Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 54 – 03.06.1999
Ár 1999, fimmtudaginn 3. júní kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 800.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
- Viðræður við Ómar Braga Stefánsson um væntanlegan knattspyrnuskóla á vegum Umf. Tindastóls.
- Laun í vinnuskóla.
- Bréf frá Margréti Sigurmonsdóttur.
- Beiðni um niðurfellingu.
- Samþykkt um byggðarmerki Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
- Málefni Höfða hf.
- Umsókn um tækifærisvínveitingaleyfi.
- Bréf frá trúnaðarmönnum kennara.
AFGREIÐSLUR:
1. Ómar Bragi Stefánsson, formaður knattspyrnudeildar Umf. Tindastóls kynnti væntanlegan knattspyrnuskóla á vegum félagsins.
2. Lögð fram tillaga um að laun í vinnuskóla sumarið 1999 verði sem hér segir:
Börn fædd árið 1983 kr. 356 pr. klst. með orlofi
Börn fædd árið 1984 kr. 229 pr. klst. með orlofi
Börn fædd árið 1985 kr. 202 pr. klst. með orlofi
Börn fædd árið 1986 kr. 169 pr. klst. með orlofi
Byggðarráð samþykkir þessi laun.
3. Lagt fram bréf frá Margréti Sigurmonsdóttur, dagsett 26. maí 1999, varðandi ósk um riftun samnings og leiðréttingu á landamerkjum jarðarinnar Miklahóls í fyrrum Viðvíkurhreppi. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna málið.
4. Niðurfellingar. Sjá trúnaðarbók.
5. Lögð fram samþykkt að byggðarmerki Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
6. Sveitarstjóri kynnti ábyrgð sveitarfélagsins á yfirdráttarheimild á tékkareikningi Höfða hf. á Hofsósi, í Búnaðarbanka Íslands hf. Byggðarráð felur sveitarstjóra að skoða málið nánar.
7. Borist hefur umsókn frá Rótarýklúbb Sauðárkróks um tækifærisvínveitingaleyfi í Tjarnarbæ þann 4. júní nk. Byggðarráð samþykkir erindið.
8. Borist hefur bréf frá trúnaðarmönnum kennara dagsett 27. maí 1999 varðandi orlofsgreiðslur af fastri yfirvinnu. Byggðarráð hafnar erindinu og felur sveitarstjóra að svara bréfinu.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 0930
Herdís Á. Sæmundard. Margeir Friðriksson, ritari
Elinborg Hilmarsdóttir Snorri Björn Sigurðsson
Gísli Gunnarsson
Páll Kolbeinsson
Ingibjörg Hafstað