Fjárhagsáætlun 2009
Málsnúmer 0809004
Vakta málsnúmerFramkvæmdaráð Skagafjarðar - 6. fundur - 08.10.2008
Grunnvinna að fjárhagsáætlun 2009 er hafin. Áætlun um vinnutilhögun; 29. okt liggi tillögur nefnda og stofnana endanlega fyrir um grunn til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Vikunni á eftir fjallar Byggðaráð um fyrirliggjandi tillögur og vinni áætlun til fyrri umræðu í sveitarstjórn. tillaga byggðar´ráðs að fjárhagsáætlun ársins 2009 verði afgreidd til fyrri umræðu í sveitarstjórn á fundi ráðsins 13. nóv. Fjárhagsáætlun verði tekin til fyrri umræðu í sveitarstjórn 18. nóv og síðari umræða fari fram 16. des. 3ja ára áætlun verði unnin til loka desember af byggðaráði, nefndum og einstökum stofnunum. Sveitarstjóri vill að næsta áætlun verði unnin sem rammaáætlun og hefjist fyrr á árinu.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 449. fundur - 10.10.2008
Sveitarstjóri lagði fram vinnuáætlun vegna fjárhagsáætlunarvinnu 2009 og þriggja ára áætlunar.
Byggðarráð samþykkir vinnuáætlun sveitarstjóra.
Byggðarráð samþykkir vinnuáætlun sveitarstjóra.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 235. fundur - 21.10.2008
Afgreiðsla 449. fundar byggðarráðs staðfest á 235. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 8. fundur - 27.10.2008
Gögn berist sem allra fyrst til fjármálasviðs.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 9. fundur - 03.11.2008
Allir eru að vinna í fjárhagsáætlun.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 10. fundur - 10.11.2008
Ekki eru öll kurl komin til grafar enn. Sviðsstjórar, sem eftir eiga að skila af sér, eru hvattir til að gera það sem allra fyrst.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 11. fundur - 17.11.2008
Farið yfir stöðu mála.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 454. fundur - 20.11.2008
Farið yfir vinnugögn vegna fjárhagsáætlunar 2009.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 12. fundur - 24.11.2008
Rætt um fyrstu umræðu fjárhagsáætlunar sem fram fer næstkomandi fimmtudag. Sviðsstjórar verða kallaðir inn til byggðarráðs og sveitarstjóri mun leggja til að nefndarformenn verði kallaðir með á fundinn.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 455. fundur - 27.11.2008
Unnið með gögn vegna fjárhagsáætlunar ársins 2009. Á fund ráðsins komu til viðræðna Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs, Snorri Styrkársson formaður atvinnu- og ferðamálanefndar, María Björk Ingvadóttir frístundastjóri og Ivano Tasin forstöðumaður Húss frítímans.
Viku þau svo af fundi.
Samkv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 skal ákvörðun sveitarstjórnar um útsvarsprósentu fyrir árið 2009 liggja fyrir eigi síðar en 30. nóvember 2008. Byggðarráð samþykkir að útsvarsprósenta í Sveitarfélaginu Skagafirði verði 13,03% árið 2009.
Viku þau svo af fundi.
Samkv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 skal ákvörðun sveitarstjórnar um útsvarsprósentu fyrir árið 2009 liggja fyrir eigi síðar en 30. nóvember 2008. Byggðarráð samþykkir að útsvarsprósenta í Sveitarfélaginu Skagafirði verði 13,03% árið 2009.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 456. fundur - 01.12.2008
Unnið með gögn vegna fjárhagsáætlunar 2009. Til viðræðu komu á fundinn Gunnar Sandholt félagsmálastjóri, Herdís Á. Sæmundardóttir fræðstlustjóri, Sigurður Árnason formaður fræðslunefndar, Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Einar E. Einarsson formaður skipulags- og byggingarnefndar og landbúnaðarnefndar og Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Viku þau svo af fundi.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 238. fundur - 02.12.2008
Lagt fram á 238. fundi sveitarstjórnar 02.12.2008.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 238. fundur - 02.12.2008
Ákvörðun byggðarráðs um að útsvarsprósenta fyrir árið 2009 skuli vera 13,03% borin sérstaklega undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 457. fundur - 04.12.2008
Unnið með gögn vegna fjárhagsáætlunar 2009. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun er fyrirhuguð í sveitarstjórn 18. desember og til þess að það geti gengið eftir þurfa nefndir að hafa skilað gaumgæfilega endurskoðuðum áætlunum fyrir byggðarráðsfund 15. desember 2009 ásamt endurskoðuðum gjaldskrám.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 13. fundur - 08.12.2008
Fjárhagsáætlun 2009 rædd fram og til baka.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 458. fundur - 16.12.2008
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana þess vegna ársins 2009 lögð fram til fyrri umræðu.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum, til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Margeir Friðriksson, sviðsstjóri Stjórnsýslu- og fjármálasviðs, sat fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum, til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Margeir Friðriksson, sviðsstjóri Stjórnsýslu- og fjármálasviðs, sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 14. fundur - 18.12.2008
Fjárhagsáætlun er tilbúin til fyrri umræðu miðað við 7% verðbólguforsendur.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 239. fundur - 18.12.2008
Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri fylgdi fjárhagsáætlun Sveitarfél. Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2009 úr hlaði og skýrði nánar ýmsa liði áætlunarinnar. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 239. fundur - 18.12.2008
Afgreiðsla 458. fundar byggðarráðs 16.12.08 staðfest á 239. fundi sveitarstj. 18.12.08 með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 239. fundur - 18.12.2008
Lagt fram á 239. fundi sveitarstjórnar 18.12.08.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 239. fundur - 18.12.2008
Lagt fram á 239. fundi sveitarstjórnar 18.12.08.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 459. fundur - 30.12.2008
Lögð fram svohljóðandi tillaga:
?Í ljósi þess að síðari umræða um fjárhagsáætlun ársins 2009 frestast fram í janúar og þar með endanleg afgreiðsla áætlunarinnar og fyrir liggur að til þurfa að koma starfabreytingar, m.a. í stjórnsýslunni vegna starfsloka lykilfólks, samþykkir byggðarráð heimild til að auglýst verði laus eftirtalin störf hjá sveitarfélaginu:
Skjalastjóri á stjórnsýslusviði.
Íþróttafulltrúi á frístundasviði.
Ritari, skrifstofustarf á stjórnsýslu- og tæknisviði (afgreiðsla, móttaka).
Áfram sé jafnframt möguleg áður ákveðin ráðning tæknimanns á umhverfis- og tæknisviði. Skal fjárhagsáætlun taka mið af þessum breytingum. Að undanskildum ráðningum í ofangreindar stöður samþykkir byggðarráð þá vinnureglu við mannaráðningar á næsta fjárhagsári að ekki verði undir neinum kringumstæðum ráðið í störf sem losna hjá sveitarfélaginu og stofnunum þess öðruvísi en að ákvörðun um það hafi verið tekin í viðkomandi fagnefnd eða stjórn og sú ákvörðun í kjölfar þess hlotið staðfestingu byggðarráðs og/eða sveitarstjórnar. Ávallt verði tekin saman fjárhagsleg áhrif af starfabreytingum og skoðað hvort hægt er að hagræða annarsstaðar á móti verði ekki komist hjá því að auka við starfsmannahald á einhverjum sviðum. Að sama skapi verði ekki ráðið í stöður sem losna fyrr en að undangengnu ofangreindu ferli.?
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Undirritaður telur ástæðu til að kanna til hlítar hvort hægt sé að koma til móts við óskir íþróttahreyfingarinnar um að hún taki að sér umsjón fleiri verkefna fyrir sveitarfélagið og geri fyrirvara við að búin sé til ný staða íþróttafulltrúa á frístundasviði.
?Í ljósi þess að síðari umræða um fjárhagsáætlun ársins 2009 frestast fram í janúar og þar með endanleg afgreiðsla áætlunarinnar og fyrir liggur að til þurfa að koma starfabreytingar, m.a. í stjórnsýslunni vegna starfsloka lykilfólks, samþykkir byggðarráð heimild til að auglýst verði laus eftirtalin störf hjá sveitarfélaginu:
Skjalastjóri á stjórnsýslusviði.
Íþróttafulltrúi á frístundasviði.
Ritari, skrifstofustarf á stjórnsýslu- og tæknisviði (afgreiðsla, móttaka).
Áfram sé jafnframt möguleg áður ákveðin ráðning tæknimanns á umhverfis- og tæknisviði. Skal fjárhagsáætlun taka mið af þessum breytingum. Að undanskildum ráðningum í ofangreindar stöður samþykkir byggðarráð þá vinnureglu við mannaráðningar á næsta fjárhagsári að ekki verði undir neinum kringumstæðum ráðið í störf sem losna hjá sveitarfélaginu og stofnunum þess öðruvísi en að ákvörðun um það hafi verið tekin í viðkomandi fagnefnd eða stjórn og sú ákvörðun í kjölfar þess hlotið staðfestingu byggðarráðs og/eða sveitarstjórnar. Ávallt verði tekin saman fjárhagsleg áhrif af starfabreytingum og skoðað hvort hægt er að hagræða annarsstaðar á móti verði ekki komist hjá því að auka við starfsmannahald á einhverjum sviðum. Að sama skapi verði ekki ráðið í stöður sem losna fyrr en að undangengnu ofangreindu ferli.?
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Undirritaður telur ástæðu til að kanna til hlítar hvort hægt sé að koma til móts við óskir íþróttahreyfingarinnar um að hún taki að sér umsjón fleiri verkefna fyrir sveitarfélagið og geri fyrirvara við að búin sé til ný staða íþróttafulltrúa á frístundasviði.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 240. fundur - 30.12.2008
Afgreiðsla 459. fundar byggðarráðs staðfest á 240. fundi sveitarstjórnar 30.12.08 með níu atkvæðum.
Bjarni Jónsson lagði fram bókun:
"Undirritaður telur ástæðu til að kanna til hlítar hvort hægt sé að koma til móts við óskir íþróttahreyfingarinnar um að hún taki að sér umsjón fleiri verkefna fyrir sveitarfélagið og geri fyrirvara við að búin sé til ný staða íþróttafulltrúa á frístundasviði."
Bjarni Jónsson lagði fram bókun:
"Undirritaður telur ástæðu til að kanna til hlítar hvort hægt sé að koma til móts við óskir íþróttahreyfingarinnar um að hún taki að sér umsjón fleiri verkefna fyrir sveitarfélagið og geri fyrirvara við að búin sé til ný staða íþróttafulltrúa á frístundasviði."
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 15. fundur - 13.01.2009
Sviðsstjórar ásamt forstöðumönnum eiga að leita með logandi ljósi að 200 milljónum króna með því að draga úr rekstrarútgjöldum og hækka tekjur. Niðurstaða á að liggja fyrir í næstu viku.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 463. fundur - 15.01.2009
Sveitarstjóri kynnti vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2009.
Byggðarráð samþykkir að næstu fundir ráðsins verði 22. og 27. janúar nk. og að sveitarstjórnarfundur verði færður til fimmtudagsins 29. janúar 2009. Stefnt er að því að halda aukafund með sveitarstjórnarmönnum til að kynna fjáhagsáætlunina eftir fund byggðarráðs 27. janúar nk.
Byggðarráð samþykkir að næstu fundir ráðsins verði 22. og 27. janúar nk. og að sveitarstjórnarfundur verði færður til fimmtudagsins 29. janúar 2009. Stefnt er að því að halda aukafund með sveitarstjórnarmönnum til að kynna fjáhagsáætlunina eftir fund byggðarráðs 27. janúar nk.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 16. fundur - 19.01.2009
Farið var yfir framkvæmdalista og sviðsstjórar skiluðu gögnum til sveitarstjóra um möguleika á breytingum í rekstri til lækkunar rekstrarkostnaðar.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 464. fundur - 22.01.2009
Lögð fram vinnugögn vegna fjárhagsáætlunar 2009 og farið yfir þau. Fjárhagsáætlun 2009 verður afgreidd frá byggðarráði til sveitarstjórnar á fundi ráðsins 27. janúar nk.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 465. fundur - 27.01.2009
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2009 fyrir sveitarstjóð og stofnanir hans.
Byggðaráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu sveitarstjórnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Jafnframt samþykkir byggðaráð að fjárhagsáætlun verði endurskoðuð fyrir lok aprílmánaðar. Markmið endurskoðunarinnar verður að skila nýrri áætlun með jákvæðu veltufé frá rekstri. Sveitarstjóra og sviðstjórum er falið að hefja þá vinnu nú þegar. Markmið byggðarráðs er að ná hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins án þess að skerða þjónustu. Meðal aðgerða sem sveitarstjórn hefur nú þegar samþykkt er að stofnunum og félögum í eigu sveitarfélagsins sé óheimilt að ráða í störf sem losna án samþykktar byggðaráðs. Þá leggur byggðaráð sérstaka áherslu á að beina framkvæmdum, innkaupum oþh. til aðila innan héraðs og skorar á fyrirtæki og einstaklinga í sveitarfélaginu að gera slíkt hið sama. Byggðarráð þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir þann árangur sem náðst hefur við hagræðingu í áætlunarvinnunni á milli umræðna, en ítrekar mikilvægi þess að enn frekari árangur náist í þeirri vinnu sem framundan er.
Byggðaráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu sveitarstjórnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Jafnframt samþykkir byggðaráð að fjárhagsáætlun verði endurskoðuð fyrir lok aprílmánaðar. Markmið endurskoðunarinnar verður að skila nýrri áætlun með jákvæðu veltufé frá rekstri. Sveitarstjóra og sviðstjórum er falið að hefja þá vinnu nú þegar. Markmið byggðarráðs er að ná hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins án þess að skerða þjónustu. Meðal aðgerða sem sveitarstjórn hefur nú þegar samþykkt er að stofnunum og félögum í eigu sveitarfélagsins sé óheimilt að ráða í störf sem losna án samþykktar byggðaráðs. Þá leggur byggðaráð sérstaka áherslu á að beina framkvæmdum, innkaupum oþh. til aðila innan héraðs og skorar á fyrirtæki og einstaklinga í sveitarfélaginu að gera slíkt hið sama. Byggðarráð þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir þann árangur sem náðst hefur við hagræðingu í áætlunarvinnunni á milli umræðna, en ítrekar mikilvægi þess að enn frekari árangur náist í þeirri vinnu sem framundan er.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 17. fundur - 28.01.2009
Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2009. Samþykkt að sviðsstjórar fari ítarlega yfir yfirvinnu hver á sínu sviði með það að markmiði að lækka launaliði vegna hennar. Skv. bókun byggðarráðs er fjárhagsáætlun lögð fram með til síðari umræðu í sveitarstjórn með rekstrarhalla upp á kr. 215.800.000 í samstæðureikningi. Jafnframt hefur byggðarráð ákveðið að endurskoðun áætlunar fari fram í apríl. Því er jafnframt beint til sviðsstjóra að vinna þessi.
hefjist nú þegar.
Listi yfir áætlaðar framkvæmdir ársins. Ábendingar vel þegnar.´
Kallað er eftir úttekt á sundlaugum sveitarfélagsins.
hefjist nú þegar.
Listi yfir áætlaðar framkvæmdir ársins. Ábendingar vel þegnar.´
Kallað er eftir úttekt á sundlaugum sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009
Til máls tók Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri. Gerði hann grein fyrir fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir árið 2009, sem hér er lögð fram til síðari umræðu. Skýrði hann þær breytingar, sem lagt er til að gerðar verði á áætluninni við síðari umræðu.
Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar 2009 fyrir aðalsjóð eru rekstrartekjur 2.622.078 þús.kr. og rekstrargjöld 2.738.305 þús.kr., fjármagnsliðir jákvæðir um 125.810 þús.kr. Rekstrarniðurstaða 9.583 þús.kr. rekstrarafgangur.
Niðurstöðutölur A hluta sveitarsjóðs:
Tekjur 2.560.988 þús.kr., gjöld 2.588.550 þús.kr., fjármagnsliðir neikvæðir um 147.947 þús.kr. Rekstrarniðurstaða A hluta er neikvæð um 175.510 þús.kr.
Fjárfesting A hluta er áætluð 455.213 þús.kr. og ný lántaka 450.000 þús.kr.
Niðurstöðutölur B hluta sveitarsjóðs:
Tekjur 393.289 þús.kr., gjöld 256.126 þús.kr., fjármagnsliðir neikvæðir um 177.453 þús.kr. Rekstrarniðurstaða B hluta er neikvæð um 40.290 þús.kr.
Nettó fjárfesting B hluta er áætluð 73.843 þús.kr.
Áætluð rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins og stofnana á árinu 2009 er neikvæð um 215.800 þús.kr. Handbært fé frá rekstri 349.376 þús.kr. Fjárfestingarhreyfingar samtals 529.056 þús.kr. Afborganir og breytingar lána og skuldbindinga 251.755 þús.kr. Nýjar lántökur 450.000 þús. kr. Handbært fé í árslok 115.777 þús.kr.
Til máls tók Páll Dagbjartsson og lagði fram bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
?Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa tekið þátt í gerð þessarar fjárhagsáætlunar af fullri ábyrgð. Við teljum það skyldu okkar allra, kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa, að vinna sameiginlega að rekstri sveitarfélagsins og standa vörð um velferð okkar íbúa. Þrátt fyrir ólíkar áherslur í einstökum málum teljum við áætlunina ásættanlega miðað við ástand mála eins og það er í dag.?
Páll Dagbjartsson
Sigríður Björnsdóttir
Gísli Sigurðsson
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun:
?Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2009 er á ábyrgð þeirra flokka er mynda meirihluta sveitarstjórnar, Framsóknarflokks og Samfylkingar.
Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að skuldir sveitarfélagsins verði tæpir 5 milljarðar í lok næsta árs. Skuldaaukning um tæpar þúsund milljónir frá árslokum 2006.
Gert er ráð fyrir að veltufé sveitarsjóðs frá rekstri verði rúmar 272 milljónir króna á þessu ári og neikvætt um 14 milljónir króna á næsta ári.
Eiginfjárhlutfall 17% í lok þessa árs og 9% í lok ársins 2010. Í árslok 2010 er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall sveitarfélagsins A og B hluta verði einungis 4%.
Eigið fé er nánast upp urið, þannig að með óbreyttum rekstri og fjárfestingastefnu stefnir sveitarfélagið í fjárhagslegt þrot. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hefur yfirstjórn sveitarfélagsins vaxið umfram margt annað. VG situr hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.?
Bjarni Jónsson VG
Þá tók til máls Sigurður Árnason.
Því næst Gunnar Bragi Sveinsson og lagði fram bókun frá fulltrúum meirihluta:
"Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar er að þessu sinni unnin við miklar efnahagsþrengingar í þjóðfélaginu, mikil óvissa er í fjármálum ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja. Gert er ráð fyrir að framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga minnki frá fyrra ári ásamt því að fjármagnskostnaður vex fram úr hófi vegna hárra vaxta og verðbólgu. Meirihluti sveitarstjórnar telur að skagfirskt samfélag hafi alla burði til að standa af sér þær þrengingar sem herja á þjóðfélagið en til þess þarf samhent átak sveitarfélagsins, fyrirtækja og íbúa. Við gerð áætlunarinnar er lögð áhersla á að verja þjónustu og störf um leið og stefnt er að ýmsum framkvæmdum og öðrum mikilvægum framfaramálum. Áætlun þessi er unnin af sveitarstjórnar- og nefndafólki í samvinnu við starfsmenn og lögðust allir á eitt að ná fram nauðsynlegri hagræðingu. Staðinn er vörður um starfsemi grunn- og leikskóla, íþrótta - og tómstundamál unglinga sem og félagsþjónustuna. Í ljósi stöðunnar teljum við betra að búa við tímabundinn hallarekstur fremur en að skera niður í mannafla og framkvæmdum. Jafnhliða gerum við okkur ljóst að enn frekar þarf að hagræða og ná fram betra veltufé frá rekstri. Ákveðið hefur verið að endurskoða áætlunina í apríl og tíminn fram að því nýttur til þess að fara enn ítarlegar yfir skipulag þjónustu og reksturs, ekki verður lengur heimilt að ráða í störf, sem losna, án samþykktar og allir kostnaðarliðir endurskoðaðir. Til þessarar vinnu verður farið í samvinnu við starfsmenn sveitarfélagsins. Sveitarstjóra og starfsmönnum sveitarfélagsins, sveitarstjórnarfulltrúum og nefndafólki eru færðar þakkir fyrir þá miklu vinnu sem fram hefur farið og þann árangur, sem nú þegar hefur náðst við hagræðingu milli umræðna."
Einar E. Einarsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Gunnar Bragi Sveinsson
Sigurður Árnason
Þórdís Friðbjörnsdóttir.
Til máls tók Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2009, með áorðnum breytingum, borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum.
Bjarni Jónsson VG óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu Fjárhagsáætlunar 2009.
Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar 2009 fyrir aðalsjóð eru rekstrartekjur 2.622.078 þús.kr. og rekstrargjöld 2.738.305 þús.kr., fjármagnsliðir jákvæðir um 125.810 þús.kr. Rekstrarniðurstaða 9.583 þús.kr. rekstrarafgangur.
Niðurstöðutölur A hluta sveitarsjóðs:
Tekjur 2.560.988 þús.kr., gjöld 2.588.550 þús.kr., fjármagnsliðir neikvæðir um 147.947 þús.kr. Rekstrarniðurstaða A hluta er neikvæð um 175.510 þús.kr.
Fjárfesting A hluta er áætluð 455.213 þús.kr. og ný lántaka 450.000 þús.kr.
Niðurstöðutölur B hluta sveitarsjóðs:
Tekjur 393.289 þús.kr., gjöld 256.126 þús.kr., fjármagnsliðir neikvæðir um 177.453 þús.kr. Rekstrarniðurstaða B hluta er neikvæð um 40.290 þús.kr.
Nettó fjárfesting B hluta er áætluð 73.843 þús.kr.
Áætluð rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins og stofnana á árinu 2009 er neikvæð um 215.800 þús.kr. Handbært fé frá rekstri 349.376 þús.kr. Fjárfestingarhreyfingar samtals 529.056 þús.kr. Afborganir og breytingar lána og skuldbindinga 251.755 þús.kr. Nýjar lántökur 450.000 þús. kr. Handbært fé í árslok 115.777 þús.kr.
Til máls tók Páll Dagbjartsson og lagði fram bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
?Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa tekið þátt í gerð þessarar fjárhagsáætlunar af fullri ábyrgð. Við teljum það skyldu okkar allra, kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa, að vinna sameiginlega að rekstri sveitarfélagsins og standa vörð um velferð okkar íbúa. Þrátt fyrir ólíkar áherslur í einstökum málum teljum við áætlunina ásættanlega miðað við ástand mála eins og það er í dag.?
Páll Dagbjartsson
Sigríður Björnsdóttir
Gísli Sigurðsson
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun:
?Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2009 er á ábyrgð þeirra flokka er mynda meirihluta sveitarstjórnar, Framsóknarflokks og Samfylkingar.
Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að skuldir sveitarfélagsins verði tæpir 5 milljarðar í lok næsta árs. Skuldaaukning um tæpar þúsund milljónir frá árslokum 2006.
Gert er ráð fyrir að veltufé sveitarsjóðs frá rekstri verði rúmar 272 milljónir króna á þessu ári og neikvætt um 14 milljónir króna á næsta ári.
Eiginfjárhlutfall 17% í lok þessa árs og 9% í lok ársins 2010. Í árslok 2010 er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall sveitarfélagsins A og B hluta verði einungis 4%.
Eigið fé er nánast upp urið, þannig að með óbreyttum rekstri og fjárfestingastefnu stefnir sveitarfélagið í fjárhagslegt þrot. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hefur yfirstjórn sveitarfélagsins vaxið umfram margt annað. VG situr hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.?
Bjarni Jónsson VG
Þá tók til máls Sigurður Árnason.
Því næst Gunnar Bragi Sveinsson og lagði fram bókun frá fulltrúum meirihluta:
"Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar er að þessu sinni unnin við miklar efnahagsþrengingar í þjóðfélaginu, mikil óvissa er í fjármálum ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja. Gert er ráð fyrir að framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga minnki frá fyrra ári ásamt því að fjármagnskostnaður vex fram úr hófi vegna hárra vaxta og verðbólgu. Meirihluti sveitarstjórnar telur að skagfirskt samfélag hafi alla burði til að standa af sér þær þrengingar sem herja á þjóðfélagið en til þess þarf samhent átak sveitarfélagsins, fyrirtækja og íbúa. Við gerð áætlunarinnar er lögð áhersla á að verja þjónustu og störf um leið og stefnt er að ýmsum framkvæmdum og öðrum mikilvægum framfaramálum. Áætlun þessi er unnin af sveitarstjórnar- og nefndafólki í samvinnu við starfsmenn og lögðust allir á eitt að ná fram nauðsynlegri hagræðingu. Staðinn er vörður um starfsemi grunn- og leikskóla, íþrótta - og tómstundamál unglinga sem og félagsþjónustuna. Í ljósi stöðunnar teljum við betra að búa við tímabundinn hallarekstur fremur en að skera niður í mannafla og framkvæmdum. Jafnhliða gerum við okkur ljóst að enn frekar þarf að hagræða og ná fram betra veltufé frá rekstri. Ákveðið hefur verið að endurskoða áætlunina í apríl og tíminn fram að því nýttur til þess að fara enn ítarlegar yfir skipulag þjónustu og reksturs, ekki verður lengur heimilt að ráða í störf, sem losna, án samþykktar og allir kostnaðarliðir endurskoðaðir. Til þessarar vinnu verður farið í samvinnu við starfsmenn sveitarfélagsins. Sveitarstjóra og starfsmönnum sveitarfélagsins, sveitarstjórnarfulltrúum og nefndafólki eru færðar þakkir fyrir þá miklu vinnu sem fram hefur farið og þann árangur, sem nú þegar hefur náðst við hagræðingu milli umræðna."
Einar E. Einarsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Gunnar Bragi Sveinsson
Sigurður Árnason
Þórdís Friðbjörnsdóttir.
Til máls tók Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2009, með áorðnum breytingum, borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum.
Bjarni Jónsson VG óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu Fjárhagsáætlunar 2009.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009
Samþykkt með 9 atkv. að vísa þessum lið til afgreiðslu með dagskrárlið nr. 15 Fjárhagsáætlun 2009.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009
Lagt fram til kynningar á 241. fundi sveitarstjórnar 29.01.09.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009
Afgreiðsla 463. fundar byggðarráðs staðfest á 241. fundi sveitarstj. 29.01.09 með níu atkvæðum.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 18. fundur - 02.02.2009
Sviðsstjórar fari yfir breytingar sem samþykktar voru í málaflokkum þeirra og komi þeim áfram til bókhalds. Jafnframt er því beint til sviðsstjóra að þeir hefji nú þegar vinnu við endurskoðun áætlunar sem afgreidd verður í apríl n.k.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 23. fundur - 23.03.2009
Rætt um mögulegar leiðir til að lækka kostnað við yfirvinnu í tengslum við endurskoðun fjárhagsáætlunar.
Á næsta fundi mun sveitarstjóri leggja fram tillögur um mögulega lækkun á fastri yfirvinnu og fleira.
Einnig rædd þörf á lækkun vegna fjárfestinga og framkvæmda.
Á næsta fundi mun sveitarstjóri leggja fram tillögur um mögulega lækkun á fastri yfirvinnu og fleira.
Einnig rædd þörf á lækkun vegna fjárfestinga og framkvæmda.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 24. fundur - 06.04.2009
Rædd var vinna við endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins. Vegna kosninga sem framundan eru til Alþingis, páskaleyfa og fleiri atriða lítur út fyrir að einhver frestun verði á því að endurskoðun áætlunarinnar verði tekin fyrir í sveitarstjórn. Sveitarstjóri brýndi fyrir sviðsstjórum að vera áfram á vaktinni með sínum forstöðumönnum með skoðun á möguleikum til hagræðingar á sem flestum sviðum. Jafnframt að þeir sinni reglubundnu eftirliti með stöðu sinna sviða og deilda m.t.t. fjárhagsáætlunar ársins þannig að fljótt sé hægt að grípa inn í verði vart bólgu. Fundurinn sammála um að mikilvægt sé að sviðstjórar hafi meiri aðgang að þeim kerfum sem við vinnum með í bókhaldi og hafi þannig aðgang að öllum upplýsingum úr kerfinu hverju sinni. Jafnframt að þörf sé á kennslu fyrir sviðstjóra á kerfunum þannig að þeir og kerfin nýtist sem best til að stjórnun og eftirlit verði sem skilvirkust.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 477. fundur - 28.05.2009
Drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2009.
Afgreiðslu frestað til fundar 29. maí 2009.
Afgreiðslu frestað til fundar 29. maí 2009.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 478. fundur - 29.05.2009
Sveitarstjóri lagði fram gögn vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 479. fundur - 03.06.2009
Unnið með gögn vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009. Herdís Á. Sæmundardóttir fræðslustjóri kom inn á fundinn til viðræðu.
Byggðarráð samþykkir að vísa til allra sviðsstjóra og viðkomandi nefnda, fyrirliggjandi tillögum að hagræðingarkröfum sem fyrir fundinum liggja. Byggðarráð óskar eftir að fá til baka í síðasta lagi mánudaginn 15. júní nk., ítarlegar sundurliðanir á því hvernig skuli ná fram þeirri hagræðingu sem farið er fram á. Stefnt er að því að afgreiða endurskoðaða fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 á síðasta sveitarstjórnarfundi fyrir sumarfrí 30. júní 2009.
Bjarni Jónsson leggur fram svohljóðandi bókun: "Undirritaður telur sig ekki hafa forsendur til að taka afstöðu til þessara tillagna um breytingar á fjárhagsramma málaflokka sem fyrir fundinum liggja frá sveitarstjóra."
Byggðarráð samþykkir að vísa til allra sviðsstjóra og viðkomandi nefnda, fyrirliggjandi tillögum að hagræðingarkröfum sem fyrir fundinum liggja. Byggðarráð óskar eftir að fá til baka í síðasta lagi mánudaginn 15. júní nk., ítarlegar sundurliðanir á því hvernig skuli ná fram þeirri hagræðingu sem farið er fram á. Stefnt er að því að afgreiða endurskoðaða fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 á síðasta sveitarstjórnarfundi fyrir sumarfrí 30. júní 2009.
Bjarni Jónsson leggur fram svohljóðandi bókun: "Undirritaður telur sig ekki hafa forsendur til að taka afstöðu til þessara tillagna um breytingar á fjárhagsramma málaflokka sem fyrir fundinum liggja frá sveitarstjóra."
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 144. fundur - 09.06.2009
Félags-og tómstundanefnd samþykkir tillögu að niðurskurði í íþrótta-og æskulýðsmálum um 2.630.000.- og í félagsþjónustu verði styrkir og framlög lækkuð um 500.000.-
Atvinnu- og ferðamálanefnd - 49. fundur - 09.06.2009
Nefndin ræddi um bókun Byggðaráðs. Engin hagræðingarkrafa er á Atvinnu og ferðamálanefnd.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009
Afgreiðsla 479. fundar byggðarráðs staðfest á 248. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar og vísar til bókunar á fundi byggðarráðs 3. júní sl.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar og vísar til bókunar á fundi byggðarráðs 3. júní sl.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009
Afgreiðsla 478. fundar byggðarráðs lögð fram á 248. fundi sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009
Afgreiðslu þessa liðar var frestað á 477. fundi byggðarráðs.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 145. fundur - 16.06.2009
Rætt um fjárhagsáætlun sundlaugar á Sólgörðum. Formaður greinir frá fundi fulltrúa meirihlutans, formanns byggðarráðs og forseta sveitarstjórnar með íbúum í Fljótum um málefni laugarinnar. Formaður leggur til, ef mögulegt er skv. skýrslu Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, að stefnt verði að því að opna Sundlaugina að Sólgörðum eins fljótt og unnt er eftir viðgerðir sem gera þarf á lauginni. Nefndin felur starfsmönnum Frístundasviðs að leita enn frekar hagræðinga í rekstri málaflokksins þannig að lækkunin verði sú sem áður var ákveðið, 2.630.000.-
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 482. fundur - 25.06.2009
Lögð fram gögn vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009. Tillögurnar leiða til lækkunar rekstrarliða A-hluta fjárhagsáætlunar um 24.766.000,-, B-hluta um 10.234.000,- lækkun á rekstrarliðum fjárhagsáætlunar samstæðunnar samtals 35 millj. króna. Fjárfestingarliðir lækki um 117.279.000,-.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir framkomnar breytingartillögur.
Páll Dagbjartsson leggur fram bókun: "Ég tek ekki afstöðu til fyrirliggjandi breytingartillögu á fjárhagsáætluninni."
Bjarni Jónsson vísar til bókunar sinnar frá 3. júní sl.: "Undirritaður telur sig ekki hafa forsendur til að taka afstöðu til þessara tillagna um breytingar á fjárhagsramma málaflokka sem fyrir fundinum liggja."
Byggðarráð vísar endurskoðaðri fjárhagsáætlun til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir framkomnar breytingartillögur.
Páll Dagbjartsson leggur fram bókun: "Ég tek ekki afstöðu til fyrirliggjandi breytingartillögu á fjárhagsáætluninni."
Bjarni Jónsson vísar til bókunar sinnar frá 3. júní sl.: "Undirritaður telur sig ekki hafa forsendur til að taka afstöðu til þessara tillagna um breytingar á fjárhagsramma málaflokka sem fyrir fundinum liggja."
Byggðarráð vísar endurskoðaðri fjárhagsáætlun til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009
Sveitarstjóri kynnti endurskoðaða fjárhagsáætlun 2009 og þær breytingartillögur sem gerðar hafa verið. Tillögurnar leiða til lækkunar rekstrarliða A-hluta fjárhagsáætlunar um kr. 24.766.000, B-hluta um kr. 10.234.000, lækkun á rekstrarliðum fjárhagsáætlunar samstæðunnar samtals 35 millj. króna, þannig að tap samstæðunnar í heild verður kr. 180.800.000 í stað kr. 215.800.000. Fjárfestingarliðir lækka um 117.279.000. Fjárfesting ársins verður þá kr. 411.777.000.
Til máls tók Bjarni Jónsson og leggur fram bókun:
?Undirritaður telur sig ekki hafa forsendur til að taka afstöðu til tillagna um breytingar á fjárhagsáætlun vegna upplýsinga- og samráðsskorts varðandi tillögur um breytingar á fjárhagsramma málaflokka.?
Bjarni Jónsson.
Sigurður Árnason kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun f.h. meirihlutans þ.e. Samfylkingar og Framsóknarflokks:
?Fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 var unnin við mjög óvenjulegar aðstæður og mikla óvissu í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir það hefur áætlun um tekjur og gjöld að mestu gengið eftir. Óvissa er enn mikil hvað varðar afkomu sveitarfélagsins á yfirstandandi ári, aðallega hvað varðar gengis- og verðbólguþróun. Við endurskoðun fjárhagsáætlunar nú á miðju ári er fyrst og fremst verið að auka aðhald og taka tillit til þegar samþykktra breytinga. Markmið breytinganna er að draga úr lánsfjárþörf, halda lausafjárstöðu áfram sterkri og gera sveitarfélagið þannig betur í stakk búið til að takast á við verkefnin framundan.
Sveitarstjóra og starfsmönnum sveitarfélagsins, sveitarstjórnarfulltrúum og nefndarfólki eru færðar þakkir fyrir þá miklu og góðu vinnu sem fram hefur farið við þessa endurskoðun og þann árangur sem náðst hefur í þessari vinnu.?
Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2009 borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann, f.h. VG, sitji hjá við afgreiðslu þessarar fjárhagsáætlunar.
Til máls tók Bjarni Jónsson og leggur fram bókun:
?Undirritaður telur sig ekki hafa forsendur til að taka afstöðu til tillagna um breytingar á fjárhagsáætlun vegna upplýsinga- og samráðsskorts varðandi tillögur um breytingar á fjárhagsramma málaflokka.?
Bjarni Jónsson.
Sigurður Árnason kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun f.h. meirihlutans þ.e. Samfylkingar og Framsóknarflokks:
?Fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 var unnin við mjög óvenjulegar aðstæður og mikla óvissu í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir það hefur áætlun um tekjur og gjöld að mestu gengið eftir. Óvissa er enn mikil hvað varðar afkomu sveitarfélagsins á yfirstandandi ári, aðallega hvað varðar gengis- og verðbólguþróun. Við endurskoðun fjárhagsáætlunar nú á miðju ári er fyrst og fremst verið að auka aðhald og taka tillit til þegar samþykktra breytinga. Markmið breytinganna er að draga úr lánsfjárþörf, halda lausafjárstöðu áfram sterkri og gera sveitarfélagið þannig betur í stakk búið til að takast á við verkefnin framundan.
Sveitarstjóra og starfsmönnum sveitarfélagsins, sveitarstjórnarfulltrúum og nefndarfólki eru færðar þakkir fyrir þá miklu og góðu vinnu sem fram hefur farið við þessa endurskoðun og þann árangur sem náðst hefur í þessari vinnu.?
Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2009 borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann, f.h. VG, sitji hjá við afgreiðslu þessarar fjárhagsáætlunar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009
Afgreiðsla 482. fundar byggðarráðs staðfest á 249. fundi sveitarstjórnar með fimm atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Bjarni Jónsson VG óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Bjarni Jónsson VG óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009
Afgreiðsla 49. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar lögð fram á 249. fundi sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009
Afgreiðsla 144. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 249. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.
Bjarni Jónsson leggur fram bókun:
?Ég vek athygli á því að fátt má ráða af bókun nefndarinnar undir þessum lið.?
Hann óskar einnig bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Bjarni Jónsson leggur fram bókun:
?Ég vek athygli á því að fátt má ráða af bókun nefndarinnar undir þessum lið.?
Hann óskar einnig bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009
Afgreiðsla 145. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 249. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 146. fundur - 11.08.2009
Félags-og tómstundanefnd leggur til við Byggðaráð að heimila tilfærslur milli liða innan 06 málaflokksins í samræmi við fyrri tillögur nefndarinnar. Niðurstöðutala málaflokksins er eftir sem áður sú sama 253.584.000,- sem er í samræmi við samþykkta endurskoðaða fjárhagsáætlun.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 487. fundur - 20.08.2009
Afgreiðsla 146. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 487. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 487. fundur - 20.08.2009
Erindi vísað frá 146. fundi félags- og tómstundanefnd, þar sem lagt er til við byggðarráð að heimila tilfærslur milli liða innan 06 málaflokksins í samræmi við fyrri tillögur nefndarinnar. Niðurstöðutala málaflokksins er eftir sem áður sú sama 253.584 þús.kr. sem er í samræmi við samþykkta endurskoðaða fjárhagsáætlun.
Byggðarráð samþykkir tilfærslurnar.
Byggðarráð samþykkir tilfærslurnar.
Fyrstu drög liggi fyrir frá sviðum fyrir lok september.