Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 62 – 02.09.1999
Ár 1999, fimmtudaginn 2. september kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
- Bréf frá UMFÍ.
- Bréf frá Hrafnhildi Ó. Bjarnadóttur.
- Forkaupsréttur - hluti Hofsstaðasels.
- Beiðni um kaup á Kolkuósi.
- Skuldbreyting.
- Samþykkt fyrir sorphirðu í Sveitarfélaginu Skagafirði - síðari umræða.
- Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun í Sveitarfélaginu Skagafirði.
- Ósk um frestun verkloka að Freyjugötu 18.
- Forkaupsréttur - hluti Svanavatns.
- Starfslok framkvæmdastjóra Héraðsnefndar.
- Heimavistarmál.
- Sokkaverksmiðja.
- Samningur um veiði á byggðakvóta.
- Afsal vegna jarðarinnar Teigar í Fljótum.
- Kauptilboð í Suðurgötu 10, Sauðárkróki.
- Sala á efri hæð Skagfirðingabrautar 25.
- Umsókn um leyfi til reksturs gistiheimilis og veitingastofu.
AFGREIÐSLUR:
- Lagt fram bréf frá UMFÍ, dags. 17. ágúst 1999, þar sem stjórn UMFÍ lýsir áhuga sínum að funda með fulltrúum sveitarfélagsins í tengslum við stjórnarfund UMFÍ í Varmahlíð dagana 10. – 12. september nk. Byggðarráð samþykkir að funda með stjórn UMFÍ.
- Lagt fram bréf frá Hrafnhildi Ó. Bjarnadóttur, dags. 24. ágúst 1999, þar sem hún óskar eftir að sonur hennar fái að klára 10. bekk við Grunnskóla Súðavíkur í vetur. Byggðarráð samþykkir að verða við beiðninni.
- Lagt fram afsal vegna sölu á gamla bænum í Hofsstaðaseli ásamt lóðarskika, dagsett 1. júlí 1999. Byggðarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sínum.
- Lagt fram bréf frá Magnúsi Stefánssyni, þar sem hann óskar eftir að leigja eða kaupa Kolkuós. Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu.
- Lagt fram skjal vegna skuldbreytingu og skuldaraskipti á láni upphaflega útgefið af Loðskinni hf. Skuldabréf þetta er inni í víkjandi láni sem veitt var á árinu 1998. Byggðarráð samþykkir skuldbreytinguna.
- Samþykkt fyrir sorphirðu í Sveitarfélaginu Skagafirði – síðari umræða. Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til sveitarstjórnar til síðari umræðu.
- Lögð fram gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun í Sveitarfélaginu Skagafirði. Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.
- Lagt fram bréf frá Friðriki Jónssyni ehf., dags. 19. ágúst 1999, þar sem óskað er eftir frestun verkloka vegna Freyjugötu 18, Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að taka upp viðræður við verktakann um verklokin.
- Lagt fram bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni, dagsett 23. ágúst 1999, varðandi forkaupsrétt sveitarfélagsins í tilefni af sölu á landskika úr Svanavatni, Skagafirði. Byggðarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sínum.
- Starfslok framkvæmdastjóra Héraðsnefndar Skagfirðinga. Byggðarráð samþykkir að taka upp viðræður við Magnús Sigurjónsson.
- Lögð fram til kynningar bréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsett 18. ágúst 1999 og Arkibúllunni, dagsett 15. ágúst sl. varðandi samkeppni um hönnun heimavistar fyrir Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
- Lagðar fram til kynningar niðurstöður samningaviðræðna um sokkaverksmiðju í Skagafirði, dagsettar 24. ágúst 1999. Verkefninu verður ekki framhaldið.
- Lagt fram samkomulag dagsett 27. ágúst 1999, á milli Höfða ehf. og Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. um ráðstöfun byggðakvóta sem úthlutaður er til Höfða ehf. frá Byggðastofnun næstu fimm ár. Byggðarráð samþykkir samkomulagið.
- Lagt fram afsal vegna sölu jarðarinnar Teigar í Fljótum. Byggðarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sínum.
- Lagt fram kauptilboð í Suðurgötu 10, Sauðárkróki frá Guðbrandi Ægi Ásbjörnssyni og Guðbjörgu Bjarnadóttur að upphæð kr. 3.000.000. Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboðinu.
- Byggðarráð samþykkir að auglýsa til sölu efri hæð Skagfirðingabrautar 25, Sauðárkróki.
- Lögð fram til umsagnar umsókn um leyfi til reksturs gistiheimilis og veitingastofu í Fjallakránni Vatnsleysu, Skagafirði, dags. 16. ágúst 1999. Byggðarráð gerir enga athugasemd við umsóknina.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Margeir Friðriksson, ritari
Snorri Björn Sigurðsson
Snorri Björn Sigurðsson
Herdís Á. Sæmundard.
Elinborg Hilmarsdóttir
Gísli Gunnarsson
Ingibjörg Hafstað
Elinborg Hilmarsdóttir
Gísli Gunnarsson
Ingibjörg Hafstað