Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

459. fundur 30. desember 2008 kl. 09:00 - 10:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2009

Málsnúmer 0809004Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi tillaga:
?Í ljósi þess að síðari umræða um fjárhagsáætlun ársins 2009 frestast fram í janúar og þar með endanleg afgreiðsla áætlunarinnar og fyrir liggur að til þurfa að koma starfabreytingar, m.a. í stjórnsýslunni vegna starfsloka lykilfólks, samþykkir byggðarráð heimild til að auglýst verði laus eftirtalin störf hjá sveitarfélaginu:
Skjalastjóri á stjórnsýslusviði.
Íþróttafulltrúi á frístundasviði.
Ritari, skrifstofustarf á stjórnsýslu- og tæknisviði (afgreiðsla, móttaka).
Áfram sé jafnframt möguleg áður ákveðin ráðning tæknimanns á umhverfis- og tæknisviði. Skal fjárhagsáætlun taka mið af þessum breytingum. Að undanskildum ráðningum í ofangreindar stöður samþykkir byggðarráð þá vinnureglu við mannaráðningar á næsta fjárhagsári að ekki verði undir neinum kringumstæðum ráðið í störf sem losna hjá sveitarfélaginu og stofnunum þess öðruvísi en að ákvörðun um það hafi verið tekin í viðkomandi fagnefnd eða stjórn og sú ákvörðun í kjölfar þess hlotið staðfestingu byggðarráðs og/eða sveitarstjórnar. Ávallt verði tekin saman fjárhagsleg áhrif af starfabreytingum og skoðað hvort hægt er að hagræða annarsstaðar á móti verði ekki komist hjá því að auka við starfsmannahald á einhverjum sviðum. Að sama skapi verði ekki ráðið í stöður sem losna fyrr en að undangengnu ofangreindu ferli.?
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Undirritaður telur ástæðu til að kanna til hlítar hvort hægt sé að koma til móts við óskir íþróttahreyfingarinnar um að hún taki að sér umsjón fleiri verkefna fyrir sveitarfélagið og geri fyrirvara við að búin sé til ný staða íþróttafulltrúa á frístundasviði.

2.Gjaldskrár 2009

Málsnúmer 0812067Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að eftirtalin gjöld og skattar verði á árinu 2009 óbreytt frá árinu 2008:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,45%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Lóðarleiga íbúðarlóða 1,00%
Lóðarleiga atvinnulóða 2,00%
Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,70 kr/m2
Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,00 kr/m2
Fráveitugjald 0,275%

Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði 8 frá 1. febrúar 2009 til 1. september 2009. Ef heildarálagning fasteignagjalda nær ekki kr. 12.000 verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2009. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga 1. maí 2009 séu þau umfram framangreint mark.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

3.Hámarksútsvar - hækkun

Málsnúmer 0812044Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að álagningarhlutfall útsvars verði 13,28% á árinu 2009.

4.Fundarboð frá undirbúningshópi um sameiginlega starfsendurhæfingu á Nl.v.

Málsnúmer 0812064Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð frá undirbúningshópi um sameiginlega starfsendurhæfingu á Norðurlandi vestra. Fundurinn verður haldinn 7. janúar 2009 á Blönduósi.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

5.Umsókn v.búnaðar á Félagsheimili Rípurhrepps

Málsnúmer 0812030Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Gagnaveitu Skagafjarðar ehf þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp fjarskiptabúnað utan og innan húss í félagsheimilinu í Hegranesi.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leiti.

6.Árkíll 2 - leikskólabygging

Málsnúmer 0812087Vakta málsnúmer

Þann 22. desember 2008 voru opnuð verðkönnunartilboð í jarðvinnu, undirstöður og botnplötu vegna byggingar leikskóla við Árkíl 2, Sauðárkróki. Kostnaðaráætlun var kr. 54.032.138. Eftirtalin fyrirtæki sendu inn verðkönnunarboð:
K-tak ehf, kr. 40.128.860, Trésmiðjan Ýr ehf, kr. 44.282.230, Friðrik Jónsson ehf., kr. 45.796.940 og Trésmiðjan Borg, eignarhaldsfélaga ehf, kr. 51.670.738.
Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við K-tak ehf.

7.Rekstrarfyrirkomulag og skipulag safna

Málsnúmer 0812054Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Safnaráði varðandi rekstrarfyrirkomulag og skipulag safna

8.Tímabundinn niðurskurður í aflamarki þorsks - minnisatriði

Málsnúmer 0812063Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar símbréf frá samgönguráðuneyti varðandi minnisatriði um framkvæmd útreiknings vegna framlags til sveitarfélaga árið 2008 vegna tímabundins niðurskurðar í aflamarki þorsks.

9.Áhrif fjármálakreppunnar á EBÍ

Málsnúmer 0812040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands þar sem greint er frá áhrifum fjármálakreppunnar á EBÍ.

Fundi slitið - kl. 10:00.