Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

52. fundur 21. maí 1999 kl. 08:15 - 09:30 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð Skagafjarðar

Fundur  52 – 21.05. 1999

 

            Ár 1999, föstudaginn 21. maí kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 0815.

            Mætt voru: Páll Kolbeinsson, Stefán Guðmundsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Snorri Styrkársson og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Málefni Loðskinns hf.

 

AFGREIÐSLUR:

 

  1. Bjarni Ragnar Brynjólfsson stjórnarformaður Loðskinns hf. og Jón Magnússon stjórnarmaður í Loðskinni hf. mættu á fund byggðarráðs til að skýra frá stöðu fyrirtækisins.  Véku þeir síðan af fundi.  Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga ásamt Búnaðarbanka Íslands hf. við Lífeyrissjóð Norðurlands um greiðslu á lífeyrisskuldbindigum Loðskinns hf.  Jafnframt samþykkir byggðarráð að taka þátt í greiðslu á endurskoðun Loðskinns hf. vegna rekstrarársins 1998.  Samþykkt með fjórum atkvæðum.  Snorri Styrkársson greiddi atkvæði á móti.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerðin upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 0930.

 

Gísli Gunnarsson                                           Margeir Friðriksson, ritari

Páll Kolbeinsson                                            Snorri Björn Sigurðsson

Stefán Guðmundsson

Elinborg Hilmarsdóttir

Snorri Styrkársson