Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

61. fundur 12. ágúst 1999 kl. 10:00 - 12:20 Skrifstofa Skagafjarðar

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  61 – 12.08.1999

 

            Ár 1999, fimmtudaginn 12. ágúst kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 10:00.

            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundard., Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Snorri Styrkársson og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Ársreikningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana hans fyrir árið 1998 - síðari umræða.
  2. Rekstraryfirlit sveitarsjóðs 1. janúar - 30. júní 1999.
  3. Úthlutun byggðakvóta.
  4. Drög að samkomulagi við arkitekta heimavistar FNv.
  5. Bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni varðandi forkaupsrétt vegna sölu á Svanavatni í Hegranesi.
  6. Bréf frá Nýskpunarsjóði.
  7. Bréf frá Bergey ehf.
  8. Bréf frá Guðrúnu Sverrisdóttur.
  9. Bréf frá Hauki Ástvaldssyni varðandi forkaupsrétt vegna sölu á landi í Fljótum.
  10. Samningsdrög um uppbyggingu skíðasvæðis í Tindastóli.

 

AFGREIÐSLUR:

 

1. Lagður fram ársreikningur fyrir sveitarsjóð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna ársins 1998 til síðari umræðu.  Niðurstöðutölur eru óbreyttar frá fyrri umræðu.  Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningum til síðari umræðu í sveitarstjórn.  Jafnframt samþykkir byggðarráð að vísa ársreikningum Hafnarsjóðs Skagafjarðar, Vatnsveitu Skagafjarðar, Hitaveitu Skagafjarðar og Rafveitu Sauðárkróks til síðari umræðu í sveitarstjórn.

 

2. Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit sveitarsjóðs 1. janúar - 30. júní 1999.  Byggðarráð samþykkir að vísa rekstraryfirlitinu til viðkomandi nefnda og forstöðumanna stofnana til umræðu í sveitarstjórn.

 

3. Lagt fram bréf frá Byggðastofnun dags. 26. júlí 1999 um úthlutun byggðakvóta til Hofsóss.  Byggðarráð leggur til við Byggðastofnun að byggðakvóta Hofsóss verði úthlutað til ufsavinnslu hjá Höfða hf., sem er eina starfandi fiskvinnslufyrirtækið á Hofsósi.  Fyrirtækinu verði falið að benda á þau skip sem kvótanum verði úthlutað á.

 

4. Lögð fram drög að samkomulagi um frestun á hönnun heimavistar fyrir FNv í kjölfar arkitektasamkeppni.  Þar sem Menntamálaráðuneytið hefur ekki treyst sér til að gera samning um byggingu heimavistar við FNv á Sauðárkróki, samþykkir byggðarráð að gert verði samkomulag um frestun hönnun byggingarinnar.

 

5. Lagt fram bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni, dags. 4. ágúst 1999 varðandi forkaupsrétt sveitarfélagsins í tilefni sölu jarðarinnar Svanavatns í Hegranesi.  Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.

 

6. Lagt fram bréf frá Nýsköpunarsjóði, dags. 27. júlí varðandi Sjávarleður hf.

 

7. Lagt fram bréf frá Bergey ehf., dagsett 28. júlí 1999, varðandi beiðni um úthlutun úr hluta Hofsóss í byggðakvóta samkvæmt tillögu Byggðastofnunar. Sjá afgreiðslu 3. liðar hér að ofan.

 

8. Lagt fram bréf frá Guðrúnu Sverrisdóttur, varðandi bílastyrk.  Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 

9. Lagt fram bréf frá Hauki Ástvaldssyni, dags. 27. júlí 1999, varðandi forkaupsrétt sveitarfélagsins í tilefni sölu Lunds í Fljótum.  Byggðarráð samþykkir að afsala sér forkaupsrétti.

 

10. Lögð fram drög að samningi um uppbyggingu skíðasvæðisins í Tindastóli.  Byggðarráð samþykkir að vísa samningnum til umsagnar menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 1220.

 

Gísli Gunnarsson                                                       Snorri Björn Sigurðsson

Herdís Á. Sæmundard.

Elinborg Hilmarsdóttir

Snorri Styrkársson

Ásdís Guðmundsdóttir