Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 60 – 29.07.99
Ár 1999, fimmtudaginn 29. júlí kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1100.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundard., Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
- Ársreikningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana hans fyrir árið 1998.
AFGREIÐSLUR:
1. Lagt fram bréf frá Kristjáni Jónassyni endurskoðanda, dagsett 18. júlí 1999, varðandi ársreikninginn og endurskoðun hans.
Lagður fram ársreikningur fyrir sveitarsjóð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna ársins 1998.
Niðurstöðutölur eru:
Skatttekjur kr. 751.214.356
Rekstur málaflokka kr. 782.313.650
Gjaldfærð og eignfærð fjárfesting kr. 310.098.201
Halli ársins kr. 106.760.290
Niðurstaða eiginfjárreiknings er jákvæð kr. 164.931.597
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Jafnframt samþykkir byggðarráð að vísa ársreikningum Hafnarsjóðs Skagafjarðar, Vatnsveitu Skagafjarðar, Hitaveitu Skagafjarðar, Rafveitu Sauðárkróks og Félagslegra íbúða til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1130.
Herdís Á. Sæmundard. Margeir Friðriksson, ritari
Elinborg Hilmarsdóttir Snorri Björn Sigurðsson
Ingibjörg Hafstað
Páll Kolbeinsson
Gísli Gunnarsson