Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

926. fundur 19. ágúst 2020 kl. 11:30 - 12:27 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Axel Kárason
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi

Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur undanfarið haft til umfjöllunar og athugunar mengunarslys sem tengist bensínstöð N1 að Suðurbraut 9 á Hofsósi.
Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra og Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs komu til viðræðu undir þessum dagskrárlið.

2.Samráð; Breytingar á lagaumhverfi Vísinda- og tækniráðs

Málsnúmer 2008046Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. ágúst 2020 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 145/2020, "Breytingar á lagaumhverfi Vísinda- og tækniráðs". Umsagnarfrestur er til og með 24.08.2020.

3.Samráð;Drög að frumvarpi til laga um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og villtra spendýra.

Málsnúmer 2008047Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. ágúst 2020 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneyti tilkynnir að umsagnarfrestur í máli nr. 130/2020, "Drög að frumvarpi til laga um til laga um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og villtra spendýra.", hefur verið framlengdur og rennur út 24.08.2020.

Fundi slitið - kl. 12:27.