Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Golfklúbbur Sauðárkróks - Bygging aðstöðuhúss
Málsnúmer 0806065Vakta málsnúmer
Fundur hófst á heimsókn byggðarráðsfulltrúa ásamt sveitarstjóra á golfvöllinn á Sauðárkróki, þar sem kynnt var starfsemi klúbbsins og hvernig búið er að henni í dag ásamt því að kynntar voru hugmyndir félagsmanna um bætta aöstöðu. Byggðarráð þakkar golfklúbbsmönnum fyrir kynninguna og felur sveitarstjóra að athuga nánar með aðkomu sveitarfélagsins að málinu. Mun síðan verða aftur um það fjallað í byggðarráði.
2.Starfshópur - úttekt á stöðu húsnæðismála Áhaldahúss, brunavarna og Skagafjarðarveitna og tillögur um úrbætur.
Málsnúmer 0808013Vakta málsnúmer
Lagt er til að settur verði á fót starfshópur sem geri úttekt á stöðu húsnæðismála Áhaldahúss, brunavarna og Skagafjarðarveitna og komi með tillögur til úrbóta. Skoðað verði m.a. hvort hagkvæmni geti falist í samnýtingu þessara aðila á húsnæði. Sveitarstjóri kalli hópinn saman og starfi með honum. Starfshópurinn skili af sér til byggðarráðs í lok september. Samþykkt.
3.Sjóskip ehf - gjaldþrotaskipti
Málsnúmer 0807002Vakta málsnúmer
Á fundi byggðarráðs 17.07.2008 var lagt fram bréf frá Stefáni Ólafssyni, hrl., skiptastjóra þrotabús Sjóskipa ehf, þar sem fram kemur ósk um að færa útgefið byggðakvótaloforð frá bátnum Hörpu HU, skipaskr.nr. 1081 á skipið Óskar SK13, skipaskrárnr. 7022. Afgreiðslu málsins var frestað.
Byggðarráð leggur til við sjávarútvegsráðuneytið að umræddum kvóta verði endurúthlutað á báta með lögheimili í sveitarfélaginu, enda verði aflanum landað í Skagafirði.
Byggðarráð leggur til við sjávarútvegsráðuneytið að umræddum kvóta verði endurúthlutað á báta með lögheimili í sveitarfélaginu, enda verði aflanum landað í Skagafirði.
4.Lónkot (146557) - umsögn vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 0808014Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum liggur umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Sauðárkróki um umsókn Jóns Torfa Snæbjörnssonar, kt. 270541-3059, um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir gististað, flokk II og veitingastað, flokk II, að Lónkoti í Skagafirði. Byggðarráð gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við endurnýjun rekstrarleyfisins.
5.Keldudalur lóð (194449) - umsögn vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 0808030Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum liggur umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Sauðárkróki um umsókn Kristínar Ólafsdóttur, kt. 280636-3989, dags. 11.08.08, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir gististað, flokkur III, gisting á einkaheimili að Keldudal. Byggðarráð gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við endurnýjun rekstrarleyfisins.
6.Uppgjör á framlagi v. fasteignaskattstekna 2008
Málsnúmer 0808002Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 28.07.2008, þar sem tilkynnt er um uppgjör framlags vegna lækkaðra fasteignaskattstekna árið 2008. Heildargreiðsla til Sveitarfélagsins Skagafjarðar er kr. 110.154.544,-.
7.Þrastarlundur land 196067 - sölutilkynning
Málsnúmer 0808016Vakta málsnúmer
Tilkynning um aðilaskipti að jörðum og öðru landi samkv, lögum nr. 81 frá 9. júní 2004.
Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem tilkynnt er um aðilaskipti á jörðinni Þrastarlundi, landnr. 196067. Seljandi er Hjörleifur Herbertsson kt. 170243-3319 og kaupandi Katrín Eydís Hjörleifsdóttir kt. 011169-3689.
Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem tilkynnt er um aðilaskipti á jörðinni Þrastarlundi, landnr. 196067. Seljandi er Hjörleifur Herbertsson kt. 170243-3319 og kaupandi Katrín Eydís Hjörleifsdóttir kt. 011169-3689.
Fundi slitið - kl. 11:38.