Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 59 – 22.07.1999
Ár 1999, fimmtudaginn 22. júlí kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Árni Egilsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
- Bréf frá Sýslumanni
- Bréf frá Sýslumanni
- Bréf frá Sýslumanni
- Bréf frá Hjálmari Jónssyni alþingismanni
- Suðurgata 10, Sauðárkróki
- Samningur um kaup á ræktunarlandi
- Bréf frá SÍS
- Niðurfellingar
- Bréf frá Stefáni Ólafssyni
- Fundargerðir
a) Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra 8. júlí
AFGREIÐSLUR:
1. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 16. júlí 1999, varðandi umsögn um leyfi til reksturs veitingahússins Sigtúns á Hofsósi. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.
2. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 13. júlí 1999, varðandi umsögn um leyfi til að reka gistingu á Stóra-Vatnsskarði. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.
3. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 26. febrúar 1999, varðandi umsögn um leyfi til að reka hótel að Lindargötu 3, Sauðárkróki. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.
4. Lagt fram bréf frá Hjálmari Jónssyni, alþingismanni, dagsett 12. júlí 1999, varðandi Strandveginn. Samþykkt að vísa bréfinu til umhverfis- og tækninefndar og til kynningar í hafnarstjórn.
5. Suðurgata 10. Samþykkt að húseignin verði seld, og skólanefnd falið að koma með tillögur um hvernig andvirði hússins skuli varið.
6. Lagður fram kaupsamningur við Aðalheiði Árnadóttur vegna kaupa á 0,5 ha erfðafestulandi á Móum, kaupverð 75.000 kr. Byggðarráð samþykkir að kaupa landið.
7. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 7. júlí 1999.
8. Niðurfellingar. Sjá trúnaðarbók.
9. Lagt fram bréf frá Stefáni Ólafssyni hdl. dagsett 13. júlí 1999, varðandi gatnagerðargjöld af Brekkutúni 5. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
10. Fundargerðir.
a) Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra 8. júlí.
Samþykkt að vísa 1. lið aftur til síðari umræðu Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Herdís Á. Sæmundardóttir Kristín Bjarnadóttir, ritari
Elinborg Hilmarsdóttir Snorri Björn Sigurðsson
Gísli Gunnarsson
Árni Egilsson
Ingibjörg Hafstað