Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 55 – 09.06.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 9. júní kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 800.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
- Kaupsamningur og afsal vegna Árvers á Hofsósi.
- 2 kaupsamningar vegna gripahúsa á Móum.
- Bréf frá Sýslumanni vegna leyfis til greiðasölu og gistingar í Sölvanesi.
- Umsókn um leyfi til áfengisveitinga að Bakkaflöt.
- Umsókn um leyfi til áfengisveitinga í Hótel Áningu.
- Heimild til sveitarstjóra að gefa út tækifærisvínveitingaleyfi.
- Knattspyrnuskóli Tindastóls (ákvörðun um styrk).
- Samþykkt um byggðamerki Skagafjarðar.
- Bréf frá Kaupþingi Norðurlands hf.
- Bréf frá SÍS.
- Samningur við Hring um starf ferðamálafulltrúa.
- Kaupsamningur vegna Norðurbrúnar 5, (Gamli Lundur), Varmahlíð.
- Tilboð í byggingu B-álmu og tengibyggingu Árskóla.
- Málefni Loðskinns hf.
- Ábyrgð vegna Höfða hf.
- Salernisaðstaða í Baldurshaga á Hofsósi.
AFGREIÐSLUR:
1. Lagður var fram kaupsamningur og afsal vegna fasteigna Árvers sf. á Hofsósi. Byggðaráð samþykkir að kaupa eignirnar samkvæmt kaupsamningnum til niðurrifs á kr. 850.000.
2. Lagðir fram tveir kaupsamningar vegna kaupa á erfðafestulandi og gripahúsum á Móum. Annars vegar samningur við Sigurlaugu Magnúsdóttur um kaup á 3,6ha landi og gripahúsum á kr. 1.400.000. Hins vegar samningur við Pálmey Gísladóttur um kaup á 1,5ha landi og gripahúsi á kr. 450.000. Byggðarráð samþykkir að kaupa þessar eignir.
3. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 1. júní 1999, varðandi umsögn um leyfi til sölu gistingar og/eða veitinga að Sölvanesi. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við erindið.
4. Lögð fram umsókn um leyfi til áfengisveitinga að Bakkaflöt, dagsett 20. maí 1999. Byggðarráð samþykkir að verða við erindinu.
5. Lögð fram umsókn um leyfi til áfengisveitinga á Fosshóteli Áningu, dagsett 18. maí 1999. Byggðarráð samþykkir að verða við erindinu.
6. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra fullnaðarafgreiðslu á tækifæris-vínveitingaleyfum.
7. Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefni UMFT, Knattspyrnuskóla Íslands og vísar erindinu til Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar til umsagnar.
8. Lögð fram samþykkt um byggðamerki Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir þær og vísar til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
9. Lagt fram til kynningar bréf frá Kaupþingi Norðurlands hf., varðandi Fram-takssjóð Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins – Tækifæri ehf.
10. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 3. júní 1999 varðandi ársreikninga sveitarfélagsins og stofnana hans.
11. Lagður fram samningur milli sveitarfélagsins og Hrings – Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar hf. varðandi starf ferðamálafulltrúa sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir samninginn.
12. Lagður fram kaupsamningur um Norðurbrún 5, Varmahlíð. Byggðarráð samþykkir að neyta ekki forkaupsréttar.
13. Lagt fram til kynningar tilboð í byggingu B-álmu og tengibyggingu við Árskóla, sem opnað var í gær frá Trésmiðjunni Borg ehf., að upphæð kr. 221.345.736. Kostnaðaráætlun kr. 179.779.395.
14. Lögð fram rekstraráætlun fyrir Loðskinn hf. fyrir júní til september. Byggðarráð samþykkir að leggja fram 4,6 milljónir vegna rekstarins á því tímabili. Jafnframt felur byggðarráð fulltrúum sínum í stjórn fyrirtækisins að hefja viðræður um breytt rekstrarfyrirkomulag. Byggðarráð samþykkir með fjórum atkvæðum. Ingibjörg Hafstað greiðir ekki atkvæði og vísar til fyrri bókana um þetta mál.
15. Byggðarráð samþykkir að Sveitarfélagið Skagafjörður setji Búnaðarbanka Íslands hf. að handveði eftirtalin hlutabréf í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. Handveðsyfirlýsing þessi kemur í stað 3 handveðsyfirlýsinga, útgefnum af Hofshreppi að fjárhæð kr. 2.000.000 hver, sem gefnar voru út í maí og des. 1997.
16. Byggðarráð samþykkir með þremur atkvæðum að greiða kr. 100.000 vegna rekstrarkostnaðar salernisaðstöðu í Baldurshaga á Hofsósi í sumar og óskar jafnframt eftir viðræðum við eiganda um framtíðarlausn þessara mála. Elinborg Hilmarsdóttir og Ingibjörg Hafstað greiða ekki atkvæði.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1000
Herdís Á. Sæmundard. Margeir Friðriksson, ritari
Elinborg Hilmarsdóttir Snorri Björn Sigurðsson
Gísli Gunnarsson
Páll Kolbeinsson
Ingibjörg Hafstað