Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

959. fundur 31. mars 2021 kl. 11:30 - 12:29 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Stúkubygging við gervigrasvöll

Málsnúmer 2010047Vakta málsnúmer

Farið yfir gögn vegna stúkubyggingar við gervigrasvöllinn á Sauðárkróki. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að ræða við forsvarsmenn Ungmennafélagsins Tindastóls um framkvæmdina.

2.Framtíðaruppbygging leikskólarýma á Sauðárkróki

Málsnúmer 2103207Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn varðandi leikskólarými á Sauðárkróki. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

3.Fríar tíðarvörur

Málsnúmer 2103321Vakta málsnúmer

Lagt er til að byggðarráð samþykki að fela fræðslu- og frístundaþjónustu að veita auknu fjármagni til grunnskóla og félagsmiðstöðva sveitarfélagsins til þess að hægt sé að auðvelda aðgengi barna og ungmenna að fríum tíðavörum frá og með hausti 2021.
Greinagerð:
Umræða um fríar tíðavörur á almenningssalernum hefur aukist á undanförnum misserum. Fólk sem hefur blæðingar hefur almennt ekki val um hvenær blæðingar hefjast. Kynþroskaskeiðið getur verið viðkvæmur og flókinn tími fyrir börn og ungmenni á margan hátt. Fyrstu árin eru blæðingar oft óreglulegar og mismiklar. Það getur aukið verulega á kvíða og streitu ungra einstaklinga að óttast að byrja á blæðingum í skólanum og hafa ekki tíðavörur meðferðis. Því myndu aðgengilegar tíðavörur á salernum skóla og félagsmiðstöðva koma til með að minnka stress og auka þægindi.
Virðisaukaskattur af tíðavörum var lækkaður úr 24% í 11% þann 1. september 2019 og hefur þannig almennur kostnaður lækkað. Þessi kaup ættu því að vera í líkingu við kaup á salernispappír.
Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháð
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna að undirbúningi þess að unnt sé að auðvelda aðgengi barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði að fríum tíðavörum frá og með haustinu 2021. Í því skyni verði upplýsinga m.a. aflað hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stöðu þess að tryggja gjaldfrjálsar tíðavörur í skólakerfinu líkt og menntamálaráðherra boðaði fyrr í vetur. Jafnframt verði lagt mat á þann kostnað sem fellur á sveitarfélagið vegna verkefnisins og afstaða Akrahrepps til málsins könnuð til að tryggja rétt barna og ungmenna í Skagafirði til aðgangs að fríum tíðavörum í grunnskólum og félagsmiðstöðvum, óháð sveitarfélagamörkum í firðinum.

4.Íslandsmót í snjócrossi 2021

Málsnúmer 2103286Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 17. mars 2021 frá Guðmundi Rúnari Guðmundssyni, þar sem hann sækir um leyfi fyrir hönd Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar um að halda Íslandsmót í snjócrossi þann 17. og 18. apríl 2021 á skíðasvæðinu í Tindastóli. Með erindinu fylgir staðfesting á leyfi stjórnar Skíðadeildar Tindastóls fyrir mótshaldi á skíðasvæðinu. Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir keppninni, svo fremi að önnur skilyrði fyrir mótinu séu uppfyllt.

5.Samráð; Menningarstefna

Málsnúmer 2103237Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. mars 2021 þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 82/2021, "Menningarstefna". Umsagnarfrestur er til og með 02.04.2021.

6.Tilkynning frá reikningsskila- og upplýsinganefnd

Málsnúmer 2103255Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 23. mars 2021 þar sem vakin er athygli á tilkynningu frá reikningsskila- og upplýsinganefnd um álit sem birtist á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins 19. mars 2021.

Fundi slitið - kl. 12:29.