Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

57. fundur 07. júlí 1999 kl. 09:00 - 11:30 Stjórnsýsluhús

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  57 – 07.07.1999

 

            Ár 1999, miðvikudaginn 7. júlí kom byggðarráð saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu kl. 900.

            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. a)  Kosning formanns
    b)  Kosning varaformanns.
  2. Viðræður við fulltrúa Skíðadeildar Tindastóls.
  3. Málefni Náttúrustofu Norðurlands vestra.
  4. Umsókn um vínveitingaleyfi, Gilsbakki ehf. Hofsósi.
  5. Bréf frá HÍK og KÍ.
  6. Málefni Sjávarleðurs.
  7. Beitarafnot í Ásgarðs- og Kolkuóslandi.
  8. Vinabæjarmót í Kristianstad.
  9. Viðræður við Pálma Sighvats.
  10. Fundur með þingmönnum Norðurlands vestra.
  11. Greiðslur fyrir nefndarstörf.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Tillaga var fram borin um að formaður og varaformaður yrðu endurkjörnir og var það samþykkt.  Herdís Á. Sæmundardóttir formaður og Páll Kolbeinsson varaformaður.

 

2. Gunnar Björn Rögnvaldsson kom á fund byggðarráðs og kynnti uppbyggingar-áform skíðadeildar Umf. Tindastóls í Tindastóli.  Byggðaráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn skíða-deildarinnar.  Ingibjörg Hafstað greiðir ekki atkvæði.

 

3. Staðsetning Náttúrustofu Norðurlands vestra rædd.  Lagt fram bréf frá Bjarna Maronssyni um staðsetningu Náttúrustofu Norðurlands vestra.

Byggðarráð samþykkir að ekki sé ástæða til að breyta staðsetningu stofnunarinnar, með tilvísun í minnisblað um fund í Umhverfisráðuneytinu þann 29. júní 1999.

 

4. Lögð fram umsókn um  vínveitingaleyfi til Veitingastofunnar Sólvíkur, dagsett 3. maí 1999.  Byggðarráð samþykkir umsóknina.

 

5. Lagt fram til kynningar bréf frá HÍK og KÍ, dagsett 22. júní 1999 varðandi afstöðu þeirra til svokallaðs tilraunasamnings milli Launanefndar sveitarfélaga og kennarafélaganna.

 

6. Málefni Sjávarleðurs hf. rædd og frestað til næsta fundar.

 

7. Lagt fram bréf frá landbúnaðarnefnd um nýtingarramma um hrossabeitarhólf í Ásgarðs- og Kolkuósslandi.  Byggðarráð samþykkir hugmyndir þær sem þar koma fram.

 

8. Vinabæjamót í Kristianstad rætt. 

 

9. Pálmi Sighvatsson kom á fund byggðaráðs og kynnti hugmynd sína um inn-kaupasamband sveitarfélaga.  Byggðarráð samþykkir að fela Pálma Sighvatssyni að kanna hug annara sveitarfélaga til hugmyndarinnar.

 

10. Farið yfir mál sem á að ræða við þingmenn Norðurlands vestra á fundi í dag.

 

11. Byggðarráð samþykkir að fresta umræðu um tillögu Ingibjargar Hafstað og  Snorra Styrkárssonar um launamál sveitarstjórnarfulltrúa fram yfir sumarleyfi.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11:30

 

Herdís Á. Sæmundardóttir                                       Margeir Friðriksson, ritari

Elinborg Hilmarsdóttir                                              Snorri Björn Sigurðsson

Gísli Gunnarsson

Ásdís Guðmundsdóttir

Ingibjörg Hafstað