll Kolbeinsson

Ingibjörg Hafstað