Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 56 – 23.06.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 23. júní kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Páll Kolbeinsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
- Byggðamerki.
- Þingmannafundur.
- Málefni Vöku.
- Málefni heimavistar.
- Samningur við Jón Eiríksson.
- 2 bréf frá sýslumanni.
- Samningur við Öryggisþjónustu Sauðárkróks.
- Tilboð í fjármögnun.
- Bréf frá Agli Erni Arnarsyni.
- Kauptilboð í íbúð að Víðigrund 14.
- 2 bréf frá Meðferðar- og skólaheimilinu Háholti.
- Bréf frá Verkalýðsfélaginu Fram.
- Bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni.
- Aðalfundarboð Sjávarleðurs hf.
- B-álma Árskóla.
- Skóladagheimili við Árskóla.
- Viðræður við Kristján Jónasson endurskoðanda.
AFGREIÐSLUR:
1. Lögð fram samþykkt um byggðarmerki Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir að vísa henni til síðari umræðu í sveitarstjórn, með áorðnum breytingum.
2. Kynntur væntanlegur fundur með þingmönnum föstudaginn 25. júní 1999.
3. Málefni Vöku ehf. rædd.
4. Málefni heimavistar við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra rædd.
5. Lagður fram samningur við Jón Eiríksson um Drangey, dagsettur þann 21. maí 1999, með gildistíma til 30. apríl 2000. Byggðarráð samþykkir þennan samning.
6. Lögð fram tvö bréf frá sýslumanni, dagsett 18. júní 1999, varðandi umsögn um umsóknir um leyfi til sölu gistingar og/eða veitinga, frá Félagsheimilinu Árgarði og Ferðaþjónustu Steinsstaðaskóla. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við þessar umsóknir.
7. Lagður fram samningur við Öryggisþjónustu Skagafjarðar, dagsettur 15. júní 1999, með gildistíma til 1. maí 2000. Byggðarráð samþykkir þennan samning.
8. Lögð fram til kynningar tilboð í fjármögnun fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð frá Búnaðarbanka Íslands hf. og Kaupþingi Norðurlands hf., sem opnuð voru 18. júní 1999. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að ganga til samninga við Búnaðarbanka Íslands hf. vegna lántöku sveitarsjóðs að upphæð kr. 50.000.000.
9. Lagt fram bréf frá Agli Erni Arnarsyni, dagsett 26. maí 1999, varðandi gróðurátak á Hofsósi. Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu.
10. Lagt fram kauptilboð í íbúð að Víðigrund 14, frá Hjálmari Jónssyni að upphæð kr. 3.100.000. Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboðinu.
11. Lögð fram tvö bréf frá Meðferðar- og skólaheimilinu Háholti, dagsett 7. júní 1999, varðandi annars vegar um hvort sveitarfélagið hafi verkefni fyrir nokkra vistmenn í sumar og samþykki að greiða ferðakostnað á vinnustað. Byggðarrðáð samþykkir erindið. Hins vegar um frágang lóðar og nánasta umhverfi Háholts. Byggðarráð vísar erindinu til tæknideildar til afgreiðslu.
12. Lagt fram til kynningar bréf frá Verkalýðsfélaginu Fram, dagsett 1. júní 1999, varðandi styrkumsókn vegna spástefnunnar sem haldin var í vor.
13. Lagt fram bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni hdl, dagsett 15. júní 1999, varðandi forkaupsrétt sveitarfélagsins í tilefni af sölu á Ásgarði vestri í fyrrum Viðvíkurhreppi. Byggðarráð samþykkir að hafna forkaupsrétti sínum.
14. Lagt fram aðalfundarboð frá Sjávarleðri hf. vegna aðalfundar félagsins þann 25. júní 1999. Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórnarfulltrúar fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins hlutfallslega.
15. Kynnt staða útboðs vegna B-álmu Árskóla.
16. Kynnt áform um skóladagheimili við Árskóla næsta skólaár. Byggðarráð samþykkir að heimila skólanefnd að stofnsetja skóladagheimilið.
17. Kristján Jónasson endurskoðandi sveitarfélagsins kom á fundinn og kynnti stöðu mála varðandi endurskoðun bókhalds sveitarfélagsins fyrir árið 1998.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12:20.
Herdís Á. Sæmundard. Margeir Friðriksson, ritari
Elinborg Hilmarsdóttir Snorri Björn Sigurðsson
Páll Kolbeinsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Ingibjörg Hafstað